19. desember 2006 kl. 07:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Breikkun Suðurlandsvegar frá Hveragerði að Hafravatnsvegi200611136
Vegagerðin óskar eftir athugasemdum og ábendingum vegna fyrirhugaðrar breikkunar Suðurlandsvegar í 2+1 veg, frá gatnamótum við Þorlákshafnarveg að Hafravatnsvegi. Frestað á 185. og 186. fundi.%0D(sjá aður útsendan útdrátt úr skýrslu, skýrslan öll er á netslóðinni http://www.alta.is/pdf/sudurlandsvegur.pdf)
Vegagerðin óskar eftir athugasemdum og ábendingum vegna fyrirhugaðrar breikkunar Suðurlandsvegar í 2+1 veg, frá gatnamótum við Þorlákshafnarveg að Hafravatnsvegi. Frestað á 185. og 186. fundi.%0DNefndin vísar til ályktunar bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 13. desember 2006 um umferðaröryggi á Vesturlandsvegi.
2. Erindi Samtaka um betri byggð v. þjóðvegi í nágrenni höfuðborgarsvæðsins200611169
Samtökin hvetja sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu til að vinna að því að allir þjóðvegir á svæðinu verði fullgerðir fyrir 2012 sem 2+2 eða 2+1 stofnbrautir. Vísað til nefndarinnar af bæjarráði til kynningar 30.11.2006. Frestað á 185. og 186. fundi.
Samtökin hvetja sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu til að vinna að því að allir þjóðvegir á svæðinu verði fullgerðir fyrir 2012 sem 2+2 eða 2+1 stofnbrautir. Vísað til nefndarinnar af bæjarráði til kynningar 30.11.2006. Frestað á 185. og 186. fundi.%0DNefndin vísar til ályktunar bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 13. desember 2006 um umferðaröryggi á Vesturlandsvegi.
3. Erindi Ísfugls ehf varðandi landnýtingu og breytingu á aðalskipulagi í Þormóðsdal.200611083
Helga Lára Hólm f.h. Ísfugls ehf. og Útungunar ehf. óskar með bréfi dags. 14. nóvember 2006 eftir því að heimilað verði að setja á fót kjúklingastofneldi á 6 ha. svæði í Þormóðsdal, sem er utan landbúnaðarsvæðis skv. aðalskipulagi. Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 16.11.2006. Frestað á 185. og 186. fundi.%0D(Meðf. er hluti aðalskipulagsuppdráttar, til viðbótar við áður útsend gögn)
Helga Lára Hólm f.h. Ísfugls ehf. og Útungunar ehf. óskar með bréfi dags. 14. nóvember 2006 eftir því að heimilað verði að setja á fót kjúklingastofneldi á 6 ha. svæði í Þormóðsdal, sem er utan landbúnaðarsvæðis skv. aðalskipulagi. Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 16.11.2006. Frestað á 185. og 186. fundi. %0DNefndin felur umhverfisdeild að vinna að málinu og afla upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum.
4. Stórikriki 58, umsókn um breytingu á skipulagi lóðar200609042
Grenndarkynningu lauk 8. desember. Ein athugasemd barst, frá Þórði Ámundasyni, dags. 22. október 2006.%0DFrestað á 186. fundi.
Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á skipulagsskilmálum fyrir lóðina lauk 8. desember. Ein athugasemd barst, frá Þórði Ámundasyni, dags. 22. október 2006. Frestað á 186. fundi.%0DNefndin bendir á að fordæmi eru fyrir því í skipulagi hverfisins að gera ráð fyrir aukaíbúðum í einbýlishúsum þar sem aðstæður leyfa. Nefndin telur að aðstæður á lóð nr. 58 leyfi að þar verði aukaíbúð og leggur því til að tillagan verði samþykkt.
5. Fyrirspurn um gróðurhús og geymsluskúr á frístundalóð við Heytjörn, landnr. 125365200611042
Erindi dags. 30. nóvember 2006 frá Hans Kristjáni Guðmundssyni f.h. Bjálkahúsa ehf. þar sem spurst er fyrir um það hvort leyft yrði að byggja minna gróðurhús en 70 m2 á frístundalóð við Heytjörn, landnr. 125365 og þá hversu stórt, en umsókn um 70 m2 gróðurhús var hafnað á 184. fundi. Frestað á 186. fundi.
Erindi dags. 30. nóvember 2006 frá Hans Kristjáni Guðmundssyni f.h. Bjálkahúsa ehf. þar sem spurst er fyrir um það hvort leyft yrði að byggja minna gróðurhús en 70 m2 á frístundalóð við Heytjörn, landnr. 125365 og þá hversu stórt, en umsókn um 70 m2 gróðurhús var hafnað á 184. fundi. Frestað á 186. fundi.%0DNefndin leggst ekki gegn því að reist verði um 25 fermetra gróðurhús á lóðinni, í samræmi við önnur slík hús á frístundalóðum.
6. Leirvogstunga, breytingar á deiliskipulagi des. 06200612145
Teiknistofa Arkitekta óskar með bréfi dags. 14. desember 2006 f.h. Leirvogstungu ehf. eftir því að skipulagsnefnd taki til afgreiðslu meðf. tillögu að breytingum á deiliskipulagi Leirvogstungu.
Teiknistofa Arkitekta óskar með bréfi dags. 14. desember 2006 f.h. Leirvogstungu ehf. eftir því að skipulagsnefnd taki til afgreiðslu meðf. tillögu að breytingum á deiliskipulagi Leirvogstungu.%0DNefndin leggur til að tillagan verði auglýst til kynningar skv. 1. mgr. 26. gr.s/b-laga.
7. Reykjamelur 19, umsókn um byggingarleyfi fyrir garðáhaldahús200609178
Grenndarkynningu lauk 11. desember, athugasemdir bárust annarsvegar frá Jóhannesi Eyfjörð og Kristínu Maríu Ingólfsdóttur, Reykjamel 17 og hinsvegar frá 12 íbúum húsa nr. 8, 9, 11, 13, 15 og 18 við Reykjamel.
Grenndarkynningu lauk 11. desember, athugasemdir bárust annarsvegar frá Jóhannesi Eyfjörð og Kristínu Maríu Ingólfsdóttur, Reykjamel 17 og hinsvegar frá 12 íbúum húsa nr. 8, 9, 11, 13, 15 og 18 við Reykjamel.%0DNefndin fellst ekki á staðsetningu og stærð garðskúrs né heldur girðingu á lóðarmörkum eins og hún er sýnd á teikningum. Byggingarfulltrúa er falið að sjá til þess að óleyfismannvirki á lóðinni verði fjarlægð.
8. Mótmæli v. frágangs á lóðarmörkum Reykjamels 17 og 19200612115
Erindi dags. 7. desember 2006 þar sem Jóhannes Eyfjörð og Kristín María Ingólfsdóttir, Reykjamel 17, gera athugasemdir við breytingar á gróðri og frágangi á lóðarmörkum, sem eigendur húss nr. 19 hafi gert einhliða og í andstöðu við þau. Óskað er eftir því að byggingaryfirvöld aðhafist í málinu og sjái til þess að limgerði á lóðarmörkum verði komið aftur í fyrra horf.
Erindi dags. 7. desember 2006 þar sem Jóhannes Eyfjörð og Kristín María Ingólfsdóttir, Reykjamel 17, gera athugasemdir við breytingar á gróðri og frágangi á lóðarmörkum, sem eigendur húss nr. 19 hafi gert einhliða og í andstöðu við þau. Óskað er eftir því að byggingaryfirvöld aðhafist í málinu og sjái til þess að limgerði á lóðarmörkum verði komið aftur í fyrra horf.%0DNefndin bendir málsaðilum á að í 68. gr. byggingarreglugerðar er kveðið á um gróður og frágang á lóðarmörkum.
9. Erindi SSH v. erindi Landssamtaka hjólreiðamanna200612055
Samtökin hvetja í bréfi dags. 7. desember 2006 til þess að gert verði ráð fyrir hjólreiðabrautum í endurskoðuðum vegalögum.
Samtökin hvetja í bréfi dags. 7. desember 2006 SSH til að knýja á um að samgönguráðuneytið móti í samráði við sveitarfélög og hagsmunaaðila verklagsreglur um gerð hjólreiðabrauta.%0D%0DNefndin er jákvæð gagnvart tilmælum Landssamtaka hjólreiðamanna og vísar umfjöllun um hjólreiðabrautir að öðru leyti til endurskoðunar aðalskipulags.
10. Litlikriki 15 - Umsókn um byggingarleyfi200606111
Lagðar fram breyttar teikningar í framhaldi af bókun nefndarinnar á 184. fundi.
Lagðar fram breyttar teikningar í framhaldi af bókun nefndarinnar á 184. fundi.%0DByggingarfulltrúa er falið að afgreiða erindið.
11. Stórikriki 56, beiðni um breytingu á deiliskipulagi200612146
Bergþór Ingvar Björgvinsson og Kristín Berg Bergvinsdóttir sækja með bréfi dags. 12. desember um að mega gera 60 m2 aukaíbúð í kjallara hússins og að hækka gólfkóta þess um 18 cm.
Bergþór Ingvar Björgvinsson og Kristín Berg Bergvinsdóttir sækja með bréfi dags. 12. desember um að mega gera 60 m2 aukaíbúð í kjallara hússins og að hækka gólfkóta þess um 18 cm.%0DNefndin felur umhverfisdeild að grenndarkynna erindið.
12. Reykjaflöt, Mosfellsdal, umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr200612125
Samúel Hreggviðsson f.h. Harðar Bjarmars Níelssonar sækir 4.12.2006 um leyfi til að byggja bílskúr við lóðarmörk milli Reykjaflatar og Brautar, sambyggðan við áformaðan bílskúr handan lóðarmarkanna. Ekki er gert ráð fyrir byggingum á þessum stað í deiliskipulagi.
Samúel Hreggviðsson f.h. Harðar Bjarmars Níelssonar sækir 4.12.2006 um leyfi til að byggja bílskúr við lóðarmörk milli Reykjaflatar og Brautar, sambyggðan við áformaðan bílskúr handan lóðarmarkanna. Ekki er gert ráð fyrir byggingum á þessum stað í deiliskipulagi.%0DUmhverfisdeild er falið að ræða við umsækjanda.
13. Braut, Mosfellsdal, umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr200612126
Samúel Hreggviðsson f.h. Herdísar Þórisdóttur sækir 4.12.2006 um leyfi til að byggja bílskúr við lóðarmörk milli Reykjaflatar og Brautar, sambyggðan við áformaðan bílskúr handan lóðarmarkanna. Ekki er gert ráð fyrir byggingum á þessum stað í deiliskipulagi.
Samúel Hreggviðsson f.h. Herdísar Þórisdóttur sækir 4.12.2006 um leyfi til að byggja bílskúr við lóðarmörk milli Reykjaflatar og Brautar, sambyggðan við áformaðan bílskúr handan lóðarmarkanna. Ekki er gert ráð fyrir byggingum á þessum stað í deiliskipulagi.%0DUmhverfisdeild er falið að ræða við umsækjanda.