Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. október 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi - umsagnir og vísanir

    • 1. Há­holt 7, um­sókn um lóð­ars­tækk­un.200603130

      Áður á dagskrá 829. fundar bæjarráðs.%0D%0DÞar sem kynning á deiliskipulaginu hefur nú verið samþykkt, þykir rétt að kynna bæjarráði stöðuna og það sem áður hefur gerst í málinu.

      Til máls tóku: HS, HBA, KT, MM og SÓJ.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að fylgja mál­inu eft­ir á grund­velli vilja­yf­ir­lýs­ing­ar milli að­ila.

      • 2. Er­indi Kon­ráðs Adolphs­son­ar varð­andi skipu­lagn­ingu jörð­ar­inn­ar Ell­iða­kots200706188

        Áður á dagskrá 837. fundar bæjarráðs.

        Til máls tóku: HS, HBA, MM og SÓJ.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­rit­ara að svara er­ind­inu.

        • 3. Er­indi Löggarðs varð­andi lóð úr landi Úlfars­fells, landnr. 125474200708130

          Áður á dagskrá 838. fundar bæjarráðs.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­rit­ara að svara er­ind­inu.

          • 4. Beiðni um um­sögn vegna rekstr­ar­leyf­is Ás Hót­el Mód­el200709050

            Áður á dagskrá 841. fundar bæjarráðs.

            Til máls tóku: HS, KT, HBA og MM.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð ger­ir ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi um­sókn um rekstr­ar­leyfi að öðru leyti en því að lagst er gegn úti­veit­ing­ar­leyfi sam­hliða þeim opn­un­ar­tíma sem sótt er um.

            • 5. Er­indi Dóms- og kirkju­mála­ráðu­neyt­is­ins vegna um­sagn­ar um lög­reglu­sam­þykkt200709103

              Áður á dagskrá 843. fundar bæjarráðs. Meðf eru hugleiðingar Guðjóns Bragasonar lögfr. Sambands ísl. sveitarfélaga.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­rit­ara að gefa um­sögn Mos­fells­bæj­ar.

              Almenn erindi

              • 6. Er­indi Hand­verk­stæð­is Ás­garðs varð­andi hús­næð­is­skort200709125

                Til máls tóku: HS, HBA, KT og MM.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ræða við bréf­rit­ara.

                • 7. Er­indi Fé­lags aldr­aðra í Mos­fells­bæ og ná­grenni varð­andi starfs­styrk200709173

                  Til máls tóku: HS, KT, HBA og MM.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til gerð­ar fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2008.

                  • 8. Ís­fugl, ósk um land und­ir stofna­eldi við Langa­hrygg200709183

                    Fyrst á dagskrá 210. fundar skipulags- og byggingarnefndar. Afstöðu bæjarráðs til staðsetningar óskað.

                    Til máls tóku: HS, MM, HBA og KT.%0DBæj­ar­ráð er já­kvætt fyr­ir því að fund­in verði lóð und­ir starfs­semi Ís­fugls ehf á um­ræddu svæði og fel­ur bæj­ar­stjóra að vinna nán­ar að mál­inu.

                    • 9. Er­indi Stjórn­ar Kjós­ar­sýslu­deild­ar Rauða kross Ís­lands varð­andi styrk/nið­ur­fell­ingu á fast­eigna­gjöld­um200709216

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjár­mála­stjóra til skoð­un­ar.

                      • 10. Bæj­ar­stjóra­skipti200707168

                        Formað­ur bæj­ar­ráðs gerði grein fyr­ir drög­um að ráðn­ing­ar­samn­ingi bæj­ar­stjóra. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela formanni bæj­ar­ráðs að ganga frá ráðn­ing­ar­samn­ingi við bæj­ar­stjóra.

                        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:35