29. maí 2007 kl. 07:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Iðnaðarsvæði við Desjamýri, endurskoðun deiliskipulags200611212
Athugasemdafresti v. tillögu að deiliskipulagi lauk 22. maí 2007. Ein athugasemd barst, sameiginleg frá lóðarhöfum 20 lóða við Flugumýri, sem mótmæla fyrirhugaðri lokun Flugumýrar til vesturs.
Athugasemdafresti v. tillögu að deiliskipulagi lauk 22. maí 2007. Ein athugasemd barst, sameiginleg frá lóðarhöfum 20 lóða við Flugumýri, sem mótmæla fyrirhugaðri lokun Flugumýrar til vesturs.%0DStarfsmönnum er falið að ræða við bréfritara.
2. Helgafell 5, lnr. 176777. Ósk um stækkun hússins.200702093
Grenndarkynningu á tillögu að viðbyggingu lauk 24. maí 2007. Engin athugasemd var gerð.
Grenndarkynningu á tillögu að viðbyggingu lauk 24. maí 2007. Engin athugasemd var gerð.%0DNefndin samþykkir tillöguna og felur byggingarfulltrúa að afgreiða erindið þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
3. Krikahverfi, breytingar á deiliskipulagi jan. 07200701184
Lögð verður fram endurskoðuð tillaga, með breytingum á staðsetningu biðstöðva og gönguleiða, sbr. bókun á 198. fundi.
Lögð var fram endurskoðuð tillaga, með breytingum á staðsetningu biðstöðva og gönguleiða, sbr. bókun á 198. fundi.%0DLagt fram til kynningar.
4. Hamarsteigur 9, fyrirspurn um að fjarlægja viðbyggingu og reisa nýja.200705244
Pálmar Sveinn Ólafsson og Sigríður Stephensen óska þann 24. maí eftir leyfi til að fjarlægja núverandi viðbyggingu við húsið og reisa í stað hennar aðra stærri.
Pálmar Sveinn Ólafsson og Sigríður Stephensen óska þann 24. maí eftir leyfi til að fjarlægja núverandi viðbyggingu við húsið og reisa í stað hennar aðra stærri.%0DSamþykkt í grenndarkynningu.
5. Lerkibyggð 5 (Ásbúð), fyrirspurn um deiliskipulag200705227
Kjartan Orri Geirsson óskar þann 22. maí eftir samþykki fyrir því að breyta lóðinni á skipulagi úr einbýlis- í parhúsalóð.
Kjartan Orri Geirsson óskar þann 22. maí eftir samþykki fyrir því að breyta lóðinni á skipulagi úr einbýlis- í parhúsalóð.%0DNefndin leggur til að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
6. Stórikriki 23, umsókn um byggingarleyfi200609001
Tómas H. Unnsteinsson óskar þann 17. maí 2007 að nýju eftir heimild fyrir aukaíbúð og að fá að byggja út fyrir byggingarreit. Fyrri ósk um aukaíbúð var hafnað á 199. fundi. Með erindinu fylgja nýjar tillöguteikningar.
Tómas H. Unnsteinsson óskar þann 17. maí 2007 að nýju eftir heimild fyrir aukaíbúð og að fá að byggja út fyrir byggingarreit. Fyrri ósk um aukaíbúð var hafnað á 199. fundi. Með erindinu fylgja nýjar tillöguteikningar.%0DByggingarfulltrúa falið að fara yfir málið.
7. Erindi frá Guðjóni Halldórssyni, Fitjum, um göngubrú á Leirvogsá.200511006
Lögð fram tillaga að deilskipulagi sem gerir ráð fyrir brú fyrir gangandi og ríðandi vegfarendur yfir Leirvogsá við Fitjar. Reykjavíkurborg hefur þegar auglýst skipulagið og samþykkt eftir auglýsingu, en sú málsmeðferð er ekki í samræmi við lög og reglur, þar sem Mosfellsbær var ekki þáttakandi í því ferli.
Lögð fram tillaga að deilskipulagi sem gerir ráð fyrir brú fyrir gangandi og ríðandi vegfarendur yfir Leirvogsá við Fitjar. Reykjavíkurborg hefur þegar auglýst skipulagið og samþykkt eftir auglýsingu, en sú málsmeðferð er ekki í samræmi við lög og reglur, þar sem Mosfellsbær var ekki þáttakandi í því ferli.%0DNefndin leggur til að tillagan verði auglýst að nýju til kynningar skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga af Mosfellsbæ og Reykjavíkurborg í sameiningu.
8. Markholt 2, ósk um deiliskipulag200705246
Gestur Ólafsson f.h. Ólafs Sigurðssonar óskar þann 23. maí 2007 eftir heimild til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar skv. meðf. drögum að deiliskipulagi og skilmálum, sem fela m.a. í sér lóðarstækkun um 200m2 og að reist verði á lóðinni íbúðarhús með 10 íbúðum
Gestur Ólafsson f.h. Ólafs Sigurðssonar óskar þann 23. maí 2007 eftir heimild til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar skv. meðf. drögum að deiliskipulagi og skilmálum, sem fela m.a. í sér lóðarstækkun um 200m2 og að reist verði á lóðinni íbúðarhús með 10 íbúðum.%0DNefndin er neikvæð gagnvart erindinu.
9. Kvíslartunga 40, ósk um frávik frá deiliskipulagi200705250
Tryggvi Þorsteinsson f.h. Sigurþórs Marteins Kjartanssonar óskar eftir að heimilað verði að bílgeymsla sem er að mestu niðurgrafin, fari út fyrir byggingarreit, og að heimiluð verði útkrögun svala út fyrir byggingarreit.
Tryggvi Þorsteinsson f.h. Sigurþórs Marteins Kjartanssonar óskar eftir að heimilað verði að bílgeymsla sem er að mestu niðurgrafin, fari út fyrir byggingarreit, og að heimiluð verði útkrögun svala út fyrir byggingarreit, sbr. meðf. teikningar. Einnig lögð fram umsögn skipulagsarkitekts.%0DNefndin er jákvæð fyrir erindinu, enda verði farið eftir ábendingum skipulagsarkitekts um stoðvegg og öryggishandrið.
Fundargerðir til kynningar
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 135200705018F
Lagt fram til kynningar.