15. október 2007 kl. 17:15,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samvinna menningarmálanefndar og bæjarlistamanns um kynningu á sér og verkum sínum innan Mosfellsbæjar.200608268
Í samræmi við 7. gr. reglna um val á bæjarlistamanni hefur Ólöf Oddgeirsdóttir, bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2007, verið boðuð á fundinn.
Í samræmi við 7. gr. reglna um val á bæjarlistamanni kom Ólöf Oddgeirsdóttir, bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2007, á fund menningarmálanefndar til að ræða hvernig best verður staðið að því að kynna bæjarlistamanninn og verk hans, bænum og listamanninum til framdráttar.
2. Aðventutónleikar 2007200710087
Lagt er til að aðventutónleikarnir verði að þessu sinni þann 6. desember. Áætlaður kostnaður er 250.000,- og leggur nefndin til að fjármunir verði teknir úr Lista- og menningarsjóði, enda rúmast upphæðin innan ramma samþykktrar áætlunar um sjóðinn.
3. Og fjöllin urðu kyr - upptaka á hátíðardagsskrá í tilefni 20 ára afmæli Mosfellsbæjar200710089
Lagt er til við bæjarstjórn að hátíðardagskráin "Og fjöllin urðu kyr" verði tekin upp og útgjöld vegna upptökunnar verði tekinn úr Lista- og menningarsjóði, alls 500.000,- enda rúmast upphæðin innan ramma samþykktrar áætlunar um sjóðinn.
4. Erindi Sögufélagsins varðandi styrk200709088
Umsögn vísað til bæjarráðs.
5. Erindi Samorku vegna 100 ára afmælis hitaveitu á Íslandi - upphafið í Mosfellsbæ200703220
Samorka hefur ákveðið að kosta gerð útilistaverks í Mosfellsbæ, sem staðsett verður á nýju torgi á móti bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar.%0DMenningarmálanefndin leggur til við bæjarstjórn að staðfesta framlögð drög að samkeppnislýsingu með þeim breytingum sem fram komu á fundinum. Þá leggur menningarmálanefnd til að varafomaður nefndarinnar, Ásta B. Björnsdóttir, verði fulltrúi Mosfellsbæjar í forvalsdómnefnd og Bryndís Brynjarsdóttir, verði fulltrúi Mosfellsbæjar í dómnefnd lokaðrar samkeppni.%0DEnn fremur leggur menningarmálanefnd til við bæjarstjórn að Lista- og menningarsjóður standi undir hluta af launum til þess listamanns sem verður fyrir valinu, sjá samkeppnislýsingu. Með því er Mosfellsbær að koma til móts við 20 ára afmælissamþykkt bæjarins um byggingu útilistaverks.