Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. mars 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Karl Tómasson varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Marteinn Magnússon áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Einka­sjúkra­hús og hót­el PrimaCare í Mos­fells­bæ200910037

    Framkvæmdastjóri PrimaCare ehf. kemur á fund bæjarráðs og fer yfir stöðu mála.

    Mætt­ur var á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið Gunn­ar Ár­manns­son (GÁ) fram­kvæmda­stjóri PrimaCare ehf. og fór hann yfir stöðu und­ir­bún­ings fyr­ir­tæk­is­ins vegna áforma um upp­bygg­ingu einka­skjúkra­húss og heilsu­hót­els í Mos­fells­bæ.

    Til máls tóku: HS, GÁ, HSv, JS, MM og KT.

    • 2. Er­indi Mar­grét­ar Tryggva­dótt­ur varð­andi upp­skipti á jörð­inni Mið­dal I200605022

      Áður á dagskrá 968. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar byggingarfulltrúa. Umsögn hjálögð.

      Til máls tóku: HS, SÓJ, JS, HSv og MM.
      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að svara bréf­rit­ara í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

      • 3. Beiðni um að halda Ís­lands­mót­ið í skák201001505

        Áður á dagskrá 966. fundar bæjarráðs, þar vísað til framkvæmdastjóra menningarsviðs. Hjálagt er minnisblað hans.

        Til máls tóku: HSv, HS, JS, KT og MM.
        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita auka­fjár­veit­ingu að upp­hæð kr. 450 þús­und vegna ís­lands­móts í skák og verði upp­hæð­in tekin af liðn­um ófyr­ir­séð.

        • 4. Er­indi Guð­mund­ar S. Borg­ars­son­ar varð­andi fram­kvæmda­leyfi201002148

          Áður á dagskrá 968. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Umsögnin er hjálögð.

          Til máls tóku: HS, HSv, MM, SÓJ og JS.
          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­svið að svara bréf­rit­ara í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um. Jafn­framt verði emb­ætt­is­mönn­um fal­ið að freista þess aft­ur að fá skrif­legt sam­þykki land­eig­enda fyr­ir því að lát­ið verði af hendi land vegna gatna­gerð­ar við Reykja­hvol.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:55