Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. apríl 2009 kl. 17:15,
4. hæð Mosfell


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Deili­skipu­lag Varmár­skóla­svæð­is200803137

      Skipulagsnefnd hefur falið starfsmönnum umhverfissviðs að kynna drög að deiliskipulagi Varmárskólasvæðisins. Á fundinn mætir Finnur Birgisson, skipulagsfulltrúi.

      %0D%0DDrög að deili­skipu­lagi fyr­ir Varmár­skóla­svæð­ið lagt fram.  Skipu­lags­full­trúi svar­aði ein­stök­um spurn­ing­um.  %0D %0DÍ­þrótta- og tóm­stunda­nefnd hef­ur ekki at­huga­semd­ir við fram­lögð drög í heild sinni.

      • 2. Við­auki við samn­ing UMFA og Mos­fells­bæj­ar um fram­lag til meist­ara­flokka - 2009200904030

        Lagður fram viðauki í samræmi við samning frá 2008, sem einnig fylgir.

        %0D%0D%0DVið­auki við samn­ing UMFA og Mos­fells­bæj­ar um fram­lag til meist­ara­flokka 2009 lagð­ur fram.  Þar kveð­ur á um ár­ang­urs­markmið á keppnis­ár­inu 2009.%0D %0DÍ­þrótta- og tóm­stunda­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að sam­þykkja við­auk­ann, enda rúm­ast fjárupp­hæð­ir inn­an fjár­hags­áætl­un­ar árs­ins 2009.

        • 3. Styrk­ir til efni­legra ung­menna 2009200902205

          Afgreiðslu frestað á síðasta fundi. Vinsamlega takið með gögn málsins frá þeim fundi.

          %0D%0D%0DÍ­þrótta- og tóm­stunda­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að styrk­ir til efni­legra ung­menna 2009 verði með þeim hætti að styrk­þeg­ar fái sam­bæri­leg­an vinnu­tíma og laun og öðr­um ung­ling­um í Vinnu­skóla og ung­menn­um í sum­ar­vinnu stend­ur til boða þetta árið.  Að því gefnu er lagt til að eft­ir­far­andi ung­menni hljóti styrk:%0DLára Kristín Peder­sen, Kristrún Halla Gylfa­dótt­ir, Sig­ríð­ur Þóra Birg­is­dótt­ir og Alda Snorra­dótt­ir til að iðka knatt­spyrnu.  Sæv­ar Bald­ur Lúð­víks­son til að iðka skylm­ing­ar.  Arn­ar Logi Lúth­ers­son til að iðka hestaí­þrótt­ir.  Ragn­heið­ur Erla Björns­dótt­ir til að stunda söngnám.  Gísli Gylfa­son til að iðka taekwondo.  Páll Theó­dórs­son til að iðka golf.  Dagný Ág­ústs­dótt­ir til að iðka badm­inton.  Hall­dóra Þóra Birg­is­dótt­ir til að iðka knatt­spyrnu og stunda pí­anó­leik.  Sigrún Jarls­dótt­ir til að stunda fiðlu­leik.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:29