Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. mars 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi - umsagnir og vísanir

    • 1. Er­indi Um­hverf­is­ráðu­neyt­is­ins varð­andi kæru Varmár­sam­tak­anna200702090

      Til máls tóku: HSv, JS, RR, MM og KT.%0D%0DBæj­ar­ráð sam­þykk­ir að Tungu­veg­ur, tengi­veg­ur frá Leir­vogstungu og Tungu­bökk­um að Skeið­holti skuli fara í form­legt um­hverf­is­mat skv, lög­um nr.106/2000 um mat á um­hverf­isáhrif­um fram­kvæmda. Þetta er gert þrátt fyr­ir að nið­ur­stöð­ur Um­hverf­is­stofn­un­ar og Skipu­lags­stofn­un­ar þar sem seg­ir að fram­kvæmd­in sé ekki lík­leg til að hafa í för með sér um­tals­verð um­hverf­isáhrif og skuli því ekki háð mati á um­hverf­isáhrif­um. Þetta er gert m.a. vegna þess að ný lög um um­hverf­is­mat áætl­ana kalla á að gerð sé um­hverf­is­skýrsla og vilja bæj­ar­yf­ir­völd í Mos­fells­bæ í góðri sátt við um­hverfi og íbúa ganga lengra en laga­skyld­an býð­ur. Bæj­ar­verk­fræð­ingi og skipu­lags­full­trúa er falin um­sjón með fram­kvæmd um­hverf­is­mats­ins.%0D%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.%0D%0DBók­un.%0DÉg fagna þess­ari nið­ur­stöðu og minni í því sam­bandi á til­lögu mína frá 781. fundi bæj­ar­ráðs 10. ág­úst sl. um sama efni sem þá var felld.%0DJón­as Sig­urðs­son.

      Almenn erindi

      • 2. Er­indi Rann­sókn­ar­nefnd­ar um­ferð­ar­slysa v. vörslu búfjár inn­an bæj­ar­marka Mos­fells­bæj­ar200703046

        Til máls tóku: HSv, RR, MM og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu um­hverf­is­nefnd­ar. Hesta­manna­fé­lag­inu Herði verði jafn­framt sent er­ind­ið til kynn­ing­ar.

        • 3. Er­indi Jó­hann­es­ar Eð­varðss. v. svæð­ið þar sem Ull­ar­þvotta­hús­ið stóð200703054

          Til máls tóku: Hsv, RR og KT.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­verk­fræð­ings til um­sagn­ar.

          • 4. Er­indi Jó­hann­es­ar Eð­varðss. v. leyfi til upp­setn­ing­ar á úti­leik­húsi í Ála­fosskvos200703055

            Til máls tóku: HSv, RR, KT, JS og MM.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til for­stöðu­manns fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs og bæj­ar­verk­fræð­ings til um­sagn­ar.

            • 5. Um­sókn ann­ars árs nema við Land­bún­að­ar­hásk. Ís­lands um styrk200703056

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja er­ind­inu.

              • 6. Er­indi frá Varmár­sam­tök­un­um v. út­tekt á mögu­leik­um við lagn­ingu tengi­braut­ar200703057

                Til máls tóku: HSv, RR, SÓJ, JS og MM.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fresta er­ind­inu þar sem ekki hef­ur borist form­legt und­ir­ritað er­indi frá Varmár­sam­tök­un­um eins og óskað hafði ver­ið eft­ir.

                • 7. Er­indi Lands­banka Ís­lands v. til­boð í banka­við­skipti Mos­fells­bæj­ar200703051

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjár­mála­stjóra til um­sagn­ar og af­greiðslu.

                  • 8. Um­sókn Styrkt­ar­fé­lags lam­aðra og fatl­aðra um styrk200703059

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fjár­mála­stjóra.

                    • 9. Er­indi Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga v. árs­fund og stofn­fund200703060

                      Til máls tóku: HSv, RR, JS, MM og KT.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Har­ald­ur Sverris­son formað­ur bæj­ar­ráðs verði full­trúi Mos­fells­bæj­ar á stofn­fundi Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga ohf., fari þar með at­kvæð­is­rétt sveit­ar­fé­lags­ins og und­ir­riti stofn­samn­ing sjóðs­ins.

                      • 10. Árs­reikn­ing­ur SSH 2006200703069

                        Árs­reikn­ing­ur­inn lagð­ur fram.

                        • 11. Hita­veita í Helga­dal200703074

                          Til máls tóku: RR, MM og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­verk­fræð­ingi að bjóða út stofn­lögn hita­veitu í Mos­fells­dal í sam­ræmi við minn­is­blað hans þar að lút­andi.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:50