Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. mars 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi - umsagnir og vísanir

    • 1. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins v. reið­höll200701151

      Áður á dagskrá 809. fundar bæjarráðs. Minnisblað bæjarstjóra fylgir með.%0D

      Til máls tóku: RR, JS, MM og KT.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að ganga frá kostn­að­ar­skipta­samn­ingi milli Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar og Mos­fells­bæj­ar í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað bæj­ar­stjóra og leggja fyr­ir bæj­ar­ráð.

      • 2. Er­indi Hand­verk­stæð­is Ás­garðs varð­andi lagn­ingu dren­lagna200701274

        Áður á dagskrá 811. fundar bæjarráðs þar sem beðið var um umsögn bæjarverkfræðings. Umsögnin fylgir með.%0D

        Til máls tóku: RR, JS, KT og MM.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að leggjast ekki gegn lagn­ingu dren­lagna kring­um hús­næði hand­verk­stæð­is­ins, en hand­verk­stæð­inu er bent á að leita sam­þykk­is fyr­ir fram­kvæmd­inni hjá tækni­deild Mos­fells­bæj­ar og Heil­brigðis­eft­ir­liti Kjós­ar­svæð­is hvað varð­ar út­fær­lsu lagn­ar­inn­ar.

        • 3. Er­indi Hand­verk­stæð­is Ás­garðs varð­andi lagn­ingu skolplagna200701275

          Áður á dagskrá 811. fundar bæjarráðs þar sem beðið var um umsögn bæjarverkfræðings. Umsögnin fylgir með.%0D

          Til máls tóku: RR, JS, KT og MM.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að hús­næði hand­verk­stæð­is­ins verði tengt hol­ræsa­kerfi Mos­fells­bæj­ar að und­an­geng­inni út­tekt bygg­ing­ar- og eld­varn­ar­eft­ir­lits á hús­næð­inu.

          • 4. Há­spennu­lín­ur frá Hell­is­heiði að Straumsvík, um­sögn um til­lögu að matsáætlun200701183

            Áður á dagskrá 810. fundar bæjarráðs þar sem beðið var um umsögn skipulags- og byggingarnefndar. Umsögnin fylgir með.%0D

            Til máls tóku: HSv og RR.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda svohljóð­andi um­sögn varð­andi há­spennu­lín­ur frá Hell­is­heiði að Straumsvík.%0D%0DUm er að ræða um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir í landi Mos­fells­bæj­ar, sem fela í sér fjölg­un lína á Sand­skeiði, þ.e. frá Kol­við­ar­hóli og til Hafn­ar­fjarð­ar en einn­ig næst Geit­hálsi, auk end­ur­bygg­ing­ar nú­ver­andi lína að hluta, með hærri möstr­um. %0DMos­fells­bær lýs­ir yfir áhyggj­um af nei­kvæð­um sjón­ræn­um áhrif­um loftlína í lands­lag­inu og legg­ur áherslu á að í mats­ferl­inu verði fjallað um það sem raun­veru­leg­an val­kost að nýj­ar og/eða nú­ver­andi lín­ur verði lagð­ar sem jarð­streng­ir.

            • 5. Gatna­gerð í Bröttu­hlíð200701181

              Áður á dagskrá 810. fundar bæjarráðs þar sem heimilað var útboð. Minnisblað bæjarverkfræðings þar sem mælt er með töku tilboðs lægstbjóðanda í gatnagerð við Bröttuhlíð.%0D

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila tækni­deild að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda, SMV ehf., í gatna­gerð við Bröttu­hlíð.

              • 6. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn frum­varps til vegalaga.200702055

                Áður á dagskrá 813. fundar bæjarráðs þar sem beðið var um umsögn bæjarverkfræðings. Umsögnin fylgir með.%0D

                Til máls tóku: RR, JS, HSv og MM.%0D%0DFyr­ir fund­in­um ligg­ur um­sögn bæj­ar­verk­fræð­ings.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda Al­þingi um­sögn­ina með þeim breyt­ing­um sem gerð­ar voru á um­sögn­inni á fund­in­um.

                Almenn erindi

                • 7. Er­indi Guð­mund­ar Lárus­son­ar v. að­komu að Ás­garði 1,2,3200702137

                  Til máls tóku: HSv, RR, MM, SOJ og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­rit­ara og bæj­ar­verk­fræð­ings til skoð­un­ar.

                  • 8. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um sam­göngu­áætlun 2007 - 2018200702147

                    Til máls tóku: RR, JS og HSv.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að styðja fram­komna skýrslu um sam­göng­ur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og sér­staka álykt­un fram­kæmda­stjóra sveit­ar­fé­lag­anna þar að lút­andi.

                    • 9. Sér­stak­ar húsa­leigu­bæt­ur200702163

                      Á fund­inn mætti und­ir þess­um dag­skrárlið Ing­unn Árna­dótt­ir hús­næð­is­full­trúi.%0D%0DTil máls tóku: IÁ, RR, HSv, SÓJ, JS, MM og KT.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa drög­um að sér­stök­um húsa­leigu­bót­um til fjöl­skyldu­nefnd­ar til um­sagn­ar.

                      • 10. Er­indi varð­andi leigu­íbúð "Trún­að­ar­mál"200608173

                        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra frá­g­ang máls­ins í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

                        • 11. Eg­ils­mói 4, um­sókn um leyfi til að byggja ein­býl­is­hús úr timbri200702162

                          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bygg­ing­ar­full­trúa til um­sagn­ar.

                          • 12. Er­indi Vit­ans varð­andi sam­st­arf um ný­sköp­un­ar­verk­efni grunn­skóla­nem­enda200702174

                            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fræðslu­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

                            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00