8. október 2009 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Minnisblað bæjarritara varðandi skil á teikningum í Krikahverfi200603224
Fyrirspurn hefur borist frá lögaðila um lóð í Krikahverfi sem upphaflegir úthlutunarskilmálar segja að eingöngu eigi að úthluta til einstaklinga. Spurning um hvort ekki eigi að opna á umsóknir frá öllum. Bæjarritari fer yfir málið á fundinum.
%0D%0D%0D%0D%0D%0DTil máls tóku: SÓJ, HSv, HP og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að gera þá breytingu á úthlutunarskilmálum lóða í Krikahverfi að jafnt einstaklingar sem lögaðilar geti sótt um lóðir sem koma til endurúthlutunar skv. 4. grein úthlutunarreglna lóða í Mosfellsbæ.
2. Erindi Löggarðs varðandi lóð úr landi Úlfarsfells, landnr. 125474200708130
Borist hefur sölutilboð f.h. eigenda landspildu við Hafravatn.
%0D%0D%0D%0DTil máls tóku: KT, JS, HP og HJ.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra skoða framkomið sölutilboð.
3. Erindi Egils Guðmundssonar vegna skráningar lögheimilis í Lynghól200810141
Kynnt er bréf frá Agli Guðmundssyni þar sem segir að hann muni á næstunni óska eftir fundi með forráðamönnum Mosfellsbæjar.
%0D%0D%0DBréf Egils Guðmundssonar lagt fram.
4. Erindi Mosfellings varðandi styrk200901855
Áður á dagskrá 920. fundar bæjarráð þar sem erindinu var vísað til bæjarstjóra. Hjálögð er umsögn um málið.
%0DTil máls tóku: HSv, KT og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga til samninga við Mosfelling á grundvelli minnisblaðs kynningarstjóra.
6. Erindi Skógræktarfélags Mosfellsbæjar varðandi lagningu útivistarstígs200909855
Ósk Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um fjárframlag til gerðar útivistarstígs.
Til máls tóku: HSv, KT, HP og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar.
7. Ályktun Barnaheilla til ríkisstjórnar og sveitarfélaga200910083
Ályktun Barnaheilla lögð fram.
8. Fundur Mosfellsbæjar og Vegagerðar ríkisins200910111
Minnispunktar frá fundi Mosfellsbæjar með Vegagerð ríkisins þann 5. október 2009.
Til máls tóku: HSv, JS, HP og KT.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi sem haldinn var með fulltrúum Vegagerðar ríkisins varðandi þjóðveginn í gegnum Mosfellsbæ og fleiri atriði.