1. febrúar 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Útboð á sorphirðu200701236
Áður á dagskrá 810. fundar bæjarráðs. Frestað og beðið um aðgang að útboðsgögnum sem hér með fylgja.%0D
Til máls tóku: HSv, JS og RR.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum framlögð drög að útboði með þeirri ábendingu bæjarráðs að bætt verði inní drögin ákvæðum varðandi þróun á sorphirðu og flokkunar þess.
2. Erindi frá Alþjóðahúsi varðandi þjónustusamning200610093
Áður á dagskrá 797. fundar bæjarráðs. Umbeðin umsögn fjölskyldunefndar meðfylgjandi.%0D
Til máls tóku: HSv, JS, RR og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fræðslunefndar til umsagnar. Janframt verði bæjarstjóra falið að taka saman upplýsingar í samræmi við umræður á fundinum.
3. Erindi Landgræðslu ríkisins varðandi uppgræðslu á Mosfellsheiði, Hengilssvæði og nágrenni200611164
Áður á dagskrá 803. fundar bæjarráðs. Umbeðin umsögn umhverfisnefndar meðfylgjandi.
Til máls tóku: HSv, %0DSamþykkt með þremur atkvæðum að verða við erindi Landgræslu ríkisins, enda áætlað fyrir verkefninu í gildandi fjárhagsáætlun ársins 2007.
Almenn erindi
4. Erindi Handverkstæðis Ásgarðs varðandi lagningu drenlagna200701274
Handverkstæðið Ásgarður leitar heimildar til þess að leggja drenlagnir við fasteign sína í Álafosskvos.
Til máls tóku: RR og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarverkfræðings til umsagnar.
5. Erindi Handverkstæðis Ásgarðs varðandi lagningu skolplagna200701275
Handverkstæðið Ásgarður leitar heimildar til þess að tengja fasteign sína í Álafosskvos frárennslirbrunni.
Til máls tóku: RR og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarverkfræðings til umsagnar.
6. Erindi Afltaks ehf varðandi umsókn um lóð fyrir leiguíbúðir200701281
Afltak ehf óskar eftir lóð til byggingar fjölbýlishúss sem ætlað verði fyrir leiguíbúðir.
Til máls tóku: HSv, RR og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að ekki sé hægt að verða við erindinu þar sem engar lausar lóðir eru fyrir hendi undir fjölbýlishús í Mosfellsbæ.
7. Umsókn um lóð við Hafravatnsveg200701284
Ingibjörg Ingólfsdóttir sækir um lóð við Hafravatnsveg.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.
8. Erindi Handverksfélags Mosfellsbæjar varðandi aðstoð í húsnæðismálum200701286
Handverksfélag Mosfellsbæjar óskar eftir aðstoð bæjarins í húsnæðismálum.
Til máls tóku: HSv, JS og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til menningarmálanefndar til umsagnar og afgreiðslu.
9. Erindi Ríkiskaupa v. fyrirhuguð rammasamningsútboð á árinu 2007200701295
Ríkiskaup vekja athygli Mosfellsbæjar á rammasamningsútboðum á árinu 2007.
Til máls tóku: MM, RR og HSv.%0DLagt fram. Erindið jafnframt sent sviðsstjórum til kynningar og tilkynnt verði um þátttöku Mosfellsbæjar eins og undanfarin ár.
10. Beiðni SAMAN hópsins um fjárstuðning við forvarnastarf á árinu 2007200701296
Saman hópurinn leitar eftir styrk til starfssemi sinnar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
11. Beiðni Heilbr.- og tryggingam.ráðun. um umsögn um drög að reglugerð um takmarkanir á tópaksreykingum200701297
Heilbrigðisráðuneytið leitar eftir umsögn Mosfellsbæjar varðandi reglugerð um takmarkanir á tóbaksreykingum og smásölu tóbaks.
Lagt fram.
12. Erindi Menntamálaráðuneytisins v. æskulýðsrannsóknirnar Ungt fólk, stefnumótun í málefnum barna og ungs fólks200701298
Lagt fram. Jafnframt samþykkt að senda erindið til fræðslunefndar til kynningar.
13. Minnisblað bæjarstjóra varðandi svör við fyrirspurnum200701312
Svör við fyrirspurnum Marteins Magnússonar.
Til máls tóku: RR, MM, HSv og JS.%0DLagt fram.
14. Greiðsludreifing fasteignagjalda 2007200701333
Samþykkt með þremur atkvæðum að breyta gjalddögum fasteignagjalda á árinu 2007 þannig að þeir verði 15. dagur hvers mánaðar frá febrúar til október í stað janúar til september eins og áður hafði verið ákveðið.