Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. mars 2007 kl. 17:15,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Gunnhildur Sæmundsdóttir og Sólborg Alda Pétursdóttir skólafulltrúar


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Skóla­da­gatal 2007-8200609170

      Til máls tóku, GA, HS, ASG, GDA HR, JM, HJ. Skóla­da­ga­tal­ið hef­ur ver­ið kynnt öll­um hlut­að­eig­andi að­il­um. Til­laga kom frá kenn­ur­um grunn­skól­anna um að vetr­ar­frí­ið yrði á haustönn og liggja fag­leg rök þar að baki. Fræðslu­nefnd legg­ur til að breyt­ing verði gerð á fyr­ir­liggj­andi drög­um að skóla­da­ga­tali og vetr­ar­frí verði fært frá fe­brú­ar til 25. 26. og 29. októ­ber. Sam­þykkt með 5 at­kvæð­um. Grunn­skóla­full­trúa er fal­ið að kanna hvort mögu­leiki er á sam­ræm­ingu vetr­ar­fría á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og upp­lýsa nefnd­ina um und­ir­tekt­ir.

      • 2. Skóla­da­gatal leik­skóla 2007-08200703012

        Til máls tóku HS, HJ, ERF, GS og ASG. Til­laga að daga­tal­inu er frá stjórn­end­um leik­skól­anna og hafa for­eldr­ar kynnt sér daga­tal­ið og ekki gert at­huga­semd við það. Skóla­da­ga­tal­ið er sam­þykkt með 5 at­kvæð­um. Leik­skóla­full­trúa fal­ið að kanna að­stöðu þeirra barna sem eru að hætta í leik­skól­an­um og byrja í grunn­skól­an­um.

        • 3. Mos­for­eldr­ar - álykt­un stofn­fund­ar200702002

          Til máls tóku HS, AKG, ERF. GDA, SAP, KT, ASG%0DFræðslu­nefnd legg­ur til við bæj­aráð að áheyrn­ar­full­trú­ar for­eldra í fræðslu­nefnd fái greitt fyr­ir funda­setu eins og að­r­ir full­trú­ar. Enn­frem­ur legg­ur fræðslu­nefnd til að full­trú­ar for­eldra í for­eldra­ráð­um grunn­skól­anna fái greitt fyr­ir allt að 9 fundi á hverju skóla­ári. Sam­þykkt með 5 at­kvæð­um.

          • 4. Bruna­varn­ir í leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar200703004

            Til máls tóku HS, ASG, HJ og KT. Lagt fram til upp­lýs­ing­ar. Fræðalu­nefnd þakk­ar leik­skóla­stjór­um fyr­ir sam­an­tekt­ina og fagn­ar frum­kvæði þeirra að frek­ari sam­starfi við slökkvilið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

            • 5. Bruna­mál í grunn­skól­um200609152

              Til máls tóku HS, ASG, JM, GDA, HJ og HR. Lagt fram til upp­lýs­ing­ar. Fræðslu­nefnd þakk­ar stjórn­end­um grunn­skól­anna fyr­ir sam­an­tekt­ina. Ljóst að und­ir­bún­ing­ur og áætlan­ir eru til fyr­ir­mynd­ar.

              • 6. Út­tekt á mötu­neyt­um leik- og grunn­skóla200702098

                Til máls tóku HS, GDA, ERF %0DFræðslu­nefnd fel­ur grunn­skóla­full­trúa að afla til­boða í út­tekt á mötu­neyt­um leik- og grunn­skóla skv. verk­lýs­ingu. Sam­þykkt með 5 at­kvæð­um.

                • 7. Er­indi Sam­bands ísl.sveit­ar­fé­laga varð­andi Brann­punkt Nor­den 2007200701188

                  Til máls tóku HS, HR, SAP og HJ. Lagt fram til kynn­ing­ar.

                  • 8. Breyt­ing­ar á gjaldskrá skóla­mál­tíða200703045

                    Til máls tóku HS, GDA, JM, KT, ASG%0DFræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar fagn­ar ákvörð­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar um lækk­un virð­is­auka­skatts á mat­væli sem tók gildi 1. mars sl. Mik­il­vægt er að lækk­un­in skili sér til barna­fjöl­skyldna í bæj­ar­fé­lag­inu og því legg­ur nefnd­in til við bæj­ar­ráð að verð á skóla­mál­tíð­um í leik- og grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar verði lækkað um 5%. Lækk­un­in er byggð á raun­lækk­un mál­tíða að teknu til­liti til rekstr­ar- og launa­kostn­að­ar. Lagt er til að lækk­un­in mið­ist við 1. mars og er fjár­mála­deild falin nán­ari út­færsla máls­ins. Jafn­framt eru skóla­stjórn­end­ur grunn­skól­anna hvatt­ir til að láta virð­is­auka­lækk­un­ina ná til ann­arra mat­væla sem seld eru til nem­enda í skól­un­um.%0DSam­þykkt með 5 at­kvæð­um.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30