20. mars 2007 kl. 08:00,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samnningur Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar vegna þátttöku fyrir eina konu í Kvennasmiðju 10200703092
Fjölskyldunefnd mælir með því við bæjarráð að gengið verði til samninga við Reykjavíkurborg um þátttöku eins einstaklings úr Mosfellsbæ í Kvennasmiðjunni á grundvelli framlagðra gagna.
2. Erindi Auðar Sigurðardóttur varðandi hjálparhund fyrir fatlaðan dreng200701045
Frestað.
3. Sérstakar húsaleigubætur200702163
Frestað.
4. Flýtifyrirspurn frá Barnverndarstofu varðandi búsetuúrræði fyrir börn200703005
Lagt fram.
5. Kynbundið ofbeldi, málþing200703106
Fjölskyldunefnd felur forstöðumanni fjölskyldusviðs að vinna að undirbúningi málþings um kynbundið ofbeldi 12. apríl 2007 í samræmi við framlagt minnisblað.
6. Kynning og framtíðarsýn handverkstæðisins Ásgarðs200703103
Heimir Þór Tryggvason forstöðumaður Handverkstæðisins Ásgarðs mætir á fundinn vegna umræðu um þennan lið. Skýrsla dags. 19. mars. 2007 um handverkstæðið var send fundarmönnum í tölvupósti fyrir fundinn. Á fundinum lagði forstöðumaður fram samantekt um framtíðar hugmyndir handverkstæðisins og gerði grein fyrir þeim. Fram kom í máli forstöðumannsins að til þess að framtíðarhugmyndirnar geti orðið að raunveruleika þarf handverkstæðið aukið rými t.d. fyrir silfur og koparsmíði.
Fundargerðir til staðfestingar
8. Trúnaðarmálafundur - 450200703005F
Samþykkt.
9. Trúnaðarmálafundur - 451200703011F
Samþykkt.