15. apríl 2008 kl. 17:15,
fundarherbergi bæjarstjórnar
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Krikaskóla - staða hönnunar200804187
Á fundinn koma skólaráðgjafi og landslagsarkitektar frá Bræðingi og kynna stöðu hönnunar á Krikaskóla.
Á fundinn mættu Helgi Grímsson, skólaráðgjafi og Emil Gunnar Guðmundsson, landslagsarkitekt til að kynna stöðu hönnunar á Krikaskóla.
2. Lausar kennslustofur í Helgafellshverfi200804176
Kynnt var hver staðan er á uppsetningu kennslustofa í Helgafellslandi, þar sem gert er ráð fyrir að starfsemi Krikaskóla hefjist.
3. Leik- og grunnskóli fyrir eins til níu ára börn í Leirvogstungu - undirbúningur200804185
Kynnt var tillaga um útboðsferli, svo kallaðar samkeppnisviðræður. Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að farið verði í framangreint útboðsferli í samræmi við framlagt minnisblað og flæðirit með þeim breytingum sem fram komu á fundinum. Þá leggur fræðslunefnd til að mótuð verði tillaga um vinnubrögð og samsetningu fagráðs/vinnuhóps sem kynnt er í framlögðu minnisblaði.%0D%0DStaðfest með 5 atkvæðum.
4. Heilsdagskóli - frístund 2008-9200804188
Málinu frestað.
5. Ævintýragarður í Ullarnesbrekku200802062
Fyrir nefndinni lá minnisblað frá 224. fundi skipulags- og byggingarnefndar um Ævintýragarð. Fræðslunefnd leggur áherslu að leitað verði til leik- og grunnskóla, starfsfólks, foreldra og nemenda, varðandi hugmyndir um garðinn svo hann hafi fræðslugildi, rétt eins og garðinum er ætlað að hafa tómstunda- og afþreyingagildi. Þá verði nýttur áhugi skólanna á að byggja upp útivistarþrautir, sem byggja á náttúrufræði og raungreinum. Einnig þarf að huga vel að tengingu svæðisins við stígakerfi bæjarins og hugað að aðstöðu fyrir skólabörn almennt.
6. Undirbúningur að stofnun framhaldsskóla í Mosfellsbæ200801320
Málinu frestað.
7. Erindi stjórnenda Varmárskóla varðandi aðstoð Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar í máli einstaklings.200709146
Trúnaðarmál - upplýsingar um stöðu einstaklingsmáls.
Trúnaðarmál.