1. mars 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi Hestamannafélagsins v. reiðhöll200701151
Áður á dagskrá 809. fundar bæjarráðs. Minnisblað bæjarstjóra fylgir með.%0D
Til máls tóku: RR, JS, MM og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga frá kostnaðarskiptasamningi milli Hestamannafélagsins Harðar og Mosfellsbæjar í samræmi við framlagt minnisblað bæjarstjóra og leggja fyrir bæjarráð.
2. Erindi Handverkstæðis Ásgarðs varðandi lagningu drenlagna200701274
Áður á dagskrá 811. fundar bæjarráðs þar sem beðið var um umsögn bæjarverkfræðings. Umsögnin fylgir með.%0D
Til máls tóku: RR, JS, KT og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að leggjast ekki gegn lagningu drenlagna kringum húsnæði handverkstæðisins, en handverkstæðinu er bent á að leita samþykkis fyrir framkvæmdinni hjá tæknideild Mosfellsbæjar og Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis hvað varðar útfærlsu lagnarinnar.
3. Erindi Handverkstæðis Ásgarðs varðandi lagningu skolplagna200701275
Áður á dagskrá 811. fundar bæjarráðs þar sem beðið var um umsögn bæjarverkfræðings. Umsögnin fylgir með.%0D
Til máls tóku: RR, JS, KT og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að húsnæði handverkstæðisins verði tengt holræsakerfi Mosfellsbæjar að undangenginni úttekt byggingar- og eldvarnareftirlits á húsnæðinu.
4. Háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík, umsögn um tillögu að matsáætlun200701183
Áður á dagskrá 810. fundar bæjarráðs þar sem beðið var um umsögn skipulags- og byggingarnefndar. Umsögnin fylgir með.%0D
Til máls tóku: HSv og RR.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að senda svohljóðandi umsögn varðandi háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík.%0D%0DUm er að ræða umfangsmiklar framkvæmdir í landi Mosfellsbæjar, sem fela í sér fjölgun lína á Sandskeiði, þ.e. frá Kolviðarhóli og til Hafnarfjarðar en einnig næst Geithálsi, auk endurbyggingar núverandi lína að hluta, með hærri möstrum. %0DMosfellsbær lýsir yfir áhyggjum af neikvæðum sjónrænum áhrifum loftlína í landslaginu og leggur áherslu á að í matsferlinu verði fjallað um það sem raunverulegan valkost að nýjar og/eða núverandi línur verði lagðar sem jarðstrengir.
5. Gatnagerð í Bröttuhlíð200701181
Áður á dagskrá 810. fundar bæjarráðs þar sem heimilað var útboð. Minnisblað bæjarverkfræðings þar sem mælt er með töku tilboðs lægstbjóðanda í gatnagerð við Bröttuhlíð.%0D
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila tæknideild að ganga til samninga við lægstbjóðanda, SMV ehf., í gatnagerð við Bröttuhlíð.
6. Erindi Alþingis varðandi umsögn frumvarps til vegalaga.200702055
Áður á dagskrá 813. fundar bæjarráðs þar sem beðið var um umsögn bæjarverkfræðings. Umsögnin fylgir með.%0D
Til máls tóku: RR, JS, HSv og MM.%0D%0DFyrir fundinum liggur umsögn bæjarverkfræðings.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að senda Alþingi umsögnina með þeim breytingum sem gerðar voru á umsögninni á fundinum.
Almenn erindi
7. Erindi Guðmundar Lárussonar v. aðkomu að Ásgarði 1,2,3200702137
Til máls tóku: HSv, RR, MM, SOJ og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarritara og bæjarverkfræðings til skoðunar.
8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um samgönguáætlun 2007 - 2018200702147
Til máls tóku: RR, JS og HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að styðja framkomna skýrslu um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og sérstaka ályktun framkæmdastjóra sveitarfélaganna þar að lútandi.
9. Sérstakar húsaleigubætur200702163
Á fundinn mætti undir þessum dagskrárlið Ingunn Árnadóttir húsnæðisfulltrúi.%0D%0DTil máls tóku: IÁ, RR, HSv, SÓJ, JS, MM og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa drögum að sérstökum húsaleigubótum til fjölskyldunefndar til umsagnar.
10. Erindi varðandi leiguíbúð "Trúnaðarmál"200608173
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra frágang málsins í samræmi við umræður á fundinum.
11. Egilsmói 4, umsókn um leyfi til að byggja einbýlishús úr timbri200702162
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til byggingarfulltrúa til umsagnar.
12. Erindi Vitans varðandi samstarf um nýsköpunarverkefni grunnskólanemenda200702174
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fræðslunefndar til umsagnar og afgreiðslu.