15. maí 2008 kl. 16:45,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Tómas Guðberg Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tungumelar, umsókn um breytingu á deiliskipulagi200801192
Óskað eftir umsögn umhverfisnefndar um breytingu á deiliskipulagi athafnahverfis á Tungumelum.
Til máls tóku: EKr, BS, GP, AEH, ÓPV, JBH og TGG
Embættismönnum falið að skila umsögn til Skipulags- og bygginganefndar í samræmi við umræður á fundinum.
2. Jarðvegslosun og uppgræðsla í Sogum200803062
Óskað eftir umsögn umhverfisnefndar um jarðvegslosun og uppgræðslu í Sogum.
Til máls tóku: EKr, BS, GP, AEH, ÓPV, JBH og TGG
Embættismönnum falið að skila umsögn til Skipulags- og bygginganefndar í samræmi við umræður á fundinum.
3. Aðgerðir til að minnka dreifingu svifryks út frá umferðargötum í Mosfellsbæ.200805076
Tillaga Jóhönnu Bjarkar Weisshappel og Axels Vals Birgissonar f.h. Mannvits verkfræðistofu að rannsóknum á dreifingu svifryks út frá umferðargötum inn í íbúðarbyggð.
Til máls tóku: EKr, BS, GP, AEH, ÓPV, JBH og TGG
Umhverfisnefnd óskar eftir sundurliðaðri kostnaðaráætlun og áætlun um væntanlegan árangur rannsóknarinnar frá Mannviti verkfræðistofu.
4. Hjólastæði við stofnanir og fyrirtæki í Mosfellsbæ200804288
Tillaga að uppsetningu hjólreiðastæða við stofnanir og fyrirtæki í Mosfellsbæ.
Til máls tóku: EKr, BS, GP, AEH, ÓPV, JBH og TGG
Umhverfisnefnd þakkar bréfritara fyrir góðar ábendingar og leggur til að þar sem vanti hjólreiðagrindur sé þegar ráðist í lagfæringar og hagsmunir hjólreiðamanna hafðir að leiðarljósi við endurbætur og framkvæmdir við stofnanir bæjarins.
5. Umhverfisviðurkenning fyrir árið 2008200805081
Fyrirhuguð vinna við veitingu umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2008
Til máls tóku: EKr, BS, GP, AEH, ÓPV, JBH og TGG
Embættismönnum falið að útbúa verklagsreglur og gátlista og leggja fyrir næsta fund.