13. mars 2007 kl. 07:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen bæjarverkfræðingur
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Iðnaðarsvæði við Desjamýri, endurskoðun deiliskipulags200611212
Lagður verður fram og kynntur nýr tillöguuppdráttur frá Kanon arkitektum, dags. 5.3.2007. Var frestað á 193. fundi.
Til máls tóku: JS, MM, BH, ÓG, HS, ÁÞ og JBH.%0DSamþykkt að auglýsa fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.%0D%0D
2. Umsókn um leyfi fyrir moldartipp norðan undir Helgafelli200701185
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 192. fundi.%0DFrestað á 193. fundi. Lögð fram umsögn Yngva Þórs Loftssonar landslagsarkitekts og bókun umhverfisnefndar frá 2. mars 2007.
Til máls tóku: HS, JS, ÓG, MM og JBH.%0DUmhverfisdeild falið að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.%0D%0D
3. Mosfellsdalur, kostnaðaráætlun fyrir gatnagerð200703011
Lögð verður fram og kynnt skýrsla Reynis Elíeserssonar hjá VGK-hönnun, sbr. bókanir á 185. fundi.%0DVar frestað á 193. fundi.
Á fundinn mætti Reynir Elíesersson og gerði grein fyrir úttekt VGK-Hönnunar á kostnaði við uppbyggingu í Mosfellsdal.%0DTil máls tóku: RE, HS, ÁÞ, ÓG, JS, BS, JBH, MM%0DÁfram verði unnið í málinu í samræmi við umræður á fundinum.%0D%0D
4. Sveinseyri, umsókn um endurbætur og lagfæringar á húsum200702141
Sigurður G. Tómasson og Steinunn Bergsteinsdóttir sækja með bréfi dags. 22. febrúar um leyfi til endurbóta og lagfæringa á húsum á Sveinseyri skv. meðf. uppdráttum.%0DVar frestað á 193. fundi.
Til máls tóku: ÁÞ, HS, JS, ÓG, BS og MM.%0DNefndin er jákvæð fyrir erindinu og felur byggingarfulltrúa afgreiðslu málsins þegar fyrir liggja endanleg gögn.%0D%0D
5. Kvíslartunga 90-94, ósk um breytingu á deiliskipulagi.200702022
Einar V. Tryggvason arkitekt sækir þann 1. febrúar 2007 f.h. RB húsa ehf. um breytingu á deiliskipulagi lóðanna Kvíslartungu 90, 92 og 94 skv. meðf. tillöguuppdráttum. Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 192. fundi, og lögð fram umsögn skipulagshöfunda um málið.
Til máls tóku: ÁÞ, HS, BS og JS. %0DNefndin er jákvæð fyrir breytingu á byggingarreitum í samræmi við fyrirliggjandi umsögn skipulagshöfundar á húsgerð R-IID við Kvíslartungu 68-130 en neikvæð fyrir stækkun lóða. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa breytingu á deiliskipulagi.%0D%0D
6. Kvíslartunga 118, umsókn um stækkun á byggingarreit200702006
Kjartan Jón Bjarnason sækir með bréfi dags. 1. febrúar 2007 um stækkun á byggingarreit skv. meðf. uppdráttum Arnar Sigurðssonar arkitekts. Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 192. fundi, og lögð fram umsögn skipulagshöfunda.
Til máls tóku: ÁÞ, HS, BS og MM. %0DSamþykkt að heimila umsækjanda að láta vinna að breytingu á deiliskipulagi.%0D
7. Umsókn um starfsmannabúðir á Tungumelum200701289
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 192. fundi.
Til máls tóku: HS, ÁÞ, ÓG, MM, %0DUmhverfisdeild falið að vinna áfram í málinu.%0D%0D
8. Hamrabrekka Miðdalslandi - ósk um breytingu á deiliskipulagi200701250
Erindi Soffíu Völu Tryggvadóttur og Vilhjálms Ólafssonar dags. 14.02.2007 tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 193. fundi.
Frestað.
9. Bjargslundur, deiliskipulagsbreyting200612011
Grenndarkynningu á óverulegri breytingu á deiliskipulagi frá Reykjalundarvegi að Húsadal lauk þann 8. mars. Engin athugasemd barst.
Samþykkt að auglýsa fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.%0D%0D
10. Helgafellsland - deiliskipulag tengibrautar200608199
Lögð fram bréf skipulagsfulltrúa til Skipulagsstofnunar dags. 21. febrúar og svar stofnunarinnar dags. 5. mars 2007, þar sem hún kemst að þeirri niðurstöðu að deiliskipulag tengibrautar í Helgafellslandi falli undir ákvæði laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Einnig lögð fram samþykkt bæjarráðs frá 8. mars 2007 um að fela skipulags- og byggingarnefnd að láta endurskoða tillögugögn deiliskipulagsins með hliðsjón af niðurstöðu Skipulagsstofnunar, með það fyrir augum að endurskoðuð tillaga ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst til kynningar skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga og 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.
Til máls tóku: HS, %0DUmhverfisdeild falið að hefja vinnu við umhverfisskýrslu.%0D%0D