Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. september 2006 kl. 17:15,
bæjarráðssalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Íþrótta­svæði við Varmá, deili­skipu­lag200608201

      Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd er já­kvæð fyr­ir fram­lögðu skipu­lagi. Gæta þarf hins veg­ar bet­ur að um­ferð verði ekki hleypt lengra en að horni vall­ar­húss. Jafn­framt verði gætt að því að dælu- og geymslu­hús við gervi­grasvöll verði ekki of ná­lægt knatt­spyrnu­vell­in­um, svo hús­ið standi ekki vegi fyr­ir því að hægt sé tam. að taka horn­spyrn­ur.

      • 2. Er­indi ÍSÍ varð­andi upp­lýs­ing­ar um að­g­ang minni­hluta­hópa að íþrótt­astarfi200608224

        Emb­ætt­is­mönn­um fal­ið að svara er­ind­inu í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

        • 3. Er­indi UMFA v. til­lögu að sam­starfs­samn­ingi meistar­flokks í knatt­spyrnu200606200

          Er­ind­ið lagt fram og því vísað til vinnu að stefnu­mót­un í íþrótta- og tóm­stunda­mál­um.

          • 4. Er­indi Fim­leika­deild­ar Aft­ur­eld­ing­ar v. fibergólf200608012

            Er­ind­ið lagt fram og því vísað til fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ar 2007, en jafn­framt unn­ið að því að fibergólfið geti kom­ið sem fyrst, óski að­al­stjórn UMFA eft­ir því að gólfið fari fremst á for­gangslista fé­lags­ins um bún­að og að­stöðu.%0D%0DFull­trúi S-lista lagði fram eft­ir­far­andi bók­un: Á fundi UMFA með full­trú­um fram­boðs­lista í Mos­fells­bæ sl. vor gáfu odd­vit­ar D og VG-lista fim­leika­deild Aft­ur­eld­ing­ar vil­yrði fyr­ir því að fá fibergólf. Þess vegna tel ég óeðli­legt að ákvörð­un um kaup á fibergólfi sé skil­yrt for­gangslista UMFA.

            • 5. Heils­dags­skóla­þjón­usta - frí­stunda­sel og dægra­dvöl 2006.200609002

              Lagt fram minn­is­blað frá sviðs­stjóra, sem er í sam­ræmi við sam­bæri­legt minn­is­blað sem lagt hef­ur ver­ið fram í fræðslu­nefnd. Í minn­is­blað­inu koma fram hug­mynd­ir um um­bæt­ur á heils­dags­þjón­ustu í frí­stunda­selj­um og dægra­dvöl.%0D%0DÍ­þrótta- og tóm­stunda­nefnd legg­ur til við fræðslu- og menn­ing­ar­svið að vinna að þeim um­bót­um sem lagð­ar eru til í minn­is­blaði sviðs­stjóra. Nefnd­in ósk­ar eft­ir að fá upp­lýs­ing­ar um fram­gang máls­ins.

              • 6. End­ur­skoð­un á regl­um um frí­stunda­sel og dægra­dvöl grunn­skól­anna.200609003

                Lögð fram drög að breyt­ing­um á sam­þykkt og regl­um um frí­stunda­sel og dægra­dval­ar.%0D%0DÍ­þrótta- og tóm­stunda­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að sam­þykkja breyt­ing­ar á regl­un­um, með þeim at­huga­semd­um sem fram komu á fund­in­um.%0D%0DSam­þykkt með 5 at­kvæð­um.

                • 7. Hand­bók íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar200609071

                  Hand­bókin lögð fram.

                  • 8. Stefnu­mót­un í íþrótta- og tóm­stunda­mál­um200605097

                    Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd legg­ur til að far­ið verði í mót­un íþrótta- og tóm­stunda­stefnu Mos­fells­bæj­ar. Nefnd­in fel­ur starfs­mönn­um sviðs­ins að leggja fyr­ir nefnd­ina hug­mynd­ir um vinnu og vinnu­lag við stefnu­mót­un­ina.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15