21. ágúst 2008 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarstjórnar
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Brynhildur Georgsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Huldu Magnúsdóttur varðandi félagslegar leiguíbúðir við Miðholt200806264
Áður tekið fyrir á 890 fundi bæjarráðs. Umsögn fjölskyldunefndar liggur nú fyrir.
Til máls tóku: HS og JS.%0D %0DBæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að svara bréfritara í samræmi við framlagt minnisblað.
2. Háholt 14, skipulag lóðar og deiliskipulag200503105
Fyrirliggjandi er ný tillaga Péturs Jónssonar landslagsarkitekts og yfirlýsing eigenda að Háholti 14 vegna tillögunnar. Jafnframt liggur fyrir afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar á breytingatillögunni, sbr. bókun nefndarinnar.
%0DTil máls tóku: HSv, KT, MM og HS.%0D %0DBæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að ganga frá lóðarleigusamningi við eigendur að Háholti 14 í samræmi við fyrirliggjandi uppdrátt landslagsarkitekts.
3. Erindi íþróttafulltrúa Mosfellsbæjar varðandi inniaðstöðu fyrir golfara í Mosfellsbæ200808438
Meðfylgjandi er erindi frá íþróttafulltrúa.
%0D%0D%0D%0DTil máls tóku: HSv, JS, KT, HS og MM.%0D<BR>%0DBæjarráð er jákvætt fyrir erindinu og samþykkir að fela íþróttafulltrúa að gera drög að samningi um nýtingu á hluta af vélageymslu Golfklúbbsins Kjalar sem inniaðstöðu fyrir golfara í Mosfellsbæ.
4. Gjaldskrá gatnagerðargjalda200708067
Lögð er til breyting á 8. gr. samþykktar um gatnagerðargjald, til samræmis við lög um gatnagerðargjald.
%0DTil máls tóku: HSv, JS og MM.%0D %0DBæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á 8. gr. samþykktar um gatnagerðargjald í deiliskipulögðum svæðum í Mosfellsbæ til samræmis við lög um gatnagerðargjald nr. 153/2006.
5. Rekstraryfirlit janúar-júní 2008200808479
Minnisblað fjármálastjóra verður sent út á morgun, miðvikudag.
Til máls tóku: HSv og JS.%0D %0DRekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar til júní 2008 og minnisblað fjármálastjóra varðandi yfirlitið er lagt fram.
6. Heimild bæjarstjóra til að fela öðrum starfsmönnum bæjarins prókúru200808467
Til máls tóku: HSv, HS, MM, JS, KT og BG.%0D %0DBæjarráð samþykkir erindi fjármálastjóra og felur honum frágang málsins í samræmi við athugasemdir sem komu fram á fundinum.