23. janúar 2007 kl. 08:00,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Jafnréttisáætlanir stofnana Mosfellsbæjar200611213
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar beinir þeim tilmælum til forstöðumanna stofnanna að fylgja eftir ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna nr. 96/2000 um gerð jafnréttisáætlunar. Jafnréttisáætlun er eitt af því sem fyrirtækjum og stofnunum, þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skulu setja sér. Þar skal sérstaklega kveða á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsmönnum þau réttindi sem kveðið er á um í 14.–17. gr. laganna, sem eru ákvæði um launajafnrétti, laus störf, starfsþjálfun og endurmenntun, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs og um viðbrögð við kynferðislegu áreiti á vinnustað.
2. Erindi Kjósarhrepps varðandi uppbyggingu hjúkrunar- og dvalarrýmis eldri borgara200611149
Erindi oddvita Kjósarhrepps sbr. bréf dags. 15. nóvember 2006, þar sem óskað var eftir samvinnu og aðkomu Kjósarhrepps við uppbyggingu hjúkrunar- og dvalarrýma eldri borgara var vísað af 801. fundi bæjarráðs 23.11. 2007 til umsagnar félagsmálastjóra. %0D%0DEftir margra ára baráttu fyrir hjúkrunarrými í Mosfellsbæ hefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið nýverið veitt vilyrði fyrir byggingu 20 rýma. Í lok ársins 2006 voru 28 einstaklingar af þjónustusvæði vistunarhóps aldraðra í Mosfellsumdæmi vistaðir á hjúkrunarheimilum, þar af 25 úr Mosfellsbæ. Ljóst er að þau hjúkrunarrými sem vilyrði hefur fengist fyrir fullnægja því ekki þörf aldraðra sjúkra Mosfellinga fyrir vistun, auk þess sem hlutfall aldraðra Mosfellinga fer vaxandi og ætla má að eftirspurn eftir hjúkrunarrými fari einnig vaxandi. Í ljósi fyrrgreinds er ekki talið tímabært að ganga til samstarfs við önnur sveitarfélög um þjónustu við sjúka aldraða, nema að veittu vilyrði heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um fjölgun hjúkrunarrýma. Verði breyting á fjölda hjúkrunarrýma frá því sem nú er vilyrði til að byggja er nefndin jákvæð gagnvart endurskoðun þessa. %0D
3. Erindi frá Alþjóðahúsi varðandi þjónustusamning200610093
Fjölskyldunefnd tekur undir orð formanns og félagsmálastjóra sem fram koma í minniblaði dags. 17. janúar 2007 um að Alþjóðahús veiti mjög fjölbreytta og mikilvæga þjónustu sem stendur íbúum Mosfellsbæjar jafnt sem öðrum íbúum landsins til boða. Hluti þjónustunnar, svo sem almenn ráðgjöf er veitt án endurgjalds, fyrir aðra þjónustu er greitt samkvæmt gjaldskrá. Tekið er heilshugar undir þau sjónarmið að ábyrgð á rekstrartekjum umfram tekjur af veittri þjónustu eigi að vera á hendi ríkisins en ekki einstakra sveitarfélaga. Ekkert mælir gegn því að sveitarfélögin greiði fyrir túlkaþjónustu, ráðgjöf, fræðslu, leiðbeiningar og annað sem er stendur til boða. %0DFræðslu- og menningarsvið kemur í miklum mæli að þjónustu við börn af erlendu bergi brotnu og fjölskyldur þeirra, í því ljósi er lagt til við bæjarráð að sjónarmið fræðslunefndar verði aflað áður en endanleg afgreiðsla málsins fer fram.%0D
4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp200701062
Fjölskyldunefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið og telur breytingarnar skref í rétta átt.
5. Sjálfsbjörg félag fatlaðra, umsókn um styrk200610005
Fjölskyldunefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000,-.
6. Vímulaus æska - umsókn um styrk200610020
Fjölskyldunefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 50.000,-.
7. Erindi frá Kvennaathvarfs, beiðni um rekstrarstyrk fyrir árið 2007200610066
Fjölskyldunefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000,-.
8. Erindi frá Stígamótum, beiðni um styrk200610183
Fjölskyldunefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000,-.
9. Námskeið fyrir kjörna fulltrúa í félagsmálanefndum sveitarfélaga200701123
Lagt fram.
10. Reglur um fjárhagsaðstoð, endurskoðun200701182
Frestað.
Fundargerðir til staðfestingar
12. Trúnaðarmálafundur - 442200701008F
Samþykkt.
13. Trúnaðarmálafundur - 443200701014F
Samþykkt.