Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. janúar 2007 kl. 08:00,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Unnur V. Ingólfsdóttir félagsmálastjóri


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Jafn­rétt­isáætlan­ir stofn­ana Mos­fells­bæj­ar200611213

      Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar bein­ir þeim til­mæl­um til for­stöðu­manna stofn­anna að fylgja eft­ir ákvæð­um laga um jafna stöðu og jafn­an rétt karla og kvenna nr. 96/2000 um gerð jafn­rétt­isáætl­un­ar. Jafn­rétt­isáætlun er eitt af því sem fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um, þar sem starfa fleiri en 25 starfs­menn skulu setja sér. Þar skal sér­stak­lega kveða á um markmið og að­gerð­ir til að tryggja starfs­mönn­um þau rétt­indi sem kveð­ið er á um í 14.–17. gr. lag­anna, sem eru ákvæði um launa­jafn­rétti, laus störf, starfs­þjálf­un og end­ur­mennt­un, sam­ræm­ingu fjöl­skyldu- og at­vinnu­lífs og um við­brögð við kyn­ferð­is­legu áreiti á vinnustað.

      • 2. Er­indi Kjós­ar­hrepps varð­andi upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar- og dval­ar­rým­is eldri borg­ara200611149

        Er­indi odd­vita Kjós­ar­hrepps sbr. bréf dags. 15. nóv­em­ber 2006, þar sem óskað var eft­ir sam­vinnu og að­komu Kjós­ar­hrepps við upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar- og dval­ar­rýma eldri borg­ara var vísað af 801. fundi bæj­ar­ráðs 23.11. 2007 til um­sagn­ar fé­lags­mála­stjóra. %0D%0DEft­ir mar­gra ára bar­áttu fyr­ir hjúkr­un­ar­rými í Mos­fells­bæ hef­ur heil­brigð­is- og trygg­inga­mála­ráðu­neyt­ið ný­ver­ið veitt vil­yrði fyr­ir bygg­ingu 20 rýma. Í lok árs­ins 2006 voru 28 ein­stak­ling­ar af þjón­ustu­svæði vist­un­ar­hóps aldr­aðra í Mos­fellsum­dæmi vist­að­ir á hjúkr­un­ar­heim­il­um, þar af 25 úr Mos­fells­bæ. Ljóst er að þau hjúkr­un­ar­rými sem vil­yrði hef­ur feng­ist fyr­ir full­nægja því ekki þörf aldr­aðra sjúkra Mos­fell­inga fyr­ir vist­un, auk þess sem hlut­fall aldr­aðra Mos­fell­inga fer vax­andi og ætla má að eft­ir­spurn eft­ir hjúkr­un­ar­rými fari einn­ig vax­andi. Í ljósi fyrr­greinds er ekki tal­ið tíma­bært að ganga til sam­starfs við önn­ur sveit­ar­fé­lög um þjón­ustu við sjúka aldr­aða, nema að veittu vil­yrði heil­brigð­is- og trygg­inga­mála­ráðu­neyt­is­ins um fjölg­un hjúkr­un­ar­rýma. Verði breyt­ing á fjölda hjúkr­un­ar­rýma frá því sem nú er vil­yrði til að byggja er nefnd­in já­kvæð gagn­vart end­ur­skoð­un þessa. %0D

        • 3. Er­indi frá Al­þjóða­húsi varð­andi þjón­ustu­samn­ing200610093

          Fjöl­skyldu­nefnd tek­ur und­ir orð formanns og fé­lags­mála­stjóra sem fram koma í minni­blaði dags. 17. janú­ar 2007 um að Al­þjóða­hús veiti mjög fjöl­breytta og mik­il­væga þjón­ustu sem stend­ur íbú­um Mos­fells­bæj­ar jafnt sem öðr­um íbú­um lands­ins til boða. Hluti þjón­ust­unn­ar, svo sem al­menn ráð­gjöf er veitt án end­ur­gjalds, fyr­ir aðra þjón­ustu er greitt sam­kvæmt gjaldskrá. Tek­ið er heils­hug­ar und­ir þau sjón­ar­mið að ábyrgð á rekstr­ar­tekj­um um­fram tekj­ur af veittri þjón­ustu eigi að vera á hendi rík­is­ins en ekki ein­stakra sveit­ar­fé­laga. Ekk­ert mæl­ir gegn því að sveit­ar­fé­lög­in greiði fyr­ir túlka­þjón­ustu, ráð­gjöf, fræðslu, leið­bein­ing­ar og ann­að sem er stend­ur til boða. %0DFræðslu- og menn­ing­ar­svið kem­ur í mikl­um mæli að þjón­ustu við börn af er­lendu bergi brotnu og fjöl­skyld­ur þeirra, í því ljósi er lagt til við bæj­ar­ráð að sjón­ar­mið fræðslu­nefnd­ar verði aflað áður en end­an­leg af­greiðsla máls­ins fer fram.%0D

          • 4. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp200701062

            Fjöl­skyldu­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við frum­varp­ið og tel­ur breyt­ing­arn­ar skref í rétta átt.

            • 5. Sjálfs­björg fé­lag fatl­aðra, um­sókn um styrk200610005

              Fjöl­skyldu­nefnd sam­þykk­ir að veita styrk að upp­hæð kr. 100.000,-.

              • 6. Vímu­laus æska - um­sókn um styrk200610020

                Fjöl­skyldu­nefnd sam­þykk­ir að veita styrk að upp­hæð kr. 50.000,-.

                • 7. Er­indi frá Kvenna­at­hvarfs, beiðni um rekstr­ar­styrk fyr­ir árið 2007200610066

                  Fjöl­skyldu­nefnd sam­þykk­ir að veita styrk að upp­hæð kr. 100.000,-.

                  • 8. Er­indi frá Stíga­mót­um, beiðni um styrk200610183

                    Fjöl­skyldu­nefnd sam­þykk­ir að veita styrk að upp­hæð kr. 100.000,-.

                    • 9. Nám­skeið fyr­ir kjörna full­trúa í fé­lags­mála­nefnd­um sveit­ar­fé­laga200701123

                      Lagt fram.

                      • 10. Regl­ur um fjár­hags­að­stoð, end­ur­skoð­un200701182

                        Frestað.

                        Fundargerðir til staðfestingar

                        • 11. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 24200701006F

                          Sam­þykkt.

                          • 12. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 442200701008F

                            Sam­þykkt.

                            • 13. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 443200701014F

                              Sam­þykkt.

                              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00