Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. ágúst 2006 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Skóla­akst­ur skóla­ár­ið 2006-7200608041

      Óskað er eftir afstöðu um skólaakstur, framlengingu samnings, þjónustustig, erindi íþróttafulltrúa og akstursbeiðni í Miðdal

      Björn Þrá­inn Þórð­ar­son for­stöðu­mað­ur fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs sat fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið.%0D%0DTil máls tóku: BÞÞ, HSv, JS, SÓJ og KT.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila for­stöðu­manni fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs að semja um skóla­akst­ur skóla­ár­ið 2006-2007. Jafn­framt sam­þykkt að fara að til­lögu íþrótta­full­trúa varð­andi akst­ur á Varmár­svæð­inu varð­andi frí­stunda­sel o.fl.%0DEnn­frem­ur sam­þykkt að vísa er­indi vegna akst­urs að Mið­dal til bæj­ar­stjóra til skoð­un­ar.

      • 2. Um­sagn­ar­beiðni vegna veit­inga­leyf­is200608139

        Óskað er umsagnar Mosfellsbæjar á umsókn um veitingaleyfi golfklúbbsins Kjalar

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við um­sókn Golf­klúbbs­ins Kjal­ar um veit­inga­leyfi.

        • 3. Er­indi Kópa­vogs­bæj­ar v.óveru­lega breyt­ingu á svæð­is­skipu­lagi - Glað­heim­ar200608140

          Óskað er athugasemda eða umsagnar vegna óverulegrar breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

          • 4. Er­indi Ág­ústs Guðna­son­ar v.bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir við Skála­hlíð 27200608148

            Óskað er heimildar til framkvæmda vegna Skálahlíðar 27

            Til máls tóku: SÓJ, HSv, MM og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að ekki sé hægt að verða við fram­komnu er­indi og í því sam­bandi vísað til 8. grein­ar í sam­komu­lagi um lóð­ir við Skála­hlíð.

            • 5. Er­indi Laga­stoð­ar f.h. Tré­búkka v. land í Lágu­hlíð200608153

              Óskað er afstöðu til hugsanlegra kaupa á Láguhlíð

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­rit­ari til skoð­un­ar.

              • 6. Um­sókn um at­vinnu­lóð200608160

                Óskað er eftir lóð undir ca. 2.000 m2 tölvutækjasal

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­stjóra til skoð­un­ar.

                • 7. Deili­skipu­lag vegna Langa­tanga 1 a200512083

                  Formleg úthlutun lóðarinnar til Bæjardekks hefur ekki farið fram óskað er eftir afstöðu bæjarráðs

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að út­hluta Bæj­ar­dekki ehf lóð­inni nr. 5 við Langa­tanga með hefð­bundn­um skil­yrð­um.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:25