Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. nóvember 2006 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi - umsagnir og vísanir

    • 1. Er­indi Lex lög­manns­stofu vegna stefnu eig­enda Sól­heima­kots.200506221

      Kynnt er niðurstaða Hæstaréttar Íslands sem sýknar Mosfellsbæ af kröfu um að synjun um byggingarleyfi væri ólögmæt.%0D

      Lagt fram.

      • 2. Bréf frá Sorpu bs v/drög að þjón­ustu­samn­ingi.200609036

        Vísað til bæjarstjóra á 798. fundi bæjarráðs. Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.%0D

        Til máls tóku: RR, HSv, JS og MM. %0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gera svo­felld­ar at­huga­semd­ir við fyr­ir­liggj­andi drög að þjón­ustu­samn­ingi. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar legg­ur á það áherslu að mót­töku­stöð Sorpu bs. verði áfram stað­sett að sinni á nú­ver­andi stað við Blíðu­bakka í Mos­fells­bæ. Ef um það er al­menn­ur vilji að­ild­ar­sveit­ar­fé­lag­anna að mót­töku­gjöld sem íbú­ar greiða verði af­lögð, verði það gert í til­rauna­skyni til eins árs.

        • 3. Er­indi Al­þing­is, beiðni um um­sögn á frum­varpi til laga um lög­heim­ili og skipu­lags- og bygg­ing­ar­lög200610137

          Bæjarráð óskaði 798. fundi sínum umsagnar bæjarritara á frumvarpi til laga um breytingu á lögheimilis- og skipulags- og byggingarlögum.

          Til máls tóku: SÓJ, RR, MM, JS og KT.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að koma at­huga­semd­um Mos­fells­bæj­ar á fram­færi við nefnd­ar­svið Al­þing­is.

          Almenn erindi

          • 4. Er­indi frá Stíga­mót­um, beiðni um styrk200610183

            Beiðni um styrk til rekstrar.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjöl­skyldu­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

            • 5. Er­indi Skóg­rækt­ar­fé­lags Ís­lands, varð­andi skýrslu um stefnu­mörk­un200610197

              Ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands er varðar Græna trefilinn.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­hverf­is­nefnd­ar og skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar til kynn­ing­ar.

              • 6. Er­indi Skóg­rækt­ar­fé­lags Ísl. v. vægi skóg­rækt­ar í aðal- og deili­skipu­lags­áætl­un­um200610201

                Ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands er varðar aðal- og deiliskipulagsmál sveitarfélaga.

                %0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­hverf­is­nefnd­ar og skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar til kynn­ing­ar.

                • 7. Er­indi frá Kópa­vogs­bæ, breyt­ing á svæð­is­skipu­lagi höf­uðb.sv.- Vatns­enda­hvarf200610198

                  Erindi frá Kópavogsbæ er varðar breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og varðar Vatnsendahvarf.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

                  • 8. Er­indi frá Kópa­vogs­bæ, breyt­ing á svæð­is­skipu­lagi höf­uðb.sv.- Kjóa­valla­svæði200610203

                    Erindi frá Kópavogsbæ er varðar breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og varðar Kjóvallarsvæðið.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

                    • 9. Um­sókn um fram­kvæmda- og rekstr­ar­leyfi til Fram­kvæmda­sjóðs aldr­aðra200610204

                      Minnisblað félagsmálastjóra er varðar umsókn til heilbrigðisráðuneytisins um framkvæmda- og rekstrarleyfi og framlög úr framkvæmdastjóði aldraðra.

                      Frestað.

                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:25