1. september 2009 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Frístund 2009 - upphaf starfs2009081703
Á fundinn mæta stjórnendur frístundaselja og gera grein fyrir upphafi starfsársins.
Forstöðumenn frístundaselja í Varmárskóla Lilja Pálsdóttir og Lágafellsskóla Dagbjört Brynjarsdóttir sögðu frá upphafi starfs í frístundaseljum haustið 2009.
2. Yfirlit yfir leikskólastarf haustið 20092009081702
Á fundinn mæta stjórnendur leikskóla og leikskóladeilda og fara yfir starfið haustið 2009
Aðstoðarleikskólastjórar leikskóladeildanna við Lágafellsskóla Arna María Smáradóttir og Varmárskóla Steinunn Geirdal kynntu hauststarf 5 ára deildanna við grunnskólana.
Þá kynntu leikskólastjórar Hlaðhamra, Reykjakots, Huldubergs og Hlíðar starfsemi leikskólanna haustið 2009.
Fræðslunefnd lýsti yfir ánægju með upplýsingar um skólastarf og það góða starf sem unnið er á leikskólum bæjarins, leikskóladeildum og frístundaseljum grunnskólanna.
3. Skólastefna Mosfellsbæjar - endurskoðun200901761
Lögð fram framvinduáætlun um gerð Skólastefnu fram í nóvember.
4. Jafnréttisverkefni Reykjakots2009081704
Jafnréttisverkefni Reykjakots kynnt. Það fjallar um jafnt aðgengi foreldra að upplýsingum um skólastarf.