Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. október 2008 kl. 17:15,
fundarherbergi bæjarráðs


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Sam­vinna menn­ing­ar­mála­nefnd­ar og bæj­arlista­manns um kynn­ingu á sér og verk­um sín­um inn­an Mos­fells­bæj­ar.200608268

      Á fundinn mætir Guðný Halldórsdóttir bæjarlistamaður

      Á fund­inn mætti Guðný Hall­dórs­dótt­ir bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar.%0D %0DRætt var um hug­mynd­ir um hvern­ig kynna mætti lista­mann­inn og verk hans.

      • 2. Verklags­regl­ur vegna kaupa á lista­verk­um200810194

        Drög að verklags­regl­um lagð­ar fram.%0D %0DMenn­ing­ar­mála­nefnd stað­fest­ir verklags­regl­urn­ar á grund­velli 5. grein­ar reglu­gerð­ar um Lista- og menn­ing­ar­sjóð Mos­fells­bæj­ar.

        • 3. Stefnu­mót­un á menn­ing­ar­sviði200810064

          Fjalla þarf um stefnumótun á grundvelli stefnu Mosfellsbæjar þar sem gert er ráð fyrir að á menningarsviði verði þrjár nefndir og þrír megin málaflokkar.

          %0DLagt er til að stefnu­mót­un í menn­ing­ar­mál­um í fram­haldi af stefnu­mót­un Mos­fells­bæj­ar hefj­ist með því að all­ar nefnd­ir á menn­ing­ar­sviði búi til inn­gang að stefnu­mót­un fyr­ir menn­ing­ar­svið­ið í heild.  Í kjöl­far þess vinni hver nefnd að stefnu­mót­un fyr­ir mála­flokka nefnd­anna.  Nefnd­in legg­ur til að ráð­gjafi verði feng­inn til að leiða nefnd­irn­ar í gegn­um þetta ferli.

          • 4. Út­gáfa á Sögu Mos­fells­bæj­ar.200505255

            Lagt er til við bæj­ar­stjórn sam­þykki að Lista- og menn­ing­ar­sjóð­ur festi kaup á 400 bók­um af bók­inni Mos­fells­bær - Saga byggð­ar í 1100 ár.  Kostn­að­ur við þetta gæti num­ið allt að 400.000,- kr.

            • 5. Að­ventu­tón­leik­ar 2008200810208

              Lagt er til við bæj­ar­stjórn að Að­ventu­tón­leik­ar 2008 verði haldn­ir fimmtu­dag­inn 11. des­em­ber, 2008.  Kostn­að­ur við þetta er áætl­að­ur 200.000,- sem greið­ist úr Lista- og menn­ing­ar­sjóði.

              • 6. Er­indi Snorra Ásmunds­son­ar200810261

                Snorri Ásmunds­son hef­ur óskað eft­ir styrk til að skipu­leggja bæna­stund í nafni um­burð­ar­lynd­is og kær­leika á Frieze art Fair í London.%0D %0DMenn­ing­ar­mála­nefnd vís­ar til ár­legr­ar styrkút­hlut­un­ar menn­ing­ar­mála­nefnd­ar sem aug­lýst er í fe­brú­ar ár hvert, en út­hlut­un fer fram í mars.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:23