13. október 2008 kl. 17:15,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samvinna menningarmálanefndar og bæjarlistamanns um kynningu á sér og verkum sínum innan Mosfellsbæjar.200608268
Á fundinn mætir Guðný Halldórsdóttir bæjarlistamaður
Á fundinn mætti Guðný Halldórsdóttir bæjarlistamaður Mosfellsbæjar.%0D %0DRætt var um hugmyndir um hvernig kynna mætti listamanninn og verk hans.
2. Verklagsreglur vegna kaupa á listaverkum200810194
Drög að verklagsreglum lagðar fram.%0D %0DMenningarmálanefnd staðfestir verklagsreglurnar á grundvelli 5. greinar reglugerðar um Lista- og menningarsjóð Mosfellsbæjar.
3. Stefnumótun á menningarsviði200810064
Fjalla þarf um stefnumótun á grundvelli stefnu Mosfellsbæjar þar sem gert er ráð fyrir að á menningarsviði verði þrjár nefndir og þrír megin málaflokkar.
%0DLagt er til að stefnumótun í menningarmálum í framhaldi af stefnumótun Mosfellsbæjar hefjist með því að allar nefndir á menningarsviði búi til inngang að stefnumótun fyrir menningarsviðið í heild. Í kjölfar þess vinni hver nefnd að stefnumótun fyrir málaflokka nefndanna. Nefndin leggur til að ráðgjafi verði fenginn til að leiða nefndirnar í gegnum þetta ferli.
4. Útgáfa á Sögu Mosfellsbæjar.200505255
Lagt er til við bæjarstjórn samþykki að Lista- og menningarsjóður festi kaup á 400 bókum af bókinni Mosfellsbær - Saga byggðar í 1100 ár. Kostnaður við þetta gæti numið allt að 400.000,- kr.
5. Aðventutónleikar 2008200810208
Lagt er til við bæjarstjórn að Aðventutónleikar 2008 verði haldnir fimmtudaginn 11. desember, 2008. Kostnaður við þetta er áætlaður 200.000,- sem greiðist úr Lista- og menningarsjóði.
6. Erindi Snorra Ásmundssonar200810261
Snorri Ásmundsson hefur óskað eftir styrk til að skipuleggja bænastund í nafni umburðarlyndis og kærleika á Frieze art Fair í London.%0D %0DMenningarmálanefnd vísar til árlegrar styrkúthlutunar menningarmálanefndar sem auglýst er í febrúar ár hvert, en úthlutun fer fram í mars.