7. júní 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Dropans varðandi styrktarbeiðni vegna sumarbúða sykursjúkra barna200705310
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
2. Erindi Fyrirtækjasmiðju Ungra Frumkvöðla varðandi styrks til verkefnis vegna Base200706023
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs til umsagnar.
3. Erindi kjarasviðs Sambands ísl. sveitarfélaga200706029
Launanefnd og KÍ óska eftir upplýsingum um kjaramál kennara vegna úrvinnslu og undirbúnings komandi kjarasamninga.
Til máls tóku: HSv, SÓJ, JS, KT og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara að svara erindi kjarasviðs í samræmi við umræður á fundinum.
4. Óveruleg breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsv 2001-2024. Stækkun brunnsvæðis við Vatnsendakrika.200706038
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
5. Brúarhóll II uppskipting lóðar o.fl.200705233
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarritara að ganga til samkomulags við lóðarhafa í samræmi við framlögð drög.
6. Vinjar uppskipting lóðar o.fl.200705234
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarritara að ganga til samkomulags við lóðarhafa í samræmi við framlögð drög.