Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. maí 2007 kl. 17:15,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Út­tekt á mötu­neyt­um leik- og grunn­skóla200702098

      Lagt var fram end­ur­skoð­að til­boð Sýn­is að upp­hæð 800.000,- um út­tekt á mötu­neyt­um leik- og grunn­skóla vor­ið 2007.%0D%0DFræðslu­nefnd legg­ur til við bæj­ar­ráð að sam­þykkja til­boð­ið og ósk­ar eft­ir fjár­veit­ingu til verks­ins.%0D%0DTil máls tóku: HS,HÖZS,GDA.%0D%0DSam­þykkt með 5 at­kvæð­um.

      • 2. Starfs­áætlun grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar 2007-8200704172

        Starfsáætlanir voru lagðar fram með gögnum síðasta fundar.

        Skóla­stjór­ar Lága­fells­skóla og Varmár­skóla kynntu star­fáætlan­ir skól­anna.%0D%0DTil máls tóku: HS,SJ,EHÓ,BÞÞ,VAG,HJ,ASG,GDA,GA.%0D%0DFull­trú­ar S og B lista leggja fram eft­ir­far­andi bók­un:%0D"Grunn­skól­ar Mos­fells­bæj­ar hafa lagt fram vel ígrund­að­ar starfs­áætlan­ir fyr­ir starfs­ár­ið 2007-2008 sem bera vott um mik­inn vilja til metn­að­ar­fulls skólastarfs. %0DAt­hygli og áhyggj­ur vek­ur þó að skóla­stjóri Varmár­skóla lýs­ir áhyggj­um vegna skertra rekstr­ar­fram­laga. Yf­ir­vof­andi sé að færa þurfi fé af launa­lið­um yfir á rekstr­arliði, m.a. vegna við­halds tækja og áhalda, en ekk­ert var áætlað fyr­ir þann lið.%0DEr vand­séð hvaða rök hafa leg­ið þar að baki.%0DEnn­frem­ur er það sér­stakt áhyggju­efni að símennt­un stjórn­enda grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar virð­ist ekki upp­fylla þær þarf­ir sem þar eru fyr­ir hendi varð­andi ný­sköp­un og þró­un­ar­starf." %0D%0DFull­trúi Sam­fylk­ing­ar lagði fram eft­ir­far­andi bók­un:%0D%0D"Full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafa varað við því á und­an­förn­um árum að ekki sé skyn­sam­legt að þrengja þann­ig að fjár­veit­ing­um til grunn­skól­anna að stuðn­ings­st­arf við nem­end­ur og þró­un­ar­starf inn­an skól­anna beri skaða af sem og að tækja­kost­ur og við­hald mann­virkja líði fyr­ir."%0D%0DFull­trú­ar D og V-list lögðu fram eft­ir­far­andi bók­un:%0D%0D"Full­trú­ar D og V – lista lýsa sér­stakri undr­un sinni á bók­un­um minni­hlut­ans sem fel­ur í sér veru­lega mót­sögn, þar sem full­trú­ar B og S lista hafa á sama fundi lýst yfir ánægju sinni og að­dá­un á því grósku­mikla starfi sem kynnt er í starfs­áætl­un­um beggja grunn­skól­anna.%0D%0DStofn­an­ir Mos­fells­bæj­ar hafa síð­ustu ár búið við fjár­hags­legt og fag­legt sjálf­stæði þar sem stjórn­end­ur hafa sinnt ábyrgri fjár­mála­stjórn. Þessi þátt­ur hef­ur ekki stað­ið öfl­ugu skólastarfi í Mos­fells­bæ fyr­ir þrif­um eins og fram­lagð­ar starfs­áætlan­ir grunn­skól­anna bera með sér. Áætlan­irn­ar lýsa blóm­legu, metn­að­ar­fullu og öfl­ugu skóla- og þró­un­ar­starfi þar sem unn­in eru á fjórða tug þró­un­ar­verk­efna sem er eins­dæmi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. %0D%0DEkk­ert kem­ur fram í starfs­áætl­un­um skól­anna sem bend­ir til þess að hvorki stuðn­ings- og þró­un­ar­starfi skól­anna, né símennt­un stjórn­enda stafi ógn af fjár­veit­ing­um til fræðslu­mála enda væri þá skólast­arf vart svo blóm­legt."%0D%0DFræðslu­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að stað­festa fram­lagð­ar starfs­áætlan­ir.

        • 3. Til­laga að end­ur­skoð­un á stjórn­un Varmár­skóla200705108

          Til máls tóku: HS,BÞÞ,GDA,SJ,BÞÞ,ASG,VAG,EHÓ,HJ.%0D%0DFræðslu­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að stefna að því á þess­um tíma­mót­um í stjórn­un Varmár­skóla að taka upp 2ja skóla­stjóra kerfi við skól­ann. Þá verði sviðs­stjóra fal­ið að aug­lýsa stöð­urn­ar. Jafn­framt er sviðs­stjóra fal­ið að leita til bæj­ar­ráðs varð­andi starfslok Helgu Richter og Vikt­ors A. Guð­laugs­son­ar í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað.%0D%0DSam­þykkt með 5 at­kvæð­um.

          • 4. Fé­lags­mið­stöð á Vest­ur­svæði200705110

            For­eldr­ar hafa óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um stöðu mála varð­andi upp­bygg­ingu fé­lags­mið­stöðv­ar á Vest­ur­svæði.%0D%0DFor­eldr­ar upp­lýst­ir um stöðu mála. 4. áfangi er nú í hönn­un.%0D%0DTil máls tóku: HS,HÖZS.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 20:55