8. mars 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi Ísfugls ehf varðandi lóð við Reykjaveg 36200702056
Áður á dagskrá 813. fundar bæjarráðs. Umsögn byggingarfulltrúa fylgir og mun hann jafnframt mæta á fundinn.%0D
Á fundinn mætti undir þessum dagskrárlið Ásbjörn Þorvarðarson (ÁÞ)byggingarfulltrúi.%0D%0DTil máls tóku: ÁÞ, SÓJ, KT, RR og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að ræða við hlutaðeigandi um útfærslu lóðarmarka.
2. Erindi frá þeim sem hafa aðstöðu í Flugumýri 24 v. hávaða frá nr. 26200702048
Áður á dagskrá 813. fundar bæjarráðs. Umsögn byggingarfulltrúa fylgir og mun hann jafnframt mæta á fundinn.%0D
Á fundinn mætti undir þessum dagskrárlið Ásbjörn Þorvarðarson (ÁÞ)byggingarfulltrúi.%0D%0DTil máls tóku: ÁÞ, RR, MM, JS og SÓJ.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara að svara erindinu og benda á að þau atriði sem fram koma í bréfinu heyri undir húsfélagið á lóðinni að mati bæjarins og verði að leysast á þeim vettvangi.
3. Samþykktir varðandi niðurgreiðslur á vistunarkostnaði barna200702021
Áður á dagskrá 812. fundar bæjarráðs. Umsögn fræðslunefndar fylgir.%0D
Til máls tók: RR%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að reglur um niðurgreiðslur á vistunarkostnaði verði staðfestar.
4. Helgafellsland - deiliskipulag tengibrautar200608199
Síðast á dagskrá 456. fundar bæjarstjórnar.
Á fundinn voru mætt undir þessum dagskrárlið þau Þórunn Guðmundsdóttir (ÞG) lögmaður Mosfellsbæjar og Finnur Birgisson (FB) skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar.%0D%0DLögð fram bréf skipulagsfulltrúa til Skipulagsstofnunar dags. 21. febrúar 2007 og svarbréf Skipulagsstofnunar dags. 5. mars 2007, þar sem stofnunin kemst að þeirri niðurstöðu að deiliskipulag tengibrautar í Helgafellslandi falli undir ákvæði laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.%0D%0DTil máls tóku: ÞG, FB, RR, JS, KT og MM%0DBæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela skipulags- og byggingarnefnd að láta endurskoða tillögugögn deiliskipulagsins með hliðsjón af niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Að umfjöllun skipulags- og byggingarnefndar lokinni og að fengnu samþykki bæjarstjórnar verði endurskoðuð tillaga ásamt umhverfisskýrslu síðan auglýst til kynningar skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga og 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana
Almenn erindi
5. Erindi Menntamálaráðuneytis varðandi tilnefningar í starfshóp200703018
Til máls tóku: RR og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að skipa bæjarstjóra og forstöðumann fræðslu- og menningarsviðs í starfshóp um þarfagreiningu vegna nýs framhaldsskóla í Mosfellsbæ.
6. Erindi SVFR varðandi Köldukvísl200703019
Til máls tóku: RR og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að skoða erindið.
7. Erindi M.S.félags Íslands varðandi styrk200703021
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
8. Rekstrarúttekt á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins200703040
Til máls tóku: RR, JS og MM.%0DRekstrarúttektin lögð fram.%0DBæjarráð Mosfellsbæjar hvetur til þess að aðildarsveitarfélögin móti stefnu til framtíðar varðandi skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins.%0D
9. Virðisaukaskattsmál í mötuneytum á vegnum Mosfellsbæjar200703044
Til máls tóku: RR, MM, KT og JS.%0DFyrir liggur tillaga fræðslunefndar um lækkun virðisaukaskatts í mötuneytum á vegum Mosfellsbæjar. Í þessu sambandi er þess farið á leit við fjármálastjóra að hann fari yfir útreikninga vegna lækkunar virðisaukaskatts af matvælum áður en tillaga fræðslunefndar kemur til afgreiðslu í bæjarstjórn.%0D%0D