24. ágúst 2006 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skólaakstur skólaárið 2006-7200608041
Óskað er eftir afstöðu um skólaakstur, framlengingu samnings, þjónustustig, erindi íþróttafulltrúa og akstursbeiðni í Miðdal
Björn Þráinn Þórðarson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.%0D%0DTil máls tóku: BÞÞ, HSv, JS, SÓJ og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs að semja um skólaakstur skólaárið 2006-2007. Jafnframt samþykkt að fara að tillögu íþróttafulltrúa varðandi akstur á Varmársvæðinu varðandi frístundasel o.fl.%0DEnnfremur samþykkt að vísa erindi vegna aksturs að Miðdal til bæjarstjóra til skoðunar.
2. Umsagnarbeiðni vegna veitingaleyfis200608139
Óskað er umsagnar Mosfellsbæjar á umsókn um veitingaleyfi golfklúbbsins Kjalar
Samþykkt með þremur atkvæðum að gera ekki athugasemd við umsókn Golfklúbbsins Kjalar um veitingaleyfi.
3. Erindi Kópavogsbæjar v.óverulega breytingu á svæðisskipulagi - Glaðheimar200608140
Óskað er athugasemda eða umsagnar vegna óverulegrar breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
4. Erindi Ágústs Guðnasonar v.byggingarframkvæmdir við Skálahlíð 27200608148
Óskað er heimildar til framkvæmda vegna Skálahlíðar 27
Til máls tóku: SÓJ, HSv, MM og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að ekki sé hægt að verða við framkomnu erindi og í því sambandi vísað til 8. greinar í samkomulagi um lóðir við Skálahlíð.
5. Erindi Lagastoðar f.h. Trébúkka v. land í Láguhlíð200608153
Óskað er afstöðu til hugsanlegra kaupa á Láguhlíð
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarritari til skoðunar.
6. Umsókn um atvinnulóð200608160
Óskað er eftir lóð undir ca. 2.000 m2 tölvutækjasal
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra til skoðunar.
7. Deiliskipulag vegna Langatanga 1 a200512083
Formleg úthlutun lóðarinnar til Bæjardekks hefur ekki farið fram óskað er eftir afstöðu bæjarráðs
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta Bæjardekki ehf lóðinni nr. 5 við Langatanga með hefðbundnum skilyrðum.