Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. desember 2006 kl. 07:00,
bæjarráðssalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Breikk­un Suð­ur­lands­veg­ar frá Hvera­gerði að Hafra­vatns­vegi200611136

      Vegagerðin óskar eftir athugasemdum og ábendingum vegna fyrirhugaðrar breikkunar Suðurlandsvegar í 2+1 veg, frá gatnamótum við Þorlákshafnarveg að Hafravatnsvegi. Frestað á 185. og 186. fundi.%0D(sjá aður útsendan útdrátt úr skýrslu, skýrslan öll er á netslóðinni http://www.alta.is/pdf/sudurlandsvegur.pdf)

      Vega­gerð­in ósk­ar eft­ir at­huga­semd­um og ábend­ing­um vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breikk­un­ar Suð­ur­lands­veg­ar í 2+1 veg, frá gatna­mót­um við Þor­láks­hafn­ar­veg að Hafra­vatns­vegi. Frestað á 185. og 186. fundi.%0DNefnd­in vís­ar til álykt­un­ar bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar 13. des­em­ber 2006 um um­ferðarör­yggi á Vest­ur­lands­vegi.

      • 2. Er­indi Sam­taka um betri byggð v. þjóð­vegi í ná­grenni höf­uð­borg­ar­svæðs­ins200611169

        Samtökin hvetja sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu til að vinna að því að allir þjóðvegir á svæðinu verði fullgerðir fyrir 2012 sem 2+2 eða 2+1 stofnbrautir. Vísað til nefndarinnar af bæjarráði til kynningar 30.11.2006. Frestað á 185. og 186. fundi.

        Sam­tökin hvetja sveit­ar­stjórn­ir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að vinna að því að all­ir þjóð­veg­ir á svæð­inu verði full­gerð­ir fyr­ir 2012 sem 2+2 eða 2+1 stofn­braut­ir. Vísað til nefnd­ar­inn­ar af bæj­ar­ráði til kynn­ing­ar 30.11.2006. Frestað á 185. og 186. fundi.%0DNefnd­in vís­ar til álykt­un­ar bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar 13. des­em­ber 2006 um um­ferðarör­yggi á Vest­ur­lands­vegi.

        • 3. Er­indi Ís­fugls ehf varð­andi land­nýt­ingu og breyt­ingu á að­al­skipu­lagi í Þor­móðs­dal.200611083

          Helga Lára Hólm f.h. Ísfugls ehf. og Útungunar ehf. óskar með bréfi dags. 14. nóvember 2006 eftir því að heimilað verði að setja á fót kjúklingastofneldi á 6 ha. svæði í Þormóðsdal, sem er utan landbúnaðarsvæðis skv. aðalskipulagi. Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 16.11.2006. Frestað á 185. og 186. fundi.%0D(Meðf. er hluti aðalskipulagsuppdráttar, til viðbótar við áður útsend gögn)

          Helga Lára Hólm f.h. Ís­fugls ehf. og Útung­un­ar ehf. ósk­ar með bréfi dags. 14. nóv­em­ber 2006 eft­ir því að heim­ilað verði að setja á fót kjúk­linga­stof­neldi á 6 ha. svæði í Þor­móðs­dal, sem er utan land­bún­að­ar­svæð­is skv. að­al­skipu­lagi. Vísað til nefnd­ar­inn­ar til um­sagn­ar af bæj­ar­ráði 16.11.2006. Frestað á 185. og 186. fundi. %0DNefnd­in fel­ur um­hverf­is­deild að vinna að mál­inu og afla upp­lýs­inga í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

          • 4. Stórikriki 58, um­sókn um breyt­ingu á skipu­lagi lóð­ar200609042

            Grenndarkynningu lauk 8. desember. Ein athugasemd barst, frá Þórði Ámundasyni, dags. 22. október 2006.%0DFrestað á 186. fundi.

            Grennd­arkynn­ingu á til­lögu að breyt­ingu á skipu­lags­skil­mál­um fyr­ir lóð­ina lauk 8. des­em­ber. Ein at­huga­semd barst, frá Þórði Ámunda­syni, dags. 22. októ­ber 2006. Frestað á 186. fundi.%0DNefnd­in bend­ir á að for­dæmi eru fyr­ir því í skipu­lagi hverf­is­ins að gera ráð fyr­ir auka­í­búð­um í ein­býl­is­hús­um þar sem að­stæð­ur leyfa. Nefnd­in tel­ur að að­stæð­ur á lóð nr. 58 leyfi að þar verði auka­í­búð og legg­ur því til að til­lag­an verði sam­þykkt.

            • 5. Fyr­ir­spurn um gróð­ur­hús og geymslu­skúr á frí­stundalóð við Heytjörn, landnr. 125365200611042

              Erindi dags. 30. nóvember 2006 frá Hans Kristjáni Guðmundssyni f.h. Bjálkahúsa ehf. þar sem spurst er fyrir um það hvort leyft yrði að byggja minna gróðurhús en 70 m2 á frístundalóð við Heytjörn, landnr. 125365 og þá hversu stórt, en umsókn um 70 m2 gróðurhús var hafnað á 184. fundi. Frestað á 186. fundi.

              Er­indi dags. 30. nóv­em­ber 2006 frá Hans Kristjáni Guð­munds­syni f.h. Bjálka­húsa ehf. þar sem spurst er fyr­ir um það hvort leyft yrði að byggja minna gróð­ur­hús en 70 m2 á frí­stundalóð við Heytjörn, landnr. 125365 og þá hversu stórt, en um­sókn um 70 m2 gróð­ur­hús var hafn­að á 184. fundi. Frestað á 186. fundi.%0DNefnd­in leggst ekki gegn því að reist verði um 25 fer­metra gróð­ur­hús á lóð­inni, í sam­ræmi við önn­ur slík hús á frí­stunda­lóð­um.

              • 6. Leir­vogstunga, breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi des. 06200612145

                Teiknistofa Arkitekta óskar með bréfi dags. 14. desember 2006 f.h. Leirvogstungu ehf. eftir því að skipulagsnefnd taki til afgreiðslu meðf. tillögu að breytingum á deiliskipulagi Leirvogstungu.

                Teikni­stofa Arki­tekta ósk­ar með bréfi dags. 14. des­em­ber 2006 f.h. Leir­vogstungu ehf. eft­ir því að skipu­lags­nefnd taki til af­greiðslu meðf. til­lögu að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi Leir­vogstungu.%0DNefnd­in legg­ur til að til­lag­an verði aug­lýst til kynn­ing­ar skv. 1. mgr. 26. gr.s/b-laga.

                • 7. Reykja­mel­ur 19, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir garð­áhalda­hús200609178

                  Grenndarkynningu lauk 11. desember, athugasemdir bárust annarsvegar frá Jóhannesi Eyfjörð og Kristínu Maríu Ingólfsdóttur, Reykjamel 17 og hinsvegar frá 12 íbúum húsa nr. 8, 9, 11, 13, 15 og 18 við Reykjamel.

                  Grennd­arkynn­ingu lauk 11. des­em­ber, at­huga­semd­ir bár­ust ann­ar­s­veg­ar frá Jó­hann­esi Eyfjörð og Krist­ínu Maríu Ing­ólfs­dótt­ur, Reykja­mel 17 og hins­veg­ar frá 12 íbú­um húsa nr. 8, 9, 11, 13, 15 og 18 við Reykja­mel.%0DNefnd­in fellst ekki á stað­setn­ingu og stærð garðskúrs né held­ur girð­ingu á lóð­ar­mörk­um eins og hún er sýnd á teikn­ing­um. Bygg­ing­ar­full­trúa er fal­ið að sjá til þess að óleyf­is­mann­virki á lóð­inni verði fjar­lægð.

                  • 8. Mót­mæli v. frá­gangs á lóð­ar­mörk­um Reykja­mels 17 og 19200612115

                    Erindi dags. 7. desember 2006 þar sem Jóhannes Eyfjörð og Kristín María Ingólfsdóttir, Reykjamel 17, gera athugasemdir við breytingar á gróðri og frágangi á lóðarmörkum, sem eigendur húss nr. 19 hafi gert einhliða og í andstöðu við þau. Óskað er eftir því að byggingaryfirvöld aðhafist í málinu og sjái til þess að limgerði á lóðarmörkum verði komið aftur í fyrra horf.

                    Er­indi dags. 7. des­em­ber 2006 þar sem Jó­hann­es Eyfjörð og Kristín María Ing­ólfs­dótt­ir, Reykja­mel 17, gera at­huga­semd­ir við breyt­ing­ar á gróðri og frá­gangi á lóð­ar­mörk­um, sem eig­end­ur húss nr. 19 hafi gert ein­hliða og í and­stöðu við þau. Óskað er eft­ir því að bygg­ing­ar­yf­ir­völd að­haf­ist í mál­inu og sjái til þess að lim­gerði á lóð­ar­mörk­um verði kom­ið aft­ur í fyrra horf.%0DNefnd­in bend­ir máls­að­il­um á að í 68. gr. bygg­ing­ar­reglu­gerð­ar er kveð­ið á um gróð­ur og frá­g­ang á lóð­ar­mörk­um.

                    • 9. Er­indi SSH v. er­indi Lands­sam­taka hjól­reiða­manna200612055

                      Samtökin hvetja í bréfi dags. 7. desember 2006 til þess að gert verði ráð fyrir hjólreiðabrautum í endurskoðuðum vegalögum.

                      Sam­tökin hvetja í bréfi dags. 7. des­em­ber 2006 SSH til að knýja á um að sam­göngu­ráðu­neyt­ið móti í sam­ráði við sveit­ar­fé­lög og hags­muna­að­ila verklags­regl­ur um gerð hjól­reiða­brauta.%0D%0DNefnd­in er já­kvæð gagn­vart til­mæl­um Lands­sam­taka hjól­reiða­manna og vís­ar um­fjöllun um hjól­reiða­braut­ir að öðru leyti til end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags.

                      • 10. Litlikriki 15 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi200606111

                        Lagðar fram breyttar teikningar í framhaldi af bókun nefndarinnar á 184. fundi.

                        Lagð­ar fram breytt­ar teikn­ing­ar í fram­haldi af bók­un nefnd­ar­inn­ar á 184. fundi.%0DBygg­ing­ar­full­trúa er fal­ið að af­greiða er­ind­ið.

                        • 11. Stórikriki 56, beiðni um breyt­ingu á deili­skipu­lagi200612146

                          Bergþór Ingvar Björgvinsson og Kristín Berg Bergvinsdóttir sækja með bréfi dags. 12. desember um að mega gera 60 m2 aukaíbúð í kjallara hússins og að hækka gólfkóta þess um 18 cm.

                          Berg­þór Ingvar Björg­vins­son og Kristín Berg Berg­vins­dótt­ir sækja með bréfi dags. 12. des­em­ber um að mega gera 60 m2 auka­í­búð í kjall­ara húss­ins og að hækka gólf­kóta þess um 18 cm.%0DNefnd­in fel­ur um­hverf­is­deild að grennd­arkynna er­ind­ið.

                          • 12. Reykja­flöt, Mos­fells­dal, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir bíl­skúr200612125

                            Samúel Hreggviðsson f.h. Harðar Bjarmars Níelssonar sækir 4.12.2006 um leyfi til að byggja bílskúr við lóðarmörk milli Reykjaflatar og Brautar, sambyggðan við áformaðan bílskúr handan lóðarmarkanna. Ekki er gert ráð fyrir byggingum á þessum stað í deiliskipulagi.

                            Samú­el Hreggviðs­son f.h. Harð­ar Bjarmars Ní­els­son­ar sæk­ir 4.12.2006 um leyfi til að byggja bíl­skúr við lóð­ar­mörk milli Reykja­flat­ar og Braut­ar, sam­byggð­an við áform­að­an bíl­skúr hand­an lóð­ar­mark­anna. Ekki er gert ráð fyr­ir bygg­ing­um á þess­um stað í deili­skipu­lagi.%0DUm­hverf­is­deild er fal­ið að ræða við um­sækj­anda.

                            • 13. Braut, Mos­fells­dal, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir bíl­skúr200612126

                              Samúel Hreggviðsson f.h. Herdísar Þórisdóttur sækir 4.12.2006 um leyfi til að byggja bílskúr við lóðarmörk milli Reykjaflatar og Brautar, sambyggðan við áformaðan bílskúr handan lóðarmarkanna. Ekki er gert ráð fyrir byggingum á þessum stað í deiliskipulagi.

                              Samú­el Hreggviðs­son f.h. Her­dís­ar Þór­is­dótt­ur sæk­ir 4.12.2006 um leyfi til að byggja bíl­skúr við lóð­ar­mörk milli Reykja­flat­ar og Braut­ar, sam­byggð­an við áform­að­an bíl­skúr hand­an lóð­ar­mark­anna. Ekki er gert ráð fyr­ir bygg­ing­um á þess­um stað í deili­skipu­lagi.%0DUm­hverf­is­deild er fal­ið að ræða við um­sækj­anda.

                              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.