22. febrúar 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi Ísfugls ehf varðandi landnýtingu og breytingu á aðalskipulagi í Þormóðsdal.200611083
Áður á dagskrá 801. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að leita umsagnar skipulags- og byggingarnefndar. Umsögn nefndarinnar fylgir með.%0D
Til máls tóku: HSv, RR og JS.%0DFyrir fundinum lá umsögn skipulags- og byggingarnefndar.%0DBæjarráð tekur undir fyrirliggjandi umsögn nefndarinnar og er jákvætt gagnvart því að að þessi starfsemi fái að vera á umræddum stað, en telur eðlilegt að umsækjendur afli sjálfir undanþágu ráðherra frá 24. gr. reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002, áður en ákvörðun um að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi verður tekin. Rétt er að taka fram að í afgreiðsluferli slíkrar breytingartillögu gætu komið fram athugasemdir sem kynnu að hafa áhrif á afgreiðslu málsins af hálfu bæjaryfirvalda.
2. Erindi Kjósarhrepps varðandi uppbyggingu hjúkrunar- og dvalarrýmis eldri borgara200611149
Áður á dagskrá 802. fundar bæjarráðs þar sem samþykkt var að leita umsagnar félagsmálastjóra. Umsögn félagsmálastjóra og fjölskyldunefndar fylgir með.
Til máls tóku: HSv, RR, JS og MM, ÓG.%0DFyrir liggja umsagnir fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila félagsmálastjóra að svara erindi Kjósarhrepps í samræmi við fyrirliggjandi umsagnir.
Almenn erindi
3. Erindi Úrskurðanefndar skipulags- og byggingarmála varðandi kæru Katrínar Theodórsdóttur f.h. íbúa við Brekkuland og Álafossveg200701330
Bráðabirgðaúrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 14. febrúar kynnntur.%0DÞórunn Guðmundsdóttir hrl. lögmaður Mosfellsbæjar mætir á fundinn.
Á fundinn mættu undir þessum dagskrárlið Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður Mosfellsbæjar og Jóhanna B. Hansen bæjarverkfræðingur og var farið yfir bráðabirgðaúrskurð úrskurðarnefndarinnar.%0D%0DTil máls tóku: ÞG, HSv, JS, JBH, RR og SÓJ.%0DBráðabirgðaúrskurðurinn ásamt fylgigögnum lagður fram.
4. Erindi Kristrúnar og Eyþórs varðandi malbikun vegar o.fl.200504016
Erindið íbúa við Amsturdam varðandi malbikun götu o.fl.
Til máls tóku: RR, JS, MM og HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær hefur ekki uppi fyrirætlanir um að kaupa umrætt land.
5. Erindi Eyktar ehf varðandi hæðarsetningu Sunnukrika200702100
Erindi Eyktar ehf. varðandi breytta hæðarsetningu lóðar.
Til máls tóku: RR og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að synja erindi Eyktar ehf. um breytingu á hæðarsetningu Sunnukrika.
6. Erindi Sorpu bs varðandi stofnsamning200702102
Erindi Sorpu bs. varðandi tillögur að breytingum á stofnsamningi Sorpu bs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að leggjast gegn breytingum á 3. og 9. greinum í samþykktum Sorpu bs. varðandi arðgreiðslur.
7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð200702115
Lagt fram. Erindinu vísað til umhverfisnefndar til kynningar.
8. Erindi Leiðar ehf. varðandi tillögu af gjalddöku af nagladekkjum200702129
Lagt fram.
9. Erindi Lögskila ehf varðandi Litlakrika 15 og 39200702132
Erindi Lögskila ehf. þar sem farið er fram á rökstuðning o.fl. varðandi Litlakrika 15 og 39.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara að svara erindinu.