24. maí 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Háholt 7, umsókn um lóðarstækkun.200603130
Erindið var síðast á dagskrá 820. fundar bæjarráðs. Ásláki var eftir þann fund ritað bréf og fylgir svarbréf Ásláks hér með þessu fundarboði.
Til máls tóku: HSv, MM, JS, SÓJ og RR.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og bæjarritara að ræða frekar við umsækjanda.
2. Útboð á sorphirðu200701236
Erindið var síðast á 821. fundi bæjarráðs, þar sem óskað var eftir hugmyndum varðandi grænar tunnur. Minnisblað bæjarverkfræðings og afgreiðsla umhverfisnefndar fylgir hér með.
Til máls tóku: RR, HSv, KT, SÓJ, JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að bjóða uppá svokallaðar grænar tunnur eins og bæjarverkfræðingur leggur til í minnisblaði sínu og kostnaðurinn um 2,5 millj. króna verði tekinn af liðnum ófyrirséð. Jafnframt samþykkt að gjaldtaka við þessa viðbótarþjónustu við bæjarbúa verði kr. 2.850 á árinu 2007.
3. Erindi Ísfugls ehf varðandi lóð við Reykjaveg 36200702056
Erindið var síðast á dagskrá 816. fundar bæjarráðs. Hér fylgir, í 5 atriðum, niðurstaða af viðræðum byggingarfulltrúa og Ísfugls ehf.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fallast á tillögu byggingarfulltrúa um samkomulag við Ísfugl ehf og er honum og bæjarritara falið að gagna frá samkomulaginu við Ísfugl ehf.
4. Hitaveita og fráveita í hesthúsahverfi200705223
Minnisblað bæjarverkfræðings varðandi hita- og fráveitu í hesthúsahverfi.
Til máls tók: RR.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarverkfræðingi að bjóða út lagningu hita- og fráveitu í hesthúsahverfi.
5. Hönnun og gerð færanlegra kennslustofa fyrir leik- og grunnskóla200703135
Til máls tóku: RR og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila færslu færanlegrar kennslustofu frá Hlíð niður á gerfigrasvöll og að ný verði sett við Hlíð í staðinn. Jafnframt heimilað undirbúa hönnun og útboð á færanlegum kennslustofum til nota í Krikahverfi.
6. Minnisblað Þorsteins Sigvaldas. v. gangstéttagerð í Mosfellsbæ200703198
Til máls tóku: RR, MM, HSv og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að taka tilboði lægstbjóðanda Gísla Magnússonar, Funafold 30.
7. Erindi Þórðar Árna Hjaltested varðandi launalaust leyfi.200704193
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framlengingu launalauss leyfis Þórðar Árna Hjaltested frá 1. ágúst 2007 til 31. júlí 2008.
8. Erindi SSH varðandi stofnun samvinnunefndar um svæðisskipulagsmál200705091
Frestað.
9. Erindi UMFA varðandi veltiskilti við Vesturlandsveg200705106
Til máls tóku: HSv, RR, JS, KT og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að skoða málið.
10. Tillaga að endurskoðun á stjórnun Varmárskóla - starfslok skólastjórnenda.200705108
Til máls tóku: HSv og RR.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs og bæjarritara að ganga frá starfslokum við skólastjórnendur og að kostnaður sem fellur til á árinu 2007 kr. 5.083 millj. verði tekinn að liðnum ófyrirséð. Jafnframt verði kostnaði sem til fellur á árinu 2008 vísað til fjárhagsáætlunar 2008.
11. Erindi Sambands ísl.sveitarfélaga varðandi viðbragðsáætlun sorphirðu vegna heimsfaraldurs inflúensu200705109
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarverkfræðings til umsagnar og afgreiðslu.
12. Erindi SÁÁ varðandi styrk200705158
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar.
13. Erindi Menntamálaráðuneytisins varðandi æskulýðslög200705195
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar og fræðslunefndar til kynningar.%0D
14. Erindi Íshluta ehf varðandi úthlutun atvinnulóða200705219
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara að svara bréfritara.
15. Erindi Hallgerðar f.h. Íþróttadeildar HRFI varðandi sýningu / styrk200705221
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs til umsagnar og afgreiðslu í tengslum við hátíðarhöld í bæjarfélaginu.