Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. mars 2007 kl. 07:00,
bæjarráðssalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Ístak, um­sókn um deili­skipu­lag á Tungu­mel­um200703032

      Teitur Gústafsson f.h. Ístaks óskar þann 2. mars eftir því að nefndin samþykki að unnið verði að deiliskipulagi á Tungumelum skv. meðf. uppdrætti frá Arkitektastofunni OG, dags. 01.03.2007. Áður lagt fram til kynningar á 195. fundi. (Sjá gögn með fundarboði þess fundar.)

      Teit­ur Gúst­afs­son f.h. Ístaks ósk­ar þann 2. mars eft­ir því að nefnd­in sam­þykki að unn­ið verði að deili­skipu­lagi á Tungu­mel­um skv. meðf. upp­drætti frá Arki­tekta­stof­unni OG, dags. 01.03.2007. Áður lagt fram til kynn­ing­ar á 195. fundi.%0DStarfs­mönn­um fal­ið að ræða við um­sækj­end­ur og Vega­gerð­ina í fram­haldi af um­ræð­um á fund­in­um.

      • 2. Helga­fells­land, deili­skipu­lag 3. áfanga200608200

        Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 195. fundi. Lagðir fram breyttir tillöguuppdrættir og drög að svörum við athugasemdum.

        Tek­ið fyr­ir að nýju, sbr. bók­un á 195. fundi. Lagð­ir fram breytt­ir til­lögu­upp­drætt­ir og drög að svör­um við at­huga­semd­um.%0DNefnd­in sam­þykk­ir deili­skipu­lag­ið og fram­lögð drög að svör­um við at­huga­semd­um, þó með þeim fyr­ir­vara að skil­grein­ing­ar hús­gerða í grein­ar­gerð verði lag­færð­ar og að bætt verði inn í grein­ar­gerð­ina skýr­ing­um varð­andi sett­jörn og hreins­un of­an­vatns og hugs­an­lega götu yfir Varmá, sbr. um­ræð­ur á fund­in­um.

        • 3. Há­holt 7, um­sókn um lóð­ars­tækk­un.200603130

          Lögð fram tillaga frá ArkForm teiknistofu dags. 9.02.2007, sem gerir ráð fyrir lóðarstækkun og hækkun nýtingarhlutfalls, að núverandi byggingar hækki um eina hæð og að hótel geti stækkað til austurs með byggingum af sömu hæð. Málinu var upphaflega vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 07.09.2007. Var frestað á 195. fundi.%0D(Sjá gögn með fundarboði 195. fundar)

          Lögð fram til­laga frá Ark­Form teikni­stofu dags. 9.02.2007, sem ger­ir ráð fyr­ir lóð­ars­tækk­un og hækk­un nýt­ing­ar­hlut­falls, að nú­ver­andi bygg­ing­ar hækki um eina hæð og að hót­el geti stækkað til aust­urs með bygg­ing­um af sömu hæð. Mál­inu var upp­haf­lega vísað til nefnd­ar­inn­ar til um­sagn­ar af bæj­ar­ráði 07.09.2006. Var frestað á 195. fundi.%0DNefnd­in er já­kvæð fyr­ir fram­lögð­um hug­mynd­um og fyr­ir stækk­un lóð­ar, enda verði stækk­un­in bund­in við hót­el­starf­semi og háð þeim tíma­mörk­um að fram­kvæmd­ir verði í eðli­legu fram­haldi af nú­ver­andi bygg­ing­ar­fram­kvæmd­um.

          • 4. Urð­ar­holt 2-4, um­sókn um breyt­ingu á innra fyr­ir­komu­lagi og af­mörk­un eigna á 3.hæð í húsi nr. 4200701168

            Trausti S. Harðarson arkitekt f.h. Aurelio Ferro óskar þann 12. febrúar eftir að nefndin taki til endurskoðunar ákvörðun sína á 189. fundi um að hafna breytingu skrifstofuhúsnæðis í íbúðir. Var frestað á 195. fundi.%0D(Sjá bréf sent út með fundarboði 195. fundar.)

            Trausti S. Harð­ar­son arki­tekt f.h. Aurel­io Ferro ósk­ar þann 12. fe­brú­ar eft­ir að nefnd­in taki til end­ur­skoð­un­ar ákvörð­un sína á 189. fundi um að hafna breyt­ingu skrif­stofu­hús­næð­is í íbúð­ir. Var frestað á 195. fundi.%0DStarfs­mönn­um fal­ið að semja drög að svari og leggja fyr­ir næsta fund.

            • 5. Ósk Landsnets um að jarð­streng­ur og ljós­leið­ari verði færð­ur inn á að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar200703010

              Árni Jón Elíasson óskar þann 22. febrúar 2007 f.h. Landsnets eftir því að aðalskipulagi Mosfellsbæjar verði breytt og inn á það færður fyrirhugaður jarðstrengur frá Nesjavallavirkjun að Geithálsi. Var frestað á 195. fundi.%0D(Sjá gögn með fundarboði 195. fundar.)

              Árni Jón Elíasson ósk­ar þann 22. fe­brú­ar 2007 f.h. Landsnets eft­ir því að að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar verði breytt og inn á það færð­ur fyr­ir­hug­að­ur jarð­streng­ur frá Nesja­valla­virkj­un að Geit­hálsi. Var frestað á 195. fundi.%0DNefnd­in er já­kvæð gagn­vart er­ind­inu og fel­ur starfs­mönn­um að ræða við Landsnet um út­færslu til­lögu að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi.

              • 6. Lax­nes II - ósk um breyt­ingu á svæð­is- og að­al­skipu­lagi200703107

                Haraldur L. Haraldsson óskar þann 28. febrúar 2007 f.h. Laxnessbúsins eftir breytingum á aðal- og svæðisskipulagi, þannig að vatnsverndarsvæði um Guddulaug verði fellt niður og landnotkun í landi Laxness II verði breytt í blandaða landnotkun eða íbúðarbyggð. Var frestað á 195. fundi.%0D(Sjá gögn send með fundarboði 195. fundar.)

                Har­ald­ur L. Har­alds­son ósk­ar þann 28. fe­brú­ar 2007 f.h. Lax­ness­bús­ins eft­ir breyt­ing­um á aðal- og svæð­is­skipu­lagi, þann­ig að vatns­vernd­ar­svæði um Guddu­laug verði fellt nið­ur og land­notk­un í landi Lax­ness II verði breytt í bland­aða land­notk­un eða íbúð­ar­byggð. Var frestað á 195. fundi.%0DNefnd­in er nei­kvæð fyr­ir breyt­ing­um á að­al­skipu­lagi á þessu svæði.

                • 7. Mos­fells­dal­ur, kostn­að­ar­áætlun fyr­ir gatna­gerð200703011

                  Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 194. fundi. Lagt verður fram álit lögmanns Mosfellsbæjar.

                  Tek­ið fyr­ir að nýju, sbr. bók­un á 194. fundi. Lagt fram álit lög­manns Mos­fells­bæj­ar.%0DStarfs­mönn­um fal­ið að vinna áfram að mál­inu.

                  • 8. Krika­hverfi, breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi jan. 07200701184

                    Athugasemdafrestur vegna auglýstrar tillögu að breytingum á deiliskipulagi rann út 23. mars 2007, engin athugasemd barst.

                    At­huga­semda­frest­ur vegna aug­lýstr­ar til­lögu að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi rann út 23. mars 2007, eng­in at­huga­semd barst.%0DNefnd­in legg­ur til að inn á upp­drátt­inn verði færð­ar breyt­ing­ar varð­andi Stórakrika 56 og 59, sem sam­þykkt­ar hafa ver­ið skv. 2. mgr. 26. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga og upp­drátt­ur­inn þann­ig breytt­ur sam­þykkt­ur til gildis­töku.

                    • 9. Deili­skipu­lag fyr­ir lóð Skála­túns200504247

                      Athugasemdafrestur vegna auglýstrar tillögu að deiliskipulagi rann út 23. mars 2007, engin athugasemd barst.

                      At­huga­semda­frest­ur vegna aug­lýstr­ar til­lögu að deili­skipu­lagi rann út 23. mars 2007, eng­in at­huga­semd barst.%0DNefnd­in legg­ur til að deili­skipu­lag­ið verði sam­þykkt til gildis­töku skv. 25. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga.

                      • 10. Arn­ar­tangi 63, um­sókn um stækk­un húss200701323

                        Grenndarkynningu á tillögu að viðbyggingu lauk þann 26. mars 2007. Athugasemd barst frá Má Karlssyni Arnartanga 78, dags. 25. mars 2007.

                        Grennd­arkynn­ingu á til­lögu að við­bygg­ingu lauk þann 26. mars 2007. At­huga­semd barst frá Má Karls­syni Arn­ar­tanga 78, dags. 25. mars 2007.%0DFrestað.

                        • 11. Deili­skipu­lag Ála­fosskvos­ar.200503257

                          Bæjarráð samþykkti 22. mars að leggja til við bæjarstjórn að fyrri samþykkt deiliskipulags yrði afturkölluð og deiliskipulaginu vísað á ný til nefndarinnar. %0DTil kynningar fyrir nefndinni.

                          Bæj­ar­ráð sam­þykkti 22. mars að leggja til við bæj­ar­stjórn að fyrri sam­þykkt deili­skipu­lags yrði aft­ur­kölluð og deili­skipu­lag­inu vísað á ný til nefnd­ar­inn­ar. Til kynn­ing­ar fyr­ir nefnd­inni.%0DFrestað.

                          • 12. Bjark­ar­holt 3 um­sókn um stækk­un á gróð­ur­húsi200703024

                            Margrét Hálfdanardóttir og Benedikt Jónsson sækja þann 2. mars 2007 um leyfi til að stækka gróðurhús skv. meðf. teikningum.

                            Mar­grét Hálf­dan­ar­dótt­ir og Bene­dikt Jóns­son sækja þann 2. mars 2007 um leyfi til að stækka gróð­ur­hús skv. meðf. teikn­ing­um.%0DFrestað.

                            • 13. Þver­holt 9, um­sókn um að breyta at­vinnu­hús­næði í íbúð.200703114

                              Ástvaldur Sigurðsson og Sandra Þóroddsdóttir óska þann 15. mars 2007 eftir því að samþykkt verði að breyta atvinnuhúsnæði á jarðhæð Þverholts 9 í íbúð.

                              Ást­vald­ur Sig­urðs­son og Sandra Þórodds­dótt­ir óska þann 15. mars 2007 eft­ir því að sam­þykkt verði að breyta at­vinnu­hús­næði á jarð­hæð Þver­holts 9 í íbúð.%0DFrestað.

                              • 14. Ritu­höfði 3, fyr­ir­spurn um stækk­un á stofu til norð­urs200703151

                                Halldór Þorvaldsson og Sigrún Björg Ingvadóttir óska þann 19. mars 2007 eftir heimild til að byggja 19 m2 viðbyggingu til norðurs við hús sitt skv. meðf. tillöguteikningum.

                                Halldór Þor­valds­son og Sigrún Björg Ingva­dótt­ir óska þann 19. mars 2007 eft­ir heim­ild til að byggja 19 m2 við­bygg­ingu til norð­urs við hús sitt skv. meðf. til­lögu­teikn­ing­um.%0DFrestað.

                                • 15. Völu­teig­ur 23, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir loft­nets- og tetram­ast­ur200703156

                                  Guðjón H. Guðmundsson sækir þann 22. mars 2007 f.h. Björgunarsveitarinnar Kyndils um leyfi til að reisa 18 m hátt fjarskiptamastur norðvestan við húsið að Völuteigi 23.

                                  Guð­jón H. Guð­munds­son sæk­ir þann 22. mars 2007 f.h. Björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Kyndils um leyfi til að reisa 18 m hátt fjar­skipta­m­ast­ur norð­vest­an við hús­ið að Völu­teigi 23.%0DFrestað.

                                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15