2. nóvember 2006 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi Lex lögmannsstofu vegna stefnu eigenda Sólheimakots.200506221
Kynnt er niðurstaða Hæstaréttar Íslands sem sýknar Mosfellsbæ af kröfu um að synjun um byggingarleyfi væri ólögmæt.%0D
Lagt fram.
2. Bréf frá Sorpu bs v/drög að þjónustusamningi.200609036
Vísað til bæjarstjóra á 798. fundi bæjarráðs. Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.%0D
Til máls tóku: RR, HSv, JS og MM. %0DSamþykkt með þremur atkvæðum að gera svofelldar athugasemdir við fyrirliggjandi drög að þjónustusamningi. Bæjarráð Mosfellsbæjar leggur á það áherslu að móttökustöð Sorpu bs. verði áfram staðsett að sinni á núverandi stað við Blíðubakka í Mosfellsbæ. Ef um það er almennur vilji aðildarsveitarfélaganna að móttökugjöld sem íbúar greiða verði aflögð, verði það gert í tilraunaskyni til eins árs.
3. Erindi Alþingis, beiðni um umsögn á frumvarpi til laga um lögheimili og skipulags- og byggingarlög200610137
Bæjarráð óskaði 798. fundi sínum umsagnar bæjarritara á frumvarpi til laga um breytingu á lögheimilis- og skipulags- og byggingarlögum.
Til máls tóku: SÓJ, RR, MM, JS og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að koma athugasemdum Mosfellsbæjar á framfæri við nefndarsvið Alþingis.
Almenn erindi
4. Erindi frá Stígamótum, beiðni um styrk200610183
Beiðni um styrk til rekstrar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
5. Erindi Skógræktarfélags Íslands, varðandi skýrslu um stefnumörkun200610197
Ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands er varðar Græna trefilinn.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisnefndar og skipulags- og byggingarnefndar til kynningar.
6. Erindi Skógræktarfélags Ísl. v. vægi skógræktar í aðal- og deiliskipulagsáætlunum200610201
Ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands er varðar aðal- og deiliskipulagsmál sveitarfélaga.
%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisnefndar og skipulags- og byggingarnefndar til kynningar.
7. Erindi frá Kópavogsbæ, breyting á svæðisskipulagi höfuðb.sv.- Vatnsendahvarf200610198
Erindi frá Kópavogsbæ er varðar breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og varðar Vatnsendahvarf.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
8. Erindi frá Kópavogsbæ, breyting á svæðisskipulagi höfuðb.sv.- Kjóavallasvæði200610203
Erindi frá Kópavogsbæ er varðar breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og varðar Kjóvallarsvæðið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
9. Umsókn um framkvæmda- og rekstrarleyfi til Framkvæmdasjóðs aldraðra200610204
Minnisblað félagsmálastjóra er varðar umsókn til heilbrigðisráðuneytisins um framkvæmda- og rekstrarleyfi og framlög úr framkvæmdastjóði aldraðra.
Frestað.