12. mars 2009 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Ríkarðs M. Ríkarðssonar varðandi skiptingu á Skeggjastöðum200902099
Áður á dagskrá 922. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Umsögnin fylgir hjálagt.
%0D%0DTil máls tóku: HS og SÓJ.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
2. Erindi eigenda Kvíslartungu 51 og 53 varðandi niðurfellingu fasteignaskatts200902236
Áður á dagskrá 923. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar byggingarfulltrúa. Umsögnin fylgir hjálagt.
%0D%0DTil máls tók: HS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að svara erindinu í samræmi við framlagt minnisblað.
3. Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis varðandi breytingu á gjaldskrá200901743
Áður á dagskrá 920. fundar bæjarráðs þar sem þeim tilmælum var beint til heilbrigðiseftirlitsins að draga úr hækkun gjaldskrárinnar. Á það hefur nú verið fallist og beiðnin lögð fyrir bæjarráð aftur.
%0D%0D%0DTil máls tóku: HS, MM og SÓJ.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa gjaldskránni til annarrar og síðari umræðu í bæjarstjórn.
4. Erindi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi eflingu löggæslu í Mosfellsbæ og breytingar á skipulagi200903088
%0D%0D%0DTil máls tóku: HS og HSv.%0DErindi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu lögð fram, en þar kemur fram að í framtíðarskipulagi lögreglunnar verði lögreglustöð staðsett í bæjarfélaginu til frambúðar.
5. Lóðarleigusamningar Háholts 16, 18 og 22200805075
%0D%0D%0D%0DTil máls tóku: HS, HSv, MM og JS.%0DErindið lagt fram lögmanni bæjarins falið að svara erindinu.