22. maí 2008 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarstjórnar
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Krikaskóli - útboð og framkvæmdir200703192
Áður á dagskrá 875. fundar bæjarráðs.
Til máls tóku: HSv, MM, HBA og HP.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að staðfesta val á verktökum í lokuðu útboði í samræmi við framlagt minnisblað bæjarverkfræðings.
2. Erindi Guðleifar Birnu Leifsdóttur varðandi styrk til foreldra ungra barna200804126
Áður á dagskrá 876. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar í málinu. Umsögn hjálögð.
Til máls tóku: HSv og HP.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjórum fjölskyldusviðs og fræðslusviðs að svara bréfritara í samræmi við framlagt minnisblað.
3. Erindi Rögnvalds Þorkelssonar varðandi hugmyndir að skipulagningu á spildu úr landi Lundar200804213
Áður á dagskrá 877. fundar bæjarráðs. Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.
Til máls tóku: HSv, MM, KT og HBA.%0DMálið rætt og og samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra frekari vinnslu málsins.
4. Erindi Erlu Guðbjörnsdóttur varðandi lausagöngu katta í Mosfellsbæ200804233
Áður á dagskrá 878. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar. Umsögn hjálögð.
Til máls tók: HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að erindinu verði vísað til umhverfisnefndar og heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis til skoðunar.
5. Trúnaðarmál.200805018
Varðandi þetta mál þá þarf að ákveða hverjir verða aðal- og varamaður í stjórn ÞM.
Til máls tóku: HSv og MM.%0DBæjarstjóri reifaði málið og var honum falið framhald málsins í samræmi við framlögð skjöl.
Almenn erindi
6. Erindi Landbúnaðarháskólans varðandi landspildu úr landi Þormóðsdals200801351
Áður á dagskrá 868. fundar bæjarráðs. Borist hefur svarbréf frá ráðuneytinu vegna málsins.
Til máls tóku: HSv, MM, HBA, SÓJ og KT.%0DLagt fram bréf Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Bæjarstjóra falið framhald málsins.
7. Umsóknir um styrki félaga og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatta vegna ársins 2008200802246
Fjármálastjóri gerir grein fyrir framlagðri tillögu.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið mætti Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.%0D%0DTil máls tók: PJL. %0DSamþykkt með þremur atkvæðum framlagt minnisblað fjármálastjóra varðandi styrki til félaga og félagasamtaka.
8. Ráðning skólastjóra Krikaskóla200803005
Til máls tóku: KT, HBA, HP og HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að ráða Þrúði Hjelm sem skólastjóra Krikaskóla, en fyrir liggja umsagnir bæjarstjóra, framkvæmdastjóra fræðslusviðs og fræðslunefndar sem mæla með ráðningu Þrúðar Hjelm.
9. Ósk Kaupþings um samning vegna viðskipta200803043
Óskað er heimildar bæjarráðs til undirritunar markaðssamnings við Kaupþing banka hf. Bæjarritari fylgir málinu úr hlaði á fundinum.
Til máls tóku: SÓJ, HBA og HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila fjármálastjóra að undirrita markaðssamning við Kaupþing í samræmi við framlögð gögn.
10. Erindi Skipulagsstofnunar varðandi umsagnarbeiðni að matsáætlun mislægra gatnamóta hringvegar við Leirvogstungu200804063
Áður á dagskrá 878. fundar bæjarráðs þar sem umsögn Mosfellsbæjar var afgreidd.
Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar vegna matsáætlunar mislægra gatnamóta hringvegar við Leirvogstungu. Umsögnin verði send skipulags- og byggingarnefndar.
11. Nýr kjarasamningur KÍ og LN200805077
Kynnt verða áhrif nýgerðra kennarasamninga og hvernig kostnaður vegna þeirra dreifist á helstu stofnanir Mosfellsbæjar.
Til máls tóku: HSv og SÓJ.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela fjármálastjóra að deila út fjármunum af sameiginlegum fjárlagalykli og yfir á þær stofnanir sem nýgerður kjarasamningur KÍ og LN nær til.
12. Erindi ADHD samtakanna varðandi beiðni um styrk vegna ráðstefnu200805091
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
13. Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu varðandi tengingu Leirvogstungu við aðra hluta Mosfellsbæjar200805096
Erindið lagt fram og jafnframt samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.
14. Ársreikningur Brunabótafélags Íslands200805110
Ársreikningur Brunabótafélagsins lagður fram.