4. febrúar 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Karl Tómasson varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Marteinn Magnússon áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Siðareglur sveitarstjórnarmanna200910437
Til máls tóku: HS, HSv, JS, KT, MM og SÓJ.%0DUmræða fór fram um drög að siðareglum og var framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs falið að afla frekari gagna varðandi slíkar reglur.
2. Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2009201001498
Almennar upplýsingar um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árinu 2009
%0DUppgjörið lagt fram.
3. Erindi Ásgarðs varðand leyfi til að byggja listasmiðju201001533
%0DTil máls tóku: HSv, HS, KT, JS og MM.%0DBæjarráð er jákvætt fyrir erindinu og felur bæjarstjóra að undirbúa skilmála vegna úthlutunar lóðar fyrir listasmiðjuna.
4. Erindi UMFÍ varðandi 15.Unglingalandsmót UMFÍ 2012201001553
%0DTil máls tóku: HS, HSv, KT, JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra menningarsviðs og íþrótta- og tómstundanefndar til upplýsingar.
5. Erindi Miðstöð foreldar og barna varðandi ósk um stuðning201001561
%0DTil máls tóku: HS, MM, HSv og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar.
6. Umsókn SHS fasteigna um lóð fyrir nýja slökkviliðs- og lögreglustöð201002020
%0D%0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð nýti sér rétt til úthlutunar lóðarinnar í samræmi við 5. mgr. greinar 3.2.1 í úthlutunarreglum um byggingarlóðir í Mosfellsbæ og úthlutar SHS fasteignum, dótturfélagi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., lóð við Skarhólabraut undir slökkvi- og lögreglustöð.