Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. mars 2007 kl. 07:00,
bæjarráðssalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Jóhanna B. Hansen bæjarverkfræðingur


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Iðn­að­ar­svæði við Desja­mýri, end­ur­skoð­un deili­skipu­lags200611212

      Lagður verður fram og kynntur nýr tillöguuppdráttur frá Kanon arkitektum, dags. 5.3.2007. Var frestað á 193. fundi.

      Til máls tóku: JS, MM, BH, ÓG, HS, ÁÞ og JBH.%0DSam­þykkt að aug­lýsa fyr­ir­liggj­andi deili­skipu­lagstil­lögu.%0D%0D

      • 2. Um­sókn um leyfi fyr­ir mold­artipp norð­an und­ir Helga­felli200701185

        Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 192. fundi.%0DFrestað á 193. fundi. Lögð fram umsögn Yngva Þórs Loftssonar landslagsarkitekts og bókun umhverfisnefndar frá 2. mars 2007.

        Til máls tóku: HS, JS, ÓG, MM og JBH.%0DUm­hverf­is­deild fal­ið að vinna áfram í mál­inu í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.%0D%0D

        • 3. Mos­fells­dal­ur, kostn­að­ar­áætlun fyr­ir gatna­gerð200703011

          Lögð verður fram og kynnt skýrsla Reynis Elíeserssonar hjá VGK-hönnun, sbr. bókanir á 185. fundi.%0DVar frestað á 193. fundi.

          Á fund­inn mætti Reyn­ir Elíesers­son og gerði grein fyr­ir út­tekt VGK-Hönn­un­ar á kostn­aði við upp­bygg­ingu í Mos­fells­dal.%0DTil máls tóku: RE, HS, ÁÞ, ÓG, JS, BS, JBH, MM%0DÁfram verði unn­ið í mál­inu í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.%0D%0D

          • 4. Sveins­eyri, um­sókn um end­ur­bæt­ur og lag­fær­ing­ar á hús­um200702141

            Sigurður G. Tómasson og Steinunn Bergsteinsdóttir sækja með bréfi dags. 22. febrúar um leyfi til endurbóta og lagfæringa á húsum á Sveinseyri skv. meðf. uppdráttum.%0DVar frestað á 193. fundi.

            Til máls tóku: ÁÞ, HS, JS, ÓG, BS og MM.%0DNefnd­in er já­kvæð fyr­ir er­ind­inu og fel­ur bygg­ing­ar­full­trúa af­greiðslu máls­ins þeg­ar fyr­ir liggja end­an­leg gögn.%0D%0D

            • 5. Kvísl­artunga 90-94, ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi.200702022

              Einar V. Tryggvason arkitekt sækir þann 1. febrúar 2007 f.h. RB húsa ehf. um breytingu á deiliskipulagi lóðanna Kvíslartungu 90, 92 og 94 skv. meðf. tillöguuppdráttum. Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 192. fundi, og lögð fram umsögn skipulagshöfunda um málið.

              Til máls tóku: ÁÞ, HS, BS og JS. %0DNefnd­in er já­kvæð fyr­ir breyt­ingu á bygg­ing­ar­reit­um í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi um­sögn skipu­lags­höf­und­ar á hús­gerð R-IID við Kvísl­artungu 68-130 en nei­kvæð fyr­ir stækk­un lóða. Skipu­lags­full­trúa fal­ið að aug­lýsa breyt­ingu á deili­skipu­lagi.%0D%0D

              • 6. Kvísl­artunga 118, um­sókn um stækk­un á bygg­ing­ar­reit200702006

                Kjartan Jón Bjarnason sækir með bréfi dags. 1. febrúar 2007 um stækkun á byggingarreit skv. meðf. uppdráttum Arnar Sigurðssonar arkitekts. Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 192. fundi, og lögð fram umsögn skipulagshöfunda.

                Til máls tóku: ÁÞ, HS, BS og MM. %0DSam­þykkt að heim­ila um­sækj­anda að láta vinna að breyt­ingu á deili­skipu­lagi.%0D

                • 7. Um­sókn um starfs­manna­búð­ir á Tungu­mel­um200701289

                  Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 192. fundi.

                  Til máls tóku: HS, ÁÞ, ÓG, MM, %0DUm­hverf­is­deild fal­ið að vinna áfram í mál­inu.%0D%0D

                  • 8. Hamra­brekka Mið­dalslandi - ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi200701250

                    Erindi Soffíu Völu Tryggvadóttur og Vilhjálms Ólafssonar dags. 14.02.2007 tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 193. fundi.

                    Frestað.

                    • 9. Bjarg­slund­ur, deili­skipu­lags­breyt­ing200612011

                      Grenndarkynningu á óverulegri breytingu á deiliskipulagi frá Reykjalundarvegi að Húsadal lauk þann 8. mars. Engin athugasemd barst.

                      Sam­þykkt að aug­lýsa fyr­ir­liggj­andi deili­skipu­lagstil­lögu.%0D%0D

                      • 10. Helga­fells­land - deili­skipu­lag tengi­braut­ar200608199

                        Lögð fram bréf skipulagsfulltrúa til Skipulagsstofnunar dags. 21. febrúar og svar stofnunarinnar dags. 5. mars 2007, þar sem hún kemst að þeirri niðurstöðu að deiliskipulag tengibrautar í Helgafellslandi falli undir ákvæði laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Einnig lögð fram samþykkt bæjarráðs frá 8. mars 2007 um að fela skipulags- og byggingarnefnd að láta endurskoða tillögugögn deiliskipulagsins með hliðsjón af niðurstöðu Skipulagsstofnunar, með það fyrir augum að endurskoðuð tillaga ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst til kynningar skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga og 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

                        Til máls tóku: HS, %0DUm­hverf­is­deild fal­ið að hefja vinnu við um­hverf­is­skýrslu.%0D%0D

                        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 8:40