Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. september 2006 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi - umsagnir og vísanir

    • 1. Úr­skurð­ur Yf­ir­fa­st­eigna­mats­nefnd­ar vegna kæru200603246

      Áður á dagskrá 780. fundar bæjarráðs. Núna liggur fyrir úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar, 3/2006 varðandi Elliðakotsland sem hér er kynntur.%0D

      Til máls tóku: HSv, SÓJ og JS.%0DÚrskurð­ur­inn lagð­ur fram. Jafn­framt sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­rit­ara fram­hald máls­ins í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.%0D

      • 2. Er­indi Fim­leika­deild­ar Aft­ur­eld­ing­ar v. fibergólf200608012

        Áður á dagskrá 784. fundar bæjarráðs. Umsagnir sviðsstjóra, íþróttafulltrúa og íþrótta- og tómstundanefndar liggja fyrir.%0D

        Til máls tóku: HSv og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela for­stöðu­manni fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs og íþrótta­full­trúa að ganga eft­ir því við UMFA hvort fíbergólf sé for­gangs­verk­efni og ef svo er sé þeim fal­ið að gang­ast í kaup­um á gólfinu og kaup­verð­ið tek­ið af fjár­veit­ingu árs­ins 2007.%0D

        • 3. Er­indi Laga­stoð­ar f.h. Tré­búkka v. land í Lágu­hlíð200608153

          Áður á dagskrá 786. fundar bæjarráðs. Kynntar verða hugmyndir eiganda Láguhíðar um verð fyrir eignina.%0D

          Til máls tóku: HSv, SÓJ og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að hug­mynd­ir eig­enda um sölu Lágu­hlíð­ar séu ekki að­gengi­leg­ar fyr­ir Mos­fells­bæ.%0D

          • 4. Bratta­hlíð 12, ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi200608156

            Á 178. fundi skipulags- og byggingarnefndar var eiganda Bröttuhlíðar 12 heimilað að gera tillögu að skiptingu lóðarinnar. Nauðsynlegt er að bæjarráð sem umsýsluaðili lóðaúthlutunar í Mosfellsbæ takai afstöðu til uppskiptingar lóðarinnar og etv. skilyrði í því sambandi s.s. tímalengd, gatnagerðargjöld.%0D

            Til máls tóku: SÓJ, JS og BB.%0D%0DHar­ald­ur Sverris­son vék af fundi und­ir þess­um dag­skrárlið.%0D%0DSam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að um lóð­ina gildi þær regl­ur sem sam­þykkt­ar voru í bæj­ar­stjórn á sín­um tíma og taka til bygg­ing­ar­lóða í eigu Mos­fells­bæj­ar á svæð­inu frá Hamra­felli að Langa­tanga auk mið­bæj­ar­svæð­is.%0D

            Almenn erindi

            • 5. Þór­ar­inn Jónasson, um­sókn um áfeng­isveit­inga­leyfi200606003

              Þórarinn Jónasson í Laxnesi sækir um áfengisveitingaleyfi til tveggja ára. Mælt er með leyfisveitingunni.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um áfeng­isveit­inga­leyfi til handa Þór­arni Jónas­syni vegna Krá­ar í Lax­nesi.%0D

              • 6. Er­indi Kópa­vogs­bæj­ar v.óveru­leg breyt­ing á svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­arsv.2001-2024200609111

                Kópavogur óskar eftir afstöðu Mosfellsbæjar til óverulegra breytinga á gildandi svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

                Til máls tóku: HSv og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.%0D

                • 7. Áskor­un til bæj­ar­yf­ir­valda um að koma á mán­að­ar­leg­um greiðsl­um til for­eldra að loknu fæð­ing­ar­or­lofi200609149

                  Hér er á ferðinni áskorun um að koma á mánaðarlegur greiðslum til foreldra að loknu fæðingarorlofi, áskorunin er frá uþb. 32 einstaklingum.

                  Til máls tóku: HSv og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­stjóra, for­stöðu­manns fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs og fræðslu­nefnd­ar til skoð­un­ar.%0D

                  • 8. Er­indi fé­lags aldr­aðra v. þjón­ustu við eldri borg­ara200609147

                    Um er að ræða áskorun um þjónustu og fleiri þætti er lúta að því þegar Eir hefur starfssemi í Mosfellsbæ.

                    Til máls tóku: HSv, JS og BB.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að koma á þrí­hliða fundi með fé­lagi eldri­borg­ara í Mos­fells­bæ, heil­brigð­is­ráð­herra og Mos­fells­bæ um öldrun­ar­mál í Mos­fells­bæ.%0D

                    • 9. Er­indi Raf­teikn­ing­ar v. ör­ygg­is­mál stofn­ana á veg­um Mos­fells­bæj­ar200609161

                      Rafteikning býður fram þjónustu vegna úttektar á öryggismálum stofnana á vegum Mosfellsbæjar.

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­verk­fræð­ings til skoð­un­ar.%0D

                      • 10. Er­indi for­eldra nem­enda í Söng­skól­an­um v. greiðslu kennslu­kostn­að­ar200609165

                        Erindi frá foreldrum bara í söngnámi utan lögheimilissveitarfélags, ósk um greiðslu kostnaðar.

                        Til máls tók: HSv.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að verða við er­indi for­eldr­ana um greiðslu kennslu­kostn­að­ar af hálfu Mos­fells­bæj­ar.%0D

                        • 11. Um­sókn um lóð200609169

                          Innex sækir um iðnaðarlóð.

                          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­verk­fræð­ingi að ræða við um­sækj­anda og benda á þá mögu­leika sem fyr­ir hendi eru.%0D

                          • 12. Er­indi Daða Run­ólfs­son­ar v. nið­urrif úti­húsa og bíl­skúrs í Leir­vogstungu 3200609172

                            Daði Runólfsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir sækja um niðurrif útihúsa og að rúmtak þeirra dragist frá væntanlegum gatnagerðargjöldum á lóðum þeirra í Leirvogstungu.

                            Frestað.

                            • 13. Er­indi Daða Run­ólfs­son­ar v. stofns­kjal og lóð­ar­leigu­samn­ing f. Kvísl­artungu 13200609173

                              Daði Runólfsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir sækja um útgáfu stofnskjals og lóðarleigusamnings vegna Kvíslatungu 13.

                              Frestað.

                              • 14. Um­sókn um lóð fyr­ir par­hús200609175

                                Pálmatré ehf sækir um parhúsaloðina Aðaltún 2-4 í Mosfellsbæ.

                                Til máls tóku: HSv og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja er­ind­inu þar sem lóð­in er ekki til út­hlut­un­ar að svo stöddu.%0D

                                • 15. Lækj­ar­hlíð 1,um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi - 3. áfangi lága­fells­skóla200609073

                                  Bæjarverkfræðingur gerir grein fyrir framkvæmdum við Lágafellsskóla auk helstu annarra framkvæmda sem standa yfir.

                                  Bæj­ar­verk­fræð­ing­ur Jó­hanna Björg Han­sen sat fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið.%0D%0DTil máls tóku: Hsv, JBH og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila tækni­sviði að ráð­ast í up­p­úr­tekt og fleyg­un 3. áfanga Lága­fell­skóla í sam­ræmi við til­lögu bæj­ar­verk­fræð­ings þar um.%0D

                                  • 16. Minn­is­blað bæj­ar­rit­ara varð­andi út­hlut­un lóða í Krika­hverfi200510131

                                    Minnisblað bæjarritara varðandi gjaldtöku á aukaíbúðir í fjölbýlishúsum í Krikahverfi.

                                    Til máls tóku: HSv og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að í þeim til­fell­um þar sem íbúð­um í fjöl­býl­is­hús­um fjölg­ar að þá greið­ist bygg­ing­ar­rétt­ar­gjald fyr­ir hverja íbúð um­fram þann fjölda sem skil­greind­ur var í út­hlut­un­ar­skil­mál­um.%0D

                                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45