13. september 2006 kl. 17:15,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Íþróttasvæði við Varmá, deiliskipulag200608201
Íþrótta- og tómstundanefnd er jákvæð fyrir framlögðu skipulagi. Gæta þarf hins vegar betur að umferð verði ekki hleypt lengra en að horni vallarhúss. Jafnframt verði gætt að því að dælu- og geymsluhús við gervigrasvöll verði ekki of nálægt knattspyrnuvellinum, svo húsið standi ekki vegi fyrir því að hægt sé tam. að taka hornspyrnur.
2. Erindi ÍSÍ varðandi upplýsingar um aðgang minnihlutahópa að íþróttastarfi200608224
Embættismönnum falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
3. Erindi UMFA v. tillögu að samstarfssamningi meistarflokks í knattspyrnu200606200
Erindið lagt fram og því vísað til vinnu að stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum.
4. Erindi Fimleikadeildar Aftureldingar v. fibergólf200608012
Erindið lagt fram og því vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2007, en jafnframt unnið að því að fibergólfið geti komið sem fyrst, óski aðalstjórn UMFA eftir því að gólfið fari fremst á forgangslista félagsins um búnað og aðstöðu.%0D%0DFulltrúi S-lista lagði fram eftirfarandi bókun: Á fundi UMFA með fulltrúum framboðslista í Mosfellsbæ sl. vor gáfu oddvitar D og VG-lista fimleikadeild Aftureldingar vilyrði fyrir því að fá fibergólf. Þess vegna tel ég óeðlilegt að ákvörðun um kaup á fibergólfi sé skilyrt forgangslista UMFA.
5. Heilsdagsskólaþjónusta - frístundasel og dægradvöl 2006.200609002
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra, sem er í samræmi við sambærilegt minnisblað sem lagt hefur verið fram í fræðslunefnd. Í minnisblaðinu koma fram hugmyndir um umbætur á heilsdagsþjónustu í frístundaseljum og dægradvöl.%0D%0DÍþrótta- og tómstundanefnd leggur til við fræðslu- og menningarsvið að vinna að þeim umbótum sem lagðar eru til í minnisblaði sviðsstjóra. Nefndin óskar eftir að fá upplýsingar um framgang málsins.
6. Endurskoðun á reglum um frístundasel og dægradvöl grunnskólanna.200609003
Lögð fram drög að breytingum á samþykkt og reglum um frístundasel og dægradvalar.%0D%0DÍþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á reglunum, með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.%0D%0DSamþykkt með 5 atkvæðum.
7. Handbók íþrótta- og tómstundanefndar200609071
Handbókin lögð fram.
8. Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum200605097
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að farið verði í mótun íþrótta- og tómstundastefnu Mosfellsbæjar. Nefndin felur starfsmönnum sviðsins að leggja fyrir nefndina hugmyndir um vinnu og vinnulag við stefnumótunina.