20. október 2009 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heilsubærinn Mosfellsbær200909563
%0D%0D%0D%0DHaraldur Sverrisson bæjarstjóri skýrði frá viljayfirlýsingu milli PrimaCare ehf, Ístaks hf og Mosfellsbæjar um byggingu einkasjúkrahúss og hótels í Mosfellsbæ sem sérhæfir sig í liðskiptaaðgerðum, og áformum PrimaCare varðandi starfsemina.%0D %0DÞróunar- og ferðamálanefnd lýsir yfir ánægju með að PrimaCare hafi valið stofnuninni stað í Mosfellsbæ og undirstrikar það sérstöðu Mosfellsbæjar sem heilsubæjar og ítrekar uppbyggingarmöguleika sveitarfélagsins á þessu sviði til framtíðar.
2. Stefnumótun í þróunar- og ferðamálum200905226
%0D%0D%0D Lögð fram ný drög að stefnu í þróunar- og ferðamálum.
3. Mosfellsbær sem miðstöð heilsueflingar og endurhæfingar200903248
%0D%0D%0DHaraldur Sverrisson bæjarstjóri skýrði frá hugmyndum að stofnun Heilsufélags Mosfellsbæjar og kynnti drög að samþykkum þess, hlutverk og markmið í tengslum við hugmyndir Jóns Pálssonar og Sævars Kristinssonar um Mosfellsbæ sem miðstöð heilsueflingar og endurhæfingar.%0D %0DÞróunar- og ferðamálanefnd styður hugmyndir um stofnun heilsufélags og felur embættismönnum að vinna áfram að málinu.