6. mars 2007 kl. 17:15,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir og Sólborg Alda Pétursdóttir skólafulltrúar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skóladagatal 2007-8200609170
Til máls tóku, GA, HS, ASG, GDA HR, JM, HJ. Skóladagatalið hefur verið kynnt öllum hlutaðeigandi aðilum. Tillaga kom frá kennurum grunnskólanna um að vetrarfríið yrði á haustönn og liggja fagleg rök þar að baki. Fræðslunefnd leggur til að breyting verði gerð á fyrirliggjandi drögum að skóladagatali og vetrarfrí verði fært frá febrúar til 25. 26. og 29. október. Samþykkt með 5 atkvæðum. Grunnskólafulltrúa er falið að kanna hvort möguleiki er á samræmingu vetrarfría á höfuðborgarsvæðinu og upplýsa nefndina um undirtektir.
2. Skóladagatal leikskóla 2007-08200703012
Til máls tóku HS, HJ, ERF, GS og ASG. Tillaga að dagatalinu er frá stjórnendum leikskólanna og hafa foreldrar kynnt sér dagatalið og ekki gert athugasemd við það. Skóladagatalið er samþykkt með 5 atkvæðum. Leikskólafulltrúa falið að kanna aðstöðu þeirra barna sem eru að hætta í leikskólanum og byrja í grunnskólanum.
3. Mosforeldrar - ályktun stofnfundar200702002
Til máls tóku HS, AKG, ERF. GDA, SAP, KT, ASG%0DFræðslunefnd leggur til við bæjaráð að áheyrnarfulltrúar foreldra í fræðslunefnd fái greitt fyrir fundasetu eins og aðrir fulltrúar. Ennfremur leggur fræðslunefnd til að fulltrúar foreldra í foreldraráðum grunnskólanna fái greitt fyrir allt að 9 fundi á hverju skólaári. Samþykkt með 5 atkvæðum.
5. Brunamál í grunnskólum200609152
Til máls tóku HS, ASG, JM, GDA, HJ og HR. Lagt fram til upplýsingar. Fræðslunefnd þakkar stjórnendum grunnskólanna fyrir samantektina. Ljóst að undirbúningur og áætlanir eru til fyrirmyndar.
6. Úttekt á mötuneytum leik- og grunnskóla200702098
Til máls tóku HS, GDA, ERF %0DFræðslunefnd felur grunnskólafulltrúa að afla tilboða í úttekt á mötuneytum leik- og grunnskóla skv. verklýsingu. Samþykkt með 5 atkvæðum.
7. Erindi Sambands ísl.sveitarfélaga varðandi Brannpunkt Norden 2007200701188
Til máls tóku HS, HR, SAP og HJ. Lagt fram til kynningar.
8. Breytingar á gjaldskrá skólamáltíða200703045
Til máls tóku HS, GDA, JM, KT, ASG%0DFræðslunefnd Mosfellsbæjar fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um lækkun virðisaukaskatts á matvæli sem tók gildi 1. mars sl. Mikilvægt er að lækkunin skili sér til barnafjölskyldna í bæjarfélaginu og því leggur nefndin til við bæjarráð að verð á skólamáltíðum í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar verði lækkað um 5%. Lækkunin er byggð á raunlækkun máltíða að teknu tilliti til rekstrar- og launakostnaðar. Lagt er til að lækkunin miðist við 1. mars og er fjármáladeild falin nánari útfærsla málsins. Jafnframt eru skólastjórnendur grunnskólanna hvattir til að láta virðisaukalækkunina ná til annarra matvæla sem seld eru til nemenda í skólunum.%0DSamþykkt með 5 atkvæðum.