21. nóvember 2006 kl. 07:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kvíslartunga 50, umsókn um byggingarleyfi, skýli yfir taðþró200610186
Axel Blomsterberg sækir þann 26. október 2006 um leyfi til að byggja skýli yfir taðþró skv. meðf. teikningum. Frestað á síðasta fundi.
Axel Blomsterberg sækir þann 26. október 2006 um leyfi til að byggja skýli yfir taðþró skv. meðf. teikningum. Frestað á síðasta fundi.%0DNefndin samþykkir að grenndarkynna erindið.
2. Bæjarás 1, umsókn um byggingarleyfi - bílskúr og viðbyggingu (anddyri)200610189
Guðmundur B. Kristinsson og Kristín G. Jónsdóttir sækja þann 25. október 2006 um leyfi til að byggja bílskúr og viðbyggingu (anddyri). Frestað á síðasta fundi.
Guðmundur B. Kristinsson og Kristín G. Jónsdóttir sækja þann 25. október 2006 um leyfi til að byggja bílskúr og viðbyggingu (anddyri). Frestað á síðasta fundi.%0DNefndin samþykkir að grenndarkynna erindið.
3. Kvennabrekka í Reykjalandi, breyting á deiliskipulagi, fyrirspurn.200603213
Athugasemdafresti vegna tillögu að breytingum á deiliskipulagi lauk 10. nóvember 2006, engin athugasemd barst.
Athugasemdafresti vegna tillögu að breytingum á deiliskipulagi lauk 10. nóvember 2006, engin athugasemd barst.%0DNefndin leggur til að tillagan verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að annast gildistökuferlið.
4. Móatún Mosfellsdal, ósk um deiliskipulag200607134
Athugasemdafresti vegna tillögu að deiliskipulagi lauk 10. nóvember 2006, engin athugasemd barst.
Athugasemdafresti vegna tillögu að deiliskipulagi lauk 10. nóvember 2006, engin athugasemd barst.%0DNefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með þeirri breytingu að lóðarmörk verði leiðrétt til samræmis við hnitaskrá, og skipulagsfulltrúa falið að annast gildistökuferlið.
5. Litlikriki 25, umsókn um byggingarleyfi og breytingu á deiliskipulagi200610022
Grenndarkynningu á tillögu að óverulegum breytingum á byggingarreit lýkur 21. nóvember, engin athugasemd hefur borist enn sem komið er.
Grenndarkynningu á tillögu að óverulegum breytingum á byggingarreit lýkur 21. nóvember, á fundardegi nefndarinnar, engin athugasemd hefur enn borist.%0DNefndin leggur til að breytingin verði samþykkt, svo fremi að ekki berist athugasemdir á síðasta degi frestsins.
6. Bjargartangi 14, fyrirspurn um byggingu vinnuskúrs og áhaldageymslu200608082
Grenndarkynningu á umsókn um að að setja niður 20 m2 bráðabirgðahús við lóðarmörk milli Bjargartanga 12 og 14 lauk 8. nóvember 2006, engin athugasemd barst.
Grenndarkynningu á umsókn um að setja niður 20 m2 bráðabirgðahús við lóðarmörk milli Bjargartanga 12 og 14 lauk 8. nóvember 2006, engin athugasemd barst.%0DNefndin samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa frekari afgreiðslu.
7. Markholt 9, umsókn um byggingarleyfi200609123
Grenndarkynningu á umsókn um leyfi til að byggja viðbyggingar við húsið lauk 8. nóvember 2006, engin athugasemd barst.
Grenndarkynningu á umsókn um leyfi til að byggja viðbyggingar við húsið lauk 8. nóvember 2006, engin athugasemd barst.%0DNefndin samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa frekari afgreiðslu.
8. Leirutangi 41B, umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu200609024
Grenndarkynningu á umsókn um leyfi til að byggja sólstofu við húsið lauk 8. nóvember 2006, engin athugasemd barst.
Grenndarkynningu á umsókn um leyfi til að byggja sólstofu við húsið lauk 8. nóvember 2006, engin athugasemd barst.%0DNefndin samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa frekari afgreiðslu.
9. Stórikriki 59, ósk um breytingu á deiliskipulagi.200607115
Framhald umfjöllunar á síðasta fundi. Gerð verður grein fyrir viðræðum við lóðarhafa nr. 57 og 59.
Framhald umfjöllunar á síðasta fundi. Gerð var grein fyrir viðræðum við lóðarhafa nr. 57 og 59.%0DNefndin samþykkir að grenndarkynna tillögu að breytingu á húsgerð nr. 59 úr einnar hæðar húsi í pallahús (EpIa) og hækkun inngangskóta um 20 cm.
10. Litlikriki 15 - Umsókn um byggingarleyfi200606111
Benedikt Arnar Víðisson sækir 13. júní 2006 um leyfi til að byggja einbýlishús skv. teikningum Björgvins Víglundssonar. Byggingarfulltrúi gerir grein fyrir athugasemdum sem hann hefur gert við teikningarnar, meðal annars m.t.t. gr. 5.1 í skipulags- og byggingarskilmálum.
Benedikt Arnar Víðisson sækir 13. júní 2006 um leyfi til að byggja einbýlishús skv. teikningum Björgvins Víglundssonar. Byggingarfulltrúi gerir grein fyrir athugasemdum sem hann hefur gert við teikningarnar, meðal annars m.t.t. greinar 5.1 í skipulags- og byggingarskilmálum.%0DNefndin frestar afgreiðslu erindisins og felur byggingarfulltrúa að freista þess að ná fram lagfæringum á innra skipulagi hússins. Nefndin tekur fram að skv. deiliskipulagi er ekki heimild fyrir aukaíbúð í húsinu.
11. Litlikriki 39 - Umsókn um byggingarleyfi200606113
Ari Hermann Oddsson sækir 13. júní 2006 um leyfi til að byggja einbýlishús skv. teikningum Björgvins Víglundssonar. Byggingarfulltrúi gerir grein fyrir athugasemdum sem hann hefur gert við teikningarnar, meðal annars m.t.t. gr. 5.1 í skipulags- og byggingarskilmálum.
Ari Hermann Oddsson sækir 13. júní 2006 um leyfi til að byggja einbýlishús skv. teikningum Björgvins Víglundssonar. Byggingarfulltrúi gerir grein fyrir athugasemdum sem hann hefur gert við teikningarnar, meðal annars m.t.t. greinar 5.1 í skipulags- og byggingarskilmálum.%0DNefndin frestar afgreiðslu erindisins og felur byggingarfulltrúa að freista þess að ná fram lagfæringum á innra skipulagi hússins.
12. Háholt 7, umsókn um lóðarstækkun.200603130
Framhald umræðu frá síðasta fundi. Gerð verður grein fyrir viðræðum við umsækjanda og höfund skipulagstillögu.
Framhald umræðu frá síðasta fundi. Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir viðræðum við umsækjanda og höfund skipulagstillögu.%0DNefndin er jákvæð fyrir stækkun lóðar þannig að stækka megi hótelið, en telur að útfæra þurfi deiliskipulagstillögu nánar áður en lóðarstærðin er ákveðin. Í því sambandi leggur nefndin áherslu á að miðað verði við að nýta lóðina sem best þar sem hún er á miðbæjarsvæði.
13. Fyrirspurn um gróðurhús og geymsluskúr á frístundalóð við Heytjörn, landnr. 125365200611042
Erindi dags. 3. nóvember 2006 frá Hans Kristjáni Guðmundssyni f.h. Bjálkahúsa ehf. þar sem spurst er fyrir um það hvort leyft yrði að byggja gróðurhús og geymsluskúr skv. meðf. tillögu á frístundalóð við Heytjörn, landnr. 125365.
Erindi dags. 3. nóvember 2006 frá Hans Kristjáni Guðmundssyni f.h. Bjálkahúsa ehf. þar sem spurst er fyrir um það hvort leyft yrði að byggja gróðurhús og geymsluskúr skv. meðf. tillögu á frístundalóð við Heytjörn, landnr. 125365.%0DNefndin hafnar erindinu þar sem hún getur ekki fallist á að leyfa svo stórt gróðurhús (70 m2).
14. Fyrirspurn um deiliskipulag í Æsustaðalandi, landnr. 176793 og 176795200611030
Fyrirspurn dags. 1. nóvember frá Sigrúnu Helgu Jóhannsdóttur hdl. f.h. Helga Freys Sveinssonar og Hilmars Egils Jónssonar, kaupsamningshafa að tæplega 10 ha úr landi Æsustaða í Mosfellsdal, m.a. um það hvort möguleiki sé á að landeigendur fái samþykkt deiliskipulag á landinu. Bæjarráð vísaði erindinu þann 9. nóvember 2006 til nefndarinnar til umsagnar.
Fyrirspurn dags. 1. nóvember frá Sigrúnu Helgu Jóhannsdóttur hdl. f.h. Helga Freys Sveinssonar og Hilmars Egils Jónssonar, kaupsamningshafa að tæplega 10 ha úr landi Æsustaða í Mosfellsdal, m.a. um það hvort möguleiki sé á að landeigendur fái samþykkt deiliskipulag á landinu. Bæjarráð vísaði erindinu þann 9. nóvember 2006 til nefndarinnar til umsagnar.%0DFrestað.
15. Vindhóll - Beiðni um breytingu á skipulagi200610207
Erindi Garðars Hreinssonar f.h. Fríðuhlíðar ehf., dags. 31. október 2006, þar sem óskað er eftir því að deiliskipulagi landsins, sem er 5,6 ha, verði breytt úr lögbýli með einu íbúðarhúsi og hesthúsi í fjórar lóðir með íbúðarhúsi og hesthúsi á hverri. Bæjarráð vísaði erindinu þann 9. nóvember 2006 til nefndarinnar til umsagnar.
Erindi Garðars Hreinssonar f.h. Fríðuhlíðar ehf., dags. 31. október 2006, þar sem óskað er eftir því að deiliskipulagi landsins, sem er 5,6 ha, verði breytt úr lögbýli með einu íbúðarhúsi og hesthúsi í fjórar lóðir með íbúðarhúsi og hesthúsi á hverri. Bæjarráð vísaði erindinu þann 9. nóvember 2006 til nefndarinnar til umsagnar.%0DFrestað.
16. Miðdalur, lnr. 192804, ósk um deiliskipulag frístundalóðar200607135
Erindi dags. 6. nóvember 2006 frá Halldóri Sigurðssyni, sem leggur fram til yfirferðar og samþykkis nýja tillögu að deiliskipulagi landsins, dagsetta breytta 06.11.2006. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur frístundahúsum á lóðinni, að hámarki 130 m2 hvort. Fyrri erindum, sem gerðu ráð fyrir einu frístundahúsi, var hafnað á 175. og 180. fundi þar sem áformuð stærð húss var yfir viðmiðunarmörkum.
Erindi dags. 6. nóvember 2006 frá Halldóri Sigurðssyni, sem leggur fram til yfirferðar og samþykkis nýja tillögu að deiliskipulagi landsins, dagsetta breytta 06.11.2006. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur frístundahúsum á lóðinni, að hámarki 130 m2 hvort. Fyrri erindum, sem gerðu ráð fyrir einu frístundahúsi, var hafnað á 175. og 180. fundi þar sem áformuð stærð húss var yfir viðmiðunarmörkum.%0DFrestað.
17. Erindi frá Guðjóni Halldórssyni, Fitjum, um göngubrú á Leirvogsá.200511006
Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Guðjóns Halldórssonar, Fitjum, frá 30. október 2005 um heimild til að setja brú fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi umferð yfir Leirvogsá. Lögð fram umsögn Veiðifélags Leirvogsár, sem óskað var eftir með bókun á 155. fundi. Einnig lögð fram ný gögn frá umsækjanda.
Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Guðjóns Halldórssonar, Fitjum, frá 30. október 2005 um heimild til að setja brú fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi umferð yfir Leirvogsá. Lögð fram umsögn Veiðifélags Leirvogsár, sem óskað var eftir með bókun á 155. fundi. Einnig lögð fram ný gögn frá umsækjanda.%0DFrestað.
18. Erindi Guðjóns Jenssonar v. flugöryggi á Tungubökkum200610052
Erindi Guðjóns Jenssonar dags. 10. október 2006, Þar sem bæjarstjórn er hvött til að taka til skoðunar hvort áframhaldandi flugstarfsemi á Tungubökkum geti samræmst reglum um flugöryggi og annarri landnýtingu í grenndinni. Bæjarráð samþykkti þann 10. nóvember 2006 að senda erindið til skipulags- og byggingarnefndar til umfjöllunar m.t.t. stefnumörkunar fyrir flugvöllinn til framtíðar.
Erindi Guðjóns Jenssonar dags. 10. október 2006, þar sem bæjarstjórn er hvött til að taka til skoðunar hvort áframhaldandi flugstarfsemi á Tungubökkum geti samræmst reglum um flugöryggi og annarri landnýtingu í grenndinni. Bæjarráð samþykkti þann 10. nóvember 2006 að senda erindið til skipulags- og byggingarnefndar til umfjöllunar m.t.t. stefnumörkunar fyrir flugvöllinn til framtíðar.%0DFrestað.
19. Umsókn um lóð fyrir Sthapatya-ved byggingar200611018
Guðrún Kristín Magnúsdóttir f.h. Global Country of World Peace sækir á ný með bréfi dags. 2. nóvember 2006 um 100 - 200 ha lands á Mosfellsheiði undir vísindaþorp. Fyrri umsókn um sama var hafnað á 180. fundi.
Guðrún Kristín Magnúsdóttir f.h. Global Country of World Peace sækir á ný með bréfi dags. 2. nóvember 2006 um 100 - 200 ha lands á Mosfellsheiði undir vísindaþorp. Fyrri umsókn um sama var hafnað á 180. fundi.%0DFrestað.