6. apríl 2009 kl. 17:15,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Deiliskipulag Varmárskólasvæðis200803137
Skipulagsnefnd hefur falið starfsmönnum umhverfissviðs að kynna drög að deiliskipulagi Varmárskólasvæðisins. Á fundinn mætir Finnur Birgisson, skipulagsfulltrúi.
%0D%0DDrög að deiliskipulagi fyrir Varmárskólasvæðið lagt fram. Skipulagsfulltrúi svaraði einstökum spurningum. %0D %0DÍþrótta- og tómstundanefnd hefur ekki athugasemdir við framlögð drög í heild sinni.
2. Viðauki við samning UMFA og Mosfellsbæjar um framlag til meistaraflokka - 2009200904030
Lagður fram viðauki í samræmi við samning frá 2008, sem einnig fylgir.
%0D%0D%0DViðauki við samning UMFA og Mosfellsbæjar um framlag til meistaraflokka 2009 lagður fram. Þar kveður á um árangursmarkmið á keppnisárinu 2009.%0D %0DÍþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann, enda rúmast fjárupphæðir innan fjárhagsáætlunar ársins 2009.
3. Styrkir til efnilegra ungmenna 2009200902205
Afgreiðslu frestað á síðasta fundi. Vinsamlega takið með gögn málsins frá þeim fundi.
%0D%0D%0DÍþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að styrkir til efnilegra ungmenna 2009 verði með þeim hætti að styrkþegar fái sambærilegan vinnutíma og laun og öðrum unglingum í Vinnuskóla og ungmennum í sumarvinnu stendur til boða þetta árið. Að því gefnu er lagt til að eftirfarandi ungmenni hljóti styrk:%0DLára Kristín Pedersen, Kristrún Halla Gylfadóttir, Sigríður Þóra Birgisdóttir og Alda Snorradóttir til að iðka knattspyrnu. Sævar Baldur Lúðvíksson til að iðka skylmingar. Arnar Logi Lúthersson til að iðka hestaíþróttir. Ragnheiður Erla Björnsdóttir til að stunda söngnám. Gísli Gylfason til að iðka taekwondo. Páll Theódórsson til að iðka golf. Dagný Ágústsdóttir til að iðka badminton. Halldóra Þóra Birgisdóttir til að iðka knattspyrnu og stunda píanóleik. Sigrún Jarlsdóttir til að stunda fiðluleik.