26. febrúar 2008 kl. 17:15,
bæjarráðssal
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs einnig mætti á fundinn Þ. Katrín Stefánsdóttir (ÞKS).
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samstarfssamningur við Tómstundaskóla Mosfellsbæjar200802189
Samstarfssamningur við Tómstundaskóla lagður fram. Lagt er til við bæjarráð að samþykkja samninginn eins og hann liggur fyrir.
2. Frístundaávísanir 2007 - úthlutanir og nýting.200802190
Íþróttafulltrúi og tómstundafulltrúi kynntu hvernig frístundaávísanir hafa nýst bæjarbúum. Í byrjun febrúar höfðu 773 einstaklingar nýtt sér ávísanirnar.
3. Íþróttamiðstöðin að Varmá - upplýsingar um framkvæmdir.200802191
Á fundinum verður staðan framkvæmdamála kynnt.
Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir sem eru fyrirhugaðar við Íþróttamiðstöðina að Varmá.
4. Nýting íþróttamannvirkja 2008200712159
Á fundinum verða lögð fram gögn um nýtingu íþróttamannvirkja fram til 2007 og fjallað um nýtingu ársins 2008.
Lögð voru fram gögn um aðsókn að íþróttamannvirkjum Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá árið 2007. Samkvæmt þeim eru um það bil 263 þúsund bæjarbúar að sækja íþróttamannvirki Mosfellsbæjar á ári hverju. Þar við bætist 96 þúsund heimsóknir grunnskólabarna sem koma í mannvirkin á ári hverju til að stunda skólaíþróttir.