22. nóvember 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi Gefjunar varðandi innheimtu á byggingargjöldum200608019
Áður á dagskrá 784. fundar bæjarráðs þar sem bæjarritara var falið að skoða málið. Með fylgir minnisblað bæjarritara og álitsgerð Þórunnar Guðmundsdóttur.
Til máls tóku: HSv, JBH og SÓJ.%0DFrestað.
2. Hitaveita og fráveita í hesthúsahverfi200705223
Áður á dagskrá 837. fundar bæjarráðs, hér til upplýsingar um niðurstöðuna í málinu.
Til máls tóku: JBH og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarverkfræðingi heimild til að ganga til samninga við Rafmagnsverkstæði Birgis á grundvelli tilboðs þeirra og að framkvæmdatími og tilhögun verks verði í nánu samráði við forsvarsmenn Harðar og hesthúseigendafélagsins.
Almenn erindi
3. Minnisblað bæjarverkfræðings varðandi lóðir við Bjargslund200711199
Til máls tóku: JBH, HSv, KT, HP, JS og MM.%0DBæjarritari vék af fundi undir þessum dagskrárlið.%0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarverkfræðingi að ganga frá málinu í samræmi við umræður á fundinum.
4. Erindi Sorpu varðandi útkomuspá 2007 og rekstraráætlun 2008200710203
Til máls tók: HSv.%0DLagt fram til kynningar og vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um almenningssamgöngur200711132
Til máls tóku: HSv og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð sé jákvætt fyrir frumvarpinu og felur bæjarritara að senda umsögnina inn.
6. Erindi Landgræðslunnar varðandi uppgræðslu á Mosfellsheiði, Hengilssvæði og nágrenni200711133
Samþykkt með þremur atkvæðum að verða við erindinu enda verði gert ráð fyrir fjárveitingunni við fjárhagsáætlunargerð 2008.
7. Erindi Snorraverkefnisins varðandi styrk fyrir sumarið 2008200711135
Til máls tóku: HSv og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.
8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til umferðarlaga200711140
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð sé jákvætt fyrir frumvarpinu og felur bæjarritara að senda umsögnina inn.
9. Sjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, kynnt rekstrar- og framkvæmdaáætlun 2008200711051
Til máls tóku: HSv, JS og HP.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2008.
10. Fjárhagsáætlun 2008200711033
Pétur J. Lockton fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.%0D%0DTil máls tóku: HSv, PJL, KT, JS og MM.%0DLögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2008. Samþykkt með þremur atkvæðum að senda drögin til kynningar í nefndum bæjarins.
11. Minnisblað bæjarstjóra varðandi útsvarsprósentu 2008200711167
Pétur J. Lockton fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.%0D%0DTil máls tóku: JS og HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að útsvarsprósenta ársins 2008 verði 12,94%. Hér er um að ræða óbreytta útsvarsprósentu frá árinu 2007.
12. Erindi Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi húsnæðismál Fjölsmiðjunnar200711187
Frestað.
13. Erindi Monique van Oosten varðandi framleigu á leigusamningi Selholts200711201
Frestað.
14. Erindi íbúa við Þrastarhöfða 2-12 varðandi hraðahindrun200711202
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar bæjarverkfræðings.