18. mars 2008 kl. 07:00,
bæjarráðssal
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ístak, umsókn um deiliskipulag á Tungumelum200703032
Tekið fyrir að nýju eftir skoðunarferð nefndarinnar á Tungumela 15. mars 2008. Sbr. einnig bókanir nefndarinnar á 202., 215. og 216. fundi.
Tekið fyrir að nýju eftir skoðunarferð nefndarinnar á Tungumela 15. mars 2008. Sbr. einnig bókanir nefndarinnar á 202., 215. og 216. fundi.%0DNefndin samþykkir að við deiliskipulagsgerð svæðisins verði fjarlægð lóða frá Köldukvísl ekki minni en 100 metrar. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að byggingarreitur verði færður fjær lóðamörkum á þeim lóðum sem liggja næst Köldukvísl og almennt verði amk. þriggja metra gróðurkvöð við lóðamörk.
2. Hamratangi 2, umsókn um stækkun200707019
Grenndarkynningu á tillögu að 25,9 fm viðbyggingu við Hamratanga 2 lauk þann 14. mars 2008. Engin athugasemd hefur borist.
Grenndarkynningu á tillögu að 25,9 fm viðbyggingu við Hamratanga 2 lauk þann 14. mars 2008. Engin athugasemd hefur borist.%0DNefndin samþykkir erindið fyrir sitt leiti og felur byggingafulltrúa að annast endanlega afgreiðslu málsins þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
3. Miðdalsland norðan Selvatns, deiliskipulag 5 frístundalóða200708097
Í framhaldi af bókun á 223. fundi er lagður fram endurskoðaður tillöguuppdráttur Hildigunnar Haraldsdóttur arkitekts, dags. br. 13. mars 2008, af landi Gunnlaugar Eggertsdóttur, þar sem m.a. frístundalóðum hefur verið fjölgað frá upphaflegri tillögu úr 5 í 6. Sjá einnig bókun á 223. fundi.
Í framhaldi af bókun á 223. fundi er lagður fram endurskoðaður tillöguuppdráttur Hildigunnar Haraldsdóttur arkitekts, dags. br. 13. mars 2008, af landi Gunnlaugar Eggertsdóttur, þar sem m.a. frístundalóðum hefur verið fjölgað frá upphaflegri tillögu úr 5 í 6. Sjá einnig bókun á 223. fundi.%0DNefndin leggur til að tillagan verði samþykkt skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga og skipulagsfulltrúa falið að annast gildistökuferlið.
4. Tungumelar, umsókn um lagersvæði í námugryfju.200801196
Lagður fram nýr uppdráttur með erindi Ásgeirs Loftssonar f.h. Ístaks hf., sem óskaði þann 17. janúar 2008 eftir heimild til að nýta hluta af námu á Tungumelum sem lagersvæði fyrir búnað og tæki. Á 220 fundi óskaði nefndin eftir nánari gögnum.
Lagður fram nýr uppdráttur með erindi Ásgeirs Loftssonar f.h. Ístaks hf., sem óskaði þann 17. janúar 2008 eftir heimild til að nýta hluta af námu á Tungumelum sem lagersvæði fyrir búnað og tæki. Á 220 fundi óskaði nefndin eftir nánari gögnum.%0DNefndin felur embættismönnum að ræða við fulltrúa Mótó-Mos og Ístaks um frágang svæðisins.
5. Litlikriki 1, byggingarleyfi200609138
Í framhaldi af bókun á 221. fundi, þar sem því var hafnað að húsið yrði óstallað, eru lagðar fram nýjar teikningar og myndir ásamt greinargerð Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts f.h. Arkþings ehf. Fulltrúar Atafls og Arkþings koma á fundinn kl. 8. og kynna erindið.
Í framhaldi af bókun á 221. fundi, þar sem því var hafnað að húsið yrði óstallað, eru lagðar fram nýjar teikningar og myndir ásamt greinargerð Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts f.h. Arkþings ehf. Á fundinn mættu Einar Waldorf fh. Atafls og Sigurður Hallgrímsson fh. Arkþings og kynntu erindið.%0DNefndin fellst á framkomna tillögu og felur byggingafulltrúa afgreiðslu þess þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
6. Suðurreykir, lnr. 123794, ósk um br. á deiliskipulagi.200802244
Bjarni A. Jónsson og Margrét Atladóttir óskuðu þann 28. febrúar 2008 eftir því að leyfð hámarksstærð bygginga á lóðinni verði aukin. Lagðar fram nánari teikningar af fyrirhuguðum byggingum. Á 224. fundi var erindið rætt en afgreiðslu frestað.
Bjarni A. Jónsson og Margrét Atladóttir óskuðu þann 28. febrúar 2008 eftir því að leyfð hámarksstærð bygginga á lóðinni verði aukin. Lagðar fram nánari teikningar af fyrirhuguðum byggingum. Á 224. fundi var erindið rætt en afgreiðslu frestað.%0DNefndin frestar afgreiðslu málsins og felur embættismönnum að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum.
7. Bjargartangi 3, umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við bílskúr200802183
Örnólfur Björgvinsson sækir þann 22. febrúar 2008 um leyfi til að byggja viðbyggingu við bílskúr til að nota sem geymslu.
Örnólfur Björgvinsson sækir þann 22. febrúar 2008 um leyfi til að byggja viðbyggingu við bílskúr til að nota sem geymslu.%0DNefndin samþykkir að grenndarkynna erindið.
8. Markalækur við Helgadalsveg, fyrirspurn um byggingu einbýlishúss200803066
Kolbrún Björgvinsdóttir og Arnar Þór Árnason spyrjast þann 6. mars 2008 fyrir um afstöðu nefndarinnar til þess að núverandi sumarbústaður á lóðinni verði fjarlægður og 2-300 fm einbýlishús byggt í hans stað.
Kolbrún Björgvinsdóttir og Arnar Þór Árnason spyrjast þann 6. mars 2008 fyrir um afstöðu nefndarinnar til þess að núverandi sumarbústaður á lóðinni verði fjarlægður og 2-300 fm einbýlishús byggt í hans stað.%0DNefndin frestar erindinu og felur embættismönnum að afla frekari gagna.
9. Bjargartangi 2 umsókn um byggingarleyfi v/sólskála200803072
Gísli Gunnarsson sækir þann 10. mars 2008 f.h. Karls E. Loftssonar um leyfi til að byggja 27 fm sólskála yfir verönd við vesturhlið hússins skv. meðf. teikningum.
Gísli Gunnarsson sækir þann 10. mars 2008 f.h. Karls E. Loftssonar um leyfi til að byggja 27 fm sólskála yfir verönd við vesturhlið hússins nr. 2 við Bjargartanga skv. meðf. teikningum.%0DNefndin samþykkir að grenndarkynna erindið.
Fundargerðir til kynningar
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 150200803012F
Lögð fram til kynningar fundargerð 150. afgreiðslufundar byggingafulltrúa.