10. september 2007 kl. 17:15,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Í túninu heima - 2006200603072
Farið yfir hvernig til tókst og leitað eftir framtíðarhugmyndum.
Á fundinn mætti Daði Þór Einarsson, umsjónarmaður bæjarhátíðarinnar "Í túninu heima".%0D%0DBæjarhátíðin er nú haldin í þriðja sinn og tókst með ágætum, allt frá 20 ára afmæli bæjarins 9. ágúst, sem telst upphafsdagur hátíðarinnar, fram á síðasta dag þann 26. ágúst. Skilaboð frá þátttakendum í hátíðinni eru yfirleitt á einn veg og telja flestir að hátíðin sé komin til að vera.%0D%0DMenningarmálanefnd lýsir yfir ánægju sinni með hátíðina og leggur til að tekið verði til skoðunar hvernig skipulag og framkvæmd hátíðarinnar næsta árs verði best fyrir komið.
2. Vinabæjarmálefni 2007-8200709063
Farið yfir verkefni vetrarins, sem snýst um undirbúning Vinabæjarmóts í Mosfellsbæ í júní 2008.
Á fundinn mætti Helga Jónsdóttir verkefnisstjóri norrænna vinabæjarverkefna.%0D%0DLögð var fram skýrsla um vinnuskiptaverkefni unglinga frá vinabæjum í Mosfellsbæ 2007. Um er að ræða 16. skipti sem þetta verkefni fer fram.%0D%0DÞá var farið yfir stöðu mála varðandi Norrænt vinabæjarmót sem haldið verður í Mosfellsbæ 13. og 14. júní 2008.
3. Kynning á fornleifauppgreftrinum að Hrísbrú og MAP-verkefninu200608244
Nefndarmönnum verður kynntur lauslegur afrakstur sumarsins.
Staða fornleifaverkefnisins að Hrísbrú kynnt. Í sumar var uppgrafinn 27 m langur skáli frá landnámstíð og verður hann að teljast einstakur í íslenskri byggingar- og fornleifasögu.