28. september 2006 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar vegna kæru200603246
Áður á dagskrá 780. fundar bæjarráðs. Núna liggur fyrir úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar, 3/2006 varðandi Elliðakotsland sem hér er kynntur.%0D
Til máls tóku: HSv, SÓJ og JS.%0DÚrskurðurinn lagður fram. Jafnframt samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara framhald málsins í samræmi við umræður á fundinum.%0D
2. Erindi Fimleikadeildar Aftureldingar v. fibergólf200608012
Áður á dagskrá 784. fundar bæjarráðs. Umsagnir sviðsstjóra, íþróttafulltrúa og íþrótta- og tómstundanefndar liggja fyrir.%0D
Til máls tóku: HSv og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs og íþróttafulltrúa að ganga eftir því við UMFA hvort fíbergólf sé forgangsverkefni og ef svo er sé þeim falið að gangast í kaupum á gólfinu og kaupverðið tekið af fjárveitingu ársins 2007.%0D
3. Erindi Lagastoðar f.h. Trébúkka v. land í Láguhlíð200608153
Áður á dagskrá 786. fundar bæjarráðs. Kynntar verða hugmyndir eiganda Láguhíðar um verð fyrir eignina.%0D
Til máls tóku: HSv, SÓJ og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að hugmyndir eigenda um sölu Láguhlíðar séu ekki aðgengilegar fyrir Mosfellsbæ.%0D
4. Brattahlíð 12, ósk um breytingu á deiliskipulagi200608156
Á 178. fundi skipulags- og byggingarnefndar var eiganda Bröttuhlíðar 12 heimilað að gera tillögu að skiptingu lóðarinnar. Nauðsynlegt er að bæjarráð sem umsýsluaðili lóðaúthlutunar í Mosfellsbæ takai afstöðu til uppskiptingar lóðarinnar og etv. skilyrði í því sambandi s.s. tímalengd, gatnagerðargjöld.%0D
Til máls tóku: SÓJ, JS og BB.%0D%0DHaraldur Sverrisson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.%0D%0DSamþykkt með tveimur atkvæðum að um lóðina gildi þær reglur sem samþykktar voru í bæjarstjórn á sínum tíma og taka til byggingarlóða í eigu Mosfellsbæjar á svæðinu frá Hamrafelli að Langatanga auk miðbæjarsvæðis.%0D
Almenn erindi
5. Þórarinn Jónasson, umsókn um áfengisveitingaleyfi200606003
Þórarinn Jónasson í Laxnesi sækir um áfengisveitingaleyfi til tveggja ára. Mælt er með leyfisveitingunni.
Samþykkt með þremur atkvæðum áfengisveitingaleyfi til handa Þórarni Jónassyni vegna Kráar í Laxnesi.%0D
6. Erindi Kópavogsbæjar v.óveruleg breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsv.2001-2024200609111
Kópavogur óskar eftir afstöðu Mosfellsbæjar til óverulegra breytinga á gildandi svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Til máls tóku: HSv og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar og afgreiðslu.%0D
7. Áskorun til bæjaryfirvalda um að koma á mánaðarlegum greiðslum til foreldra að loknu fæðingarorlofi200609149
Hér er á ferðinni áskorun um að koma á mánaðarlegur greiðslum til foreldra að loknu fæðingarorlofi, áskorunin er frá uþb. 32 einstaklingum.
Til máls tóku: HSv og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra, forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs og fræðslunefndar til skoðunar.%0D
8. Erindi félags aldraðra v. þjónustu við eldri borgara200609147
Um er að ræða áskorun um þjónustu og fleiri þætti er lúta að því þegar Eir hefur starfssemi í Mosfellsbæ.
Til máls tóku: HSv, JS og BB.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að koma á þríhliða fundi með félagi eldriborgara í Mosfellsbæ, heilbrigðisráðherra og Mosfellsbæ um öldrunarmál í Mosfellsbæ.%0D
9. Erindi Rafteikningar v. öryggismál stofnana á vegum Mosfellsbæjar200609161
Rafteikning býður fram þjónustu vegna úttektar á öryggismálum stofnana á vegum Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarverkfræðings til skoðunar.%0D
10. Erindi foreldra nemenda í Söngskólanum v. greiðslu kennslukostnaðar200609165
Erindi frá foreldrum bara í söngnámi utan lögheimilissveitarfélags, ósk um greiðslu kostnaðar.
Til máls tók: HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að verða við erindi foreldrana um greiðslu kennslukostnaðar af hálfu Mosfellsbæjar.%0D
11. Umsókn um lóð200609169
Innex sækir um iðnaðarlóð.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarverkfræðingi að ræða við umsækjanda og benda á þá möguleika sem fyrir hendi eru.%0D
12. Erindi Daða Runólfssonar v. niðurrif útihúsa og bílskúrs í Leirvogstungu 3200609172
Daði Runólfsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir sækja um niðurrif útihúsa og að rúmtak þeirra dragist frá væntanlegum gatnagerðargjöldum á lóðum þeirra í Leirvogstungu.
Frestað.
13. Erindi Daða Runólfssonar v. stofnskjal og lóðarleigusamning f. Kvíslartungu 13200609173
Daði Runólfsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir sækja um útgáfu stofnskjals og lóðarleigusamnings vegna Kvíslatungu 13.
Frestað.
14. Umsókn um lóð fyrir parhús200609175
Pálmatré ehf sækir um parhúsaloðina Aðaltún 2-4 í Mosfellsbæ.
Til máls tóku: HSv og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu þar sem lóðin er ekki til úthlutunar að svo stöddu.%0D
15. Lækjarhlíð 1,umsókn um byggingarleyfi - 3. áfangi lágafellsskóla200609073
Bæjarverkfræðingur gerir grein fyrir framkvæmdum við Lágafellsskóla auk helstu annarra framkvæmda sem standa yfir.
Bæjarverkfræðingur Jóhanna Björg Hansen sat fundinn undir þessum dagskrárlið.%0D%0DTil máls tóku: Hsv, JBH og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila tæknisviði að ráðast í uppúrtekt og fleygun 3. áfanga Lágafellskóla í samræmi við tillögu bæjarverkfræðings þar um.%0D
16. Minnisblað bæjarritara varðandi úthlutun lóða í Krikahverfi200510131
Minnisblað bæjarritara varðandi gjaldtöku á aukaíbúðir í fjölbýlishúsum í Krikahverfi.
Til máls tóku: HSv og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að í þeim tilfellum þar sem íbúðum í fjölbýlishúsum fjölgar að þá greiðist byggingarréttargjald fyrir hverja íbúð umfram þann fjölda sem skilgreindur var í úthlutunarskilmálum.%0D