20. desember 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Sérstakar húsaleigubætur200702163
Síðast á dagskrá 465. fundar bæjarstjórnar þar sem erindinu var frestað. Nú lagt fram að nýju til umfjöllunar í bæjarráði.
Fundinn sat undir þessum dagskrárlið Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) félagsmálastjóri.%0D%0DTil máls tóku: UVI, KT, JS, SÓJ, MM, HSv og HS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að samþykkja framlagðar reglur um sérstakar húsaleigubætur eins og þær liggja fyrir og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn. Félagsmálastjóra jafnframt falið að koma með tillögu um viðbótartexta áður en reglurnar hljóta staðfestingu bæjarstjórnar.
Almenn erindi
2. Desjamýri, úthlutun lóða, úthlutunarskilmálar o.fl.200710035
Gögn vegna umsókna verða send síðar í dag eða fyrramálið. Undirbúningur að fyrstu umfjöllun um úthlutanir í Desjamýri.
Frestað.
3. Þakkir vegna vígslu gervigrasvallar að Varmá200711237
Þakkarbréfið lagt fram.
4. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi reiðleið að Hafravatni200712076
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarverkfræðings til umsagnar.
5. Erindi Vodafone varðandi fjarskiptastöð á Úlfarsfelli200712089
Til máls tóku: HS, MM, HSv, JS og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarverkfræðings til umsagnar.
6. Erindi Alþingis varðandi frumvörp um grunnskóla og leikskóla200712094
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til forstöðumanna fræðslu- og menningarsviðs til umsagnar.
7. Erindi Alþingis varðandi frumvörp um framhaldsskóla og menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda200712095
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til forstöðumanna fræðslu- og menningarsviðs til umsagnar.
8. Þakkarbréf STAMOS varðandi aðgerðir Mosfellsbæjar í starfsmannamálum200712096
Þakkarbéf STAMOS lagt fram.
9. Erindi Sorpu bs. varðandi verkefnastjórn sorpsamlaganna á suðvesturlandi200712097
Til máls tóku: HS, HSv, JS, MM og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga um greiningu kostnaðar til framtíðar og sundurliðun á hluta aðildarsveitarfélaga.
10. Viljayfirlýsing Mosfellsbæjar og Golfklúbbsins Kjalar200712098
Viljayfirlýsingin lögð fram og jafnframt samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ganga frá drögum að samkomulagi á grundvelli viljayfirlýsingarinnar.