11. ágúst 2022 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
- Jón Örn Jónsson (JÖJ) aðalmaður
- Þóra Björg Ingimundardóttir aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) áheyrnarfulltrúi
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2022202206337
Farið yfir tilnefningar til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 og farið í vettvangsferð til að skoða fallega garða sem tilnefndir voru til umhverfisviðurkenninga.
Umhverfisnefnd fór í vettvangsferð til að skoða fallega garða og lóðir sem tilnefnd voru til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar árið 2022. Umhverfisnefnd hefur ákveðið að veita þremur görðum og einni fyrirtækjalóð umhverfisviðurkenningu ársins 2022 og fylgja upplýsingar um verðlaunahafa með í sérstöku minnisblaði.
2. Tré ársins í Mosfellsbæ 2022202208117
Lagðar fram hugmyndir að vali á tré ársins í Mosfellsbæ 2022.
Umhverfisnefnd skoðaði tilnefningar garðyrkjustjóra Mosfellsbæjar um tré ársins 2022.
Umhverfisnefnd valdi tré ársins 2022 og fylgja upplýsingar um tréð með í sérstöku minnisblaði.