Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. maí 2008 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarstjórnar


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi - umsagnir og vísanir

    • 1. Krika­skóli - út­boð og fram­kvæmd­ir200703192

      Áður á dagskrá 875. fundar bæjarráðs.

      Til máls tóku: HSv, MM, HBA og HP.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að stað­festa val á verk­tök­um í lok­uðu út­boði í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað bæj­ar­verk­fræð­ings.

      • 2. Er­indi Guð­leif­ar Birnu Leifs­dótt­ur varð­andi styrk til for­eldra ungra barna200804126

        Áður á dagskrá 876. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar í málinu. Umsögn hjálögð.

        Til máls tóku: HSv og HP.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjór­um fjöl­skyldu­sviðs og fræðslu­sviðs að svara bréf­rit­ara í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað.

        • 3. Er­indi Rögn­valds Þorkels­son­ar varð­andi hug­mynd­ir að skipu­lagn­ingu á spildu úr landi Lund­ar200804213

          Áður á dagskrá 877. fundar bæjarráðs. Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.

          Til máls tóku: HSv, MM, KT og HBA.%0DMál­ið rætt og og sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra frek­ari vinnslu máls­ins.

          • 4. Er­indi Erlu Guð­björns­dótt­ur varð­andi lausa­göngu katta í Mos­fells­bæ200804233

            Áður á dagskrá 878. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar. Umsögn hjálögð.

            Til máls tók: HSv.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að er­ind­inu verði vísað til um­hverf­is­nefnd­ar og heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is til skoð­un­ar.

            • 5. Trún­að­ar­mál.200805018

              Varðandi þetta mál þá þarf að ákveða hverjir verða aðal- og varamaður í stjórn ÞM.

              Til máls tóku: HSv og MM.%0DBæj­ar­stjóri reif­aði mál­ið og var hon­um fal­ið fram­hald máls­ins í sam­ræmi við fram­lögð skjöl.

              Almenn erindi

              • 6. Er­indi Land­bún­að­ar­há­skól­ans varð­andi land­spildu úr landi Þor­móðs­dals200801351

                Áður á dagskrá 868. fundar bæjarráðs. Borist hefur svarbréf frá ráðuneytinu vegna málsins.

                Til máls tóku: HSv, MM, HBA, SÓJ og KT.%0DLagt fram bréf Sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­is­ins. Bæj­ar­stjóra fal­ið fram­hald máls­ins.

                • 7. Um­sókn­ir um styrki fé­laga og fé­laga­sam­taka til greiðslu fast­eigna­skatta vegna árs­ins 2008200802246

                  Fjármálastjóri gerir grein fyrir framlagðri tillögu.

                  Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið mætti Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri.%0D%0DTil máls tók: PJL. %0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um fram­lagt minn­is­blað fjár­mála­stjóra varð­andi styrki til fé­laga og fé­laga­sam­taka.

                  • 8. Ráðn­ing skóla­stjóra Krika­skóla200803005

                    Til máls tóku: KT, HBA, HP og HSv.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að ráða Þrúði Hjelm sem skóla­stjóra Krika­skóla, en fyr­ir liggja um­sagn­ir bæj­ar­stjóra, fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs og fræðslu­nefnd­ar sem mæla með ráðn­ingu Þrúð­ar Hjelm.

                    • 9. Ósk Kaupþings um samn­ing vegna við­skipta200803043

                      Óskað er heimildar bæjarráðs til undirritunar markaðssamnings við Kaupþing banka hf. Bæjarritari fylgir málinu úr hlaði á fundinum.

                      Til máls tóku: SÓJ, HBA og HSv.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fjár­mála­stjóra að und­ir­rita mark­aðs­samn­ing við Kaupþing í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

                      • 10. Er­indi Skipu­lags­stofn­un­ar varð­andi um­sagn­ar­beiðni að matsáætlun mis­lægra gatna­móta hring­veg­ar við Leir­vogstungu200804063

                        Áður á dagskrá 878. fundar bæjarráðs þar sem umsögn Mosfellsbæjar var afgreidd.

                        Lögð fram um­sögn Skipu­lags­stofn­un­ar vegna matsáætl­un­ar mis­lægra gatna­móta hring­veg­ar við Leir­vogstungu. Um­sögn­in verði send skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar.

                        • 11. Nýr kjara­samn­ing­ur KÍ og LN200805077

                          Kynnt verða áhrif nýgerðra kennarasamninga og hvernig kostnaður vegna þeirra dreifist á helstu stofnanir Mosfellsbæjar.

                          Til máls tóku: HSv og SÓJ.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fjár­mála­stjóra að deila út fjár­mun­um af sam­eig­in­leg­um fjár­laga­lykli og yfir á þær stofn­an­ir sem ný­gerð­ur kjara­samn­ing­ur KÍ og LN nær til.

                          • 12. Er­indi ADHD sam­tak­anna varð­andi beiðni um styrk vegna ráð­stefnu200805091

                            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjöl­skyldu­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

                            • 13. Er­indi Íbúa­sam­taka Leir­vogstungu varð­andi teng­ingu Leir­vogstungu við aðra hluta Mos­fells­bæj­ar200805096

                              Er­ind­ið lagt fram og jafn­framt sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar.

                              • 14. Árs­reikn­ing­ur Bruna­bóta­fé­lags Ís­lands200805110

                                Árs­reikn­ing­ur Bruna­bóta­fé­lags­ins lagð­ur fram.

                                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45