25. febrúar 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Marteinn Magnússon áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Drög að innkaupareglum fyrir Mosfellsbæ200711010
Framhald umræðu frá síðast bæjarráðsfundi. Lítilsháttar orðalagsbreytingar hafa verið gerðar hist og her í drögunum.
%0D%0DTil máls tóku: HS, SÓJ, JS, MM og HSv.%0DSamþykkt með tveimur atkvæðum framlögð drög að innkaupareglum fyrir Mosfellsbæ og er framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs falið að undirbúa innleiðingu þeirra.
2. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ200802201
Fram eru lögð drög að samningi vegna byggingu hjúkrunarheimilis. Bæjarstjóri fylgir málinu úr hlaði.
%0D%0D%0D%0D%0D%0DTil máls tóku: HSv, JS, HS og MM.%0DSamþykkt með tveimur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga frá samningi við heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytið í samræmi við framlögð drög að samningi um byggingu og þátttöku í leigu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í sveitarfélaginu og jafnframt falið að gera drög að samningi við Eir varðandi sama málefni.
3. Beiðni um breytingu á lóðarmörkum milli Háholts 20 og 22200808103
%0D%0D%0D%0D%0D%0DTil máls tók: HS.%0DFramlögð drög að rökstuðningi samþykkt með tveimur atkvæðum og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs falið að svara bréfritara á grundvelli hans.
4. Erindi Egils Guðmundssonar varðandi Lynghól201002248
%0D%0D%0DTil máls tóku: HSv, SÓJ, HS, JS og MM.%0DSamþykkt með tveimur atkvæðum að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar.
5. Erindi UMFA varðandi varðandi leigugjöld af skólahúsnæði201002266
%0D%0D%0DTil máls tóku: HS, MM, HSv og JS.%0DSamþykkt með tveimur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslusviðs til umsagnar.
6. Úthlutunarskilmálar nýbyggingalóða í Álafosskvos201002267
%0D%0D%0D%0D%0DTil máls tóku: HSv, SÓJ, JS, HS og MM.%0DSamþykkt með tveimur atkvæðum framlögð drög að úthlutunarskilmálum og lóðarleigusamningi vegna nýbyggingalóða í Álafosskvos.
7. Erindi Jóns Gunnars Zoega hrl. fyrir hönd meðeigenda Mosfellsbæjar að Laxnesi I201002280
%0D%0DTil máls tóku: HSv, SÓJ, HS, JS og MM.%0DSamþykkt með tveimur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að afla frekari upplýsinga frá bréfritara.%0D
8. Erindi Knattspyrnudeildar Aftureldingar varðandi dansleik á Varmá201002303
%0D%0D%0D%0D%0DTil máls tóku: HS, HSv, JS og MM.%0DBæjarráð er í ljósi aðstæðna jákvætt fyrir erindinu að þessu sinni og felur framkvæmdastjóra fræðslusviðs úrvinnslu málsins í samvinnu við bréfritara.
9. Erindi Bjargar Jónsdóttur varðandi skipti á landi í landi Miðdals201002305
%0D%0D%0D%0DSamþykkt með tveimur atkvæðum að vísa erindinu til byggingarfulltrúa til umsagnar og afgreiðslu.
10. Innleiðing á grænu bókhald hjá Mosfellsbæ201002312
%0D%0D%0D%0D%0D%0D%0DTil máls tóku: HS, HSv og JS.%0DBæjarráð er jákvætt fyrir innleiðingu á grænu bókhaldi og felur umhverfissviði og umhverfisstjóra að halda utan um verkefnið.