19. júní 2008 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarstjórnar
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Brynhildur Georgsdóttir bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs fundargerð 75. stjórnarfundar200806125
Fundargerð 75. fundar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram.
Almenn erindi
2. Ósk Kaupþings um samning vegna viðskipta200803043
Kaupþing taldi bókun bæjarráðs á 882. fundi bæjarráðs ekki fullnægjandi og fyrir liggur tillaga að ítarlegri bókun.%0D
Til máls tóku: HS, JS og MM.%0D%0DBæjarráð samþykkir að veita fjármálastjóra bæjarins umboð fyrir hönd bæjarstjórnar til þess að undirrita almenna markaðsskilmála verðbréfaviðskipta við Kaupþing banka hf. í samræmi við framlögð gögn, og ganga til viðskipta og gera samninga á grundvelli skilmálanna fyrir hönd bæjarins.
3. Viljayfirlýsing Mosfellsbæjar og Golfklúbbsins Kjalar200712098
Til máls tóku: HS, JS, MM og ÓG.%0D%0DSamþykkt að fela bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
4. Erindi Sögufélags Kjalarnesþings varðandi endurheimt Guddulaugar200806121
Til máls tóku: HS, JS og MM.%0D%0DSamþykkt að vísa málinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til skoðunar.
5. Erindi Sigþórs Óskarssonar varðandi akstur torfærumótorhjóla200806124
Til máls tóku: HS, JS og MM.%0D%0DBæjarstjóra er falið að ræða við bréfritara.
6. Erindi Strætó bs varðandi áframhaldandi þátttöku í verkefninu Frítt í strætó200805205
Til máls tóku: HS, MM, JS og ÓG.%0D%0DSamþykkt að óska eftir fundi með formanni og framkvæmdastjóra Strætó.
7. Erindi Strætó Trúnaðarmál200806141
Málinu er skipt upp í tvo þætti:%0D%0Da)Rekstraryfirlit og rekstrarhorfur, sbr. 1. liður 103. fundargerðar Strætó frá 9. maí sem lögð var fram í bæjarstjórn 25. maí sl. Að beiðni stjórnar Strætó var minnisblað um málið sent til framkvæmdastjóra bæjarfélaganna en þess óskað að það verði meðhöndlað sem trúnaðarmál að svo stöddu.%0D%0DMinnisblað stjórnar lagt fram og samþykkt að óska eftir fundi með framkvæmdastjóra Strætó.%0D%0Db)Undirbúningur að útboði aksturs, sbr. 2. liður 103. fundargerðar Strætó frá 9. maí sem lögð var fram í bæjarstjórn 25. maí sl. Minnisblað stjórnar sent til framkvæmdastjóra sveitarfélaganna en þess óskað að það verði meðhöndlað sem trúnaðarmál að svo stöddu. Jafnframt var þess óskað að haldinn yrði fundur með SSH.%0D%0DMinnisblað stjórnar lagt fram og samþykkt að óska eftir fundi með formanni og framkvæmdastjóra Strætó.%0D%0D