7. ágúst 2008 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarstjórnar
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Brynhildur Georgsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
1. Strætó bs fundargerð 106. fundar200807138
Lagt fram.
Almenn erindi
2. Áfangaskýrsla til kynningar, varðandi mat á breytingum á nýskipan lögreglu200807095
Umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs liggur fyrir og miðast að því að draga saman lykil þætti skýrslunnar. Skýrslan í heild sinni fylgir útsendum gögnum.
Til máls tóku: MM, HSv, BG, HS, JS og KT.%0D %0DLagt fram.
3. Erindi Forsætisráðuneytis varðandi starfsemi Laxnessseturs200807135
Forsætisráðuneytið óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um byggingu og rekstur menningarhúss við Gljúfrastein.
%0D%0DTil máls tóku: HSv og JS.%0D %0DBæjarráð er jákvætt fyrir samstarfi við ríkisvaldið um starfsemi Gljúfrasteins og Laxnesseturs og felur bæjarstjóra að ræða við forsætisráðuneytið um framhald málsins.%0D %0D
4. Erindi Ásdísar Sigurþórsdóttur varðandi styrk200807103
Beiðni skólastjóra Myndlistarskóla Mosfellsbæjar um styrk.
%0DTil máls tóku: HSv, HS, KT og JS.%0D %0DBæjarráð samþykkir að vísa málinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar.
5. Ævintýragarður í Ullarnesbrekku200802062
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á 232. fundi sínum að efnt verði til hugmyndasamkeppni um verkefnið og bæjarstjórn skipi dómnefnd í samræmi við tillögu í minnisblaði bæjarverkfræðings. Bæjarstjórn samþykkti afgreiðsluna á 493. fundi en bókun um skipan í dómnefnd vantar. Málið tekið upp til að ljúka við skipun í dómnefnd.
%0DTil máls tóku: HS, JS, HSv og MM.%0D %0DTillaga kom fram um að skipa Bryndísi Haraldsdóttur formann og auk hennar Ólaf Gunnarsson og Jónas Sigurðsson í dómnefnd um ævintýragarð í Ullarnesbrekku. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og er tillagan samþykkt.