8. september 2021 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Gerður Pálsdóttir (GP) áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Sveinbjörg Davíðsdóttir (SD) áheyrnarfulltrúi
- Helga Georgsdóttir (HG) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skólaþjónusta 2020-2021202109076
Lögð fram skýrsla um skólaþjónustu við leik- og grunnskóla skólaárið 2020-21
Fræðslunefnd þakkar greinagóðar upplýsingar frá skólaþjónustunni. Þá fagnar fræðslunefnd því að aukning hefur orðið í þjónustu talmeinafræðinga við skólaþjónustu Mosfellsbæjar.
Gestir
- Ragnheiður Axelsdóttir, verkefnastjóri skólaþjónustu Mosfellsbæjar
2. UT mál grunnskóla 2020-2021202012068
Kynning á kennsluefni í upplýsinga- og tæknimálum í grunnskólum
Kynning á námskeiði fyrir grunnskólakennara í Mosfellsbæ um notkun kennsluforrits sem auðveldar samskipti kennara og nemenda um verkefnaskil. Námskeið þetta er liður í þróun UT mála í skólum bæjarins.
Gestir
- Jóhanna Magnúsdóttir verkefnastjóri grunnskólamála
3. Úthlutun úr Endumenntunarsjóði grunnskóla 20212021041676
Styrkur vegna endurmenntunar grunnskólakennara.
Kynning á styrkjum úr Endurmenntunarsjóð grunnskólakennara.
Gestir
- Jóhanna Magnúsdóttir verkefnastjóri grunnskólamála
4. Fræðsludagur leik- og grunnskóla 2021202109080
Kynning á fyrirhuguðum fræðsludegi leik- og grunnskóla 24. september
Dagskrá fræðsludags er áhugaverð og ánægjulegt að sjá sameiginlegan endurmenntunardag þvert á starfsstaði. Fræðslunefnd óskar starfsfólki góðs gengis og góðrar skemmtunar á fræðsludeginum.
Gestir
- Jóhanna Magnúsdóttir verkefnastjóri grunnskólamála og Ragnheiður Axelsdóttir verkefnastjóri skólaþjónustu
5. Skóladagatöl 2021-2022202102094
Lagt fram til samþykktar
Skóladagatal Kvíslarskóla lagt fram og staðfest.
6. Innra mat á leikskólastarfi - þróunarverkefni 2021-22202109090
Kynning á nýju samstarfs- og þróunarverkefni leikskóla Mosfellsbæjar, Garðabæjar og Hafnafjarðar og Menntavísindasviðs HÍ
Kynning á þróunarverkefni um gæði leikskólastarfs og framkvæmd innra mats í leikskólum Mosfellsbæjar sem er að hefjast. Um er að ræða samstarfsverkefni Menntavísindasviðs HÍ við leikskóla í þremur bæjarfélögum. Markmið þessa verkefnis er þróa og efla innra mat á leikskólastarfi með þátttöku starfsmanna, barna og foreldra.