15. mars 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi Umhverfisráðuneytisins varðandi kæru Varmársamtakanna200702090
Til máls tóku: HSv, JS, RR, MM og KT.%0D%0DBæjarráð samþykkir að Tunguvegur, tengivegur frá Leirvogstungu og Tungubökkum að Skeiðholti skuli fara í formlegt umhverfismat skv, lögum nr.106/2000 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Þetta er gert þrátt fyrir að niðurstöður Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar þar sem segir að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Þetta er gert m.a. vegna þess að ný lög um umhverfismat áætlana kalla á að gerð sé umhverfisskýrsla og vilja bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ í góðri sátt við umhverfi og íbúa ganga lengra en lagaskyldan býður. Bæjarverkfræðingi og skipulagsfulltrúa er falin umsjón með framkvæmd umhverfismatsins.%0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum.%0D%0DBókun.%0DÉg fagna þessari niðurstöðu og minni í því sambandi á tillögu mína frá 781. fundi bæjarráðs 10. ágúst sl. um sama efni sem þá var felld.%0DJónas Sigurðsson.
Almenn erindi
2. Erindi Rannsóknarnefndar umferðarslysa v. vörslu búfjár innan bæjarmarka Mosfellsbæjar200703046
Til máls tóku: HSv, RR, MM og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu umhverfisnefndar. Hestamannafélaginu Herði verði jafnframt sent erindið til kynningar.
3. Erindi Jóhannesar Eðvarðss. v. svæðið þar sem Ullarþvottahúsið stóð200703054
Til máls tóku: Hsv, RR og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarverkfræðings til umsagnar.
4. Erindi Jóhannesar Eðvarðss. v. leyfi til uppsetningar á útileikhúsi í Álafosskvos200703055
Til máls tóku: HSv, RR, KT, JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs og bæjarverkfræðings til umsagnar.
5. Umsókn annars árs nema við Landbúnaðarhásk. Íslands um styrk200703056
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.
6. Erindi frá Varmársamtökunum v. úttekt á möguleikum við lagningu tengibrautar200703057
Til máls tóku: HSv, RR, SÓJ, JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fresta erindinu þar sem ekki hefur borist formlegt undirritað erindi frá Varmársamtökunum eins og óskað hafði verið eftir.
7. Erindi Landsbanka Íslands v. tilboð í bankaviðskipti Mosfellsbæjar200703051
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjármálastjóra til umsagnar og afgreiðslu.
8. Umsókn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um styrk200703059
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar fjármálastjóra.
9. Erindi Lánasjóðs sveitarfélaga v. ársfund og stofnfund200703060
Til máls tóku: HSv, RR, JS, MM og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að Haraldur Sverrisson formaður bæjarráðs verði fulltrúi Mosfellsbæjar á stofnfundi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., fari þar með atkvæðisrétt sveitarfélagsins og undirriti stofnsamning sjóðsins.
10. Ársreikningur SSH 2006200703069
Ársreikningurinn lagður fram.
11. Hitaveita í Helgadal200703074
Til máls tóku: RR, MM og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarverkfræðingi að bjóða út stofnlögn hitaveitu í Mosfellsdal í samræmi við minnisblað hans þar að lútandi.