4. mars 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Karl Tómasson varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Marteinn Magnússon áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Einkasjúkrahús og hótel PrimaCare í Mosfellsbæ200910037
Framkvæmdastjóri PrimaCare ehf. kemur á fund bæjarráðs og fer yfir stöðu mála.
Mættur var á fundinn undir þessum dagskrárlið Gunnar Ármannsson (GÁ) framkvæmdastjóri PrimaCare ehf. og fór hann yfir stöðu undirbúnings fyrirtækisins vegna áforma um uppbyggingu einkaskjúkrahúss og heilsuhótels í Mosfellsbæ.
Til máls tóku: HS, GÁ, HSv, JS, MM og KT.2. Erindi Margrétar Tryggvadóttur varðandi uppskipti á jörðinni Miðdal I200605022
Áður á dagskrá 968. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar byggingarfulltrúa. Umsögn hjálögð.
Til máls tóku: HS, SÓJ, JS, HSv og MM.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.3. Beiðni um að halda Íslandsmótið í skák201001505
Áður á dagskrá 966. fundar bæjarráðs, þar vísað til framkvæmdastjóra menningarsviðs. Hjálagt er minnisblað hans.
Til máls tóku: HSv, HS, JS, KT og MM.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita aukafjárveitingu að upphæð kr. 450 þúsund vegna íslandsmóts í skák og verði upphæðin tekin af liðnum ófyrirséð.4. Erindi Guðmundar S. Borgarssonar varðandi framkvæmdaleyfi201002148
Áður á dagskrá 968. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Umsögnin er hjálögð.
Til máls tóku: HS, HSv, MM, SÓJ og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusvið að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum. Jafnframt verði embættismönnum falið að freista þess aftur að fá skriflegt samþykki landeigenda fyrir því að látið verði af hendi land vegna gatnagerðar við Reykjahvol.