29. apríl 2008 kl. 08:00,
fundarherbergi bæjarstjórnar
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
1. Jafnrétti drengja og stúlkna innan deilda Ungmennafélagsins Aftureldingar; Knattspyrnudeild og Handknattleiksdeild.200804175
Á fundinn mættu til að ræða mál nr. 1; Erna Reynisdóttir foraður UMFA, Snorri Gissurarson úr stjórn knattspyrnudeildar UMFA og Hafsteinn Pálsson formaður íþrótta- og tómstundanefndar.%0D%0DArnrún Sveinsdóttir nemi í félagsráðgjöf við fjölskyldusvið Mosfellsbæjar kynnti niðurstöðu rannsóknarinnar „Nýting styrkja til íþróttaiðkunar barna í Mosfellsbæ - út frá sjónarhorni kynjajafnréttis“.%0D%0DAð lokinni kynningu fóru fram umræður um málið. Rætt var um mikilvægi kyngreindra upplýsinga í íþróttastarfi vegna forvarnargildis íþróttanna. Fram kom í máli framkvæmdastjóra Aftureldingar að þessar upplýsingar lægju fyrir í gögnum félagsins og mögulegt væri að fella þær inn í reglulega upplýsingagjöf til bæjarfélagsins svo sem í ársskýrslu félagsins.
Almenn erindi
2. Beiðni um þátttöku í kostnaði vegna sumar- og helgardvalar barna í Reykjadal200707154
Samþykkt að greiða styrk að upphæð kr. 200 þús. vegna verkefnisins.%0DFjölskyldunefnd ítrekar fyrri tilmæli til bréfritara um að árlega veitir fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ. Auglýst er eftir umsóknum í landsmálablöðum og skulu þær berast þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 1. hæð á þar til gerðum eyðublöðum í síðasta lagi 30.nóvember ár hvert. Umsóknir sem berast eftir þann tíma hljóta að jafnaði ekki afgreiðslu. Ráðstöfun styrkja vegna ársins 2008 hefur þegar farið fram. Næst verður auglýst eftir umsóknum í styrki fyrir árið 2009 í byrjun október 2008. Eyðublöð má nálgast í þjónustuverinu og á heimasíðu bæjarfélagsins www.mos.is og fer afgreiðsla styrkumsókna að öllu fram fyrir lok mars ár hvert .
3. Erindi Félags- og tryggingamálráðuneytis varðandi hækkun húsaleigubóta200804214
Í ljósi breytingar á reglugerð um húsaleigubætur nr. 118/2003 er áætluð hækkun húsaleigubóta tímabilið apríl- desember 2008 kr. 2.538 þús. að teknu tilliti til hækkunar á endurgreiðslu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga úr 50 í 60%.%0D%0DÍ ljósi fyrrgreinds leggur fjölskyldunefnd til við bæjarstjórn að veitt verði aukafjárveiting til að mæta auknum útgjöldum vegna húsaleigubóta.
4. Erindi Lýðheilsustöðvar varðandi niðurstöður könnunar meðal leik- og grunnskólastjóra200804064
Lagt fram.
5. Ævintýragarður í Ullarnesbrekku200802062
Fjölskyldunefnd leggur áherslu á að börnum verði gefinn kostur á að láta í ljós hugmyndir sínar um ævintýragarðinn. Ennfremur leggur fjölskyldunefnd áherslu á að aðgengi fyrir alla verði tryggt að garðinum. %0D%0DFulltrúi B-lista leggst gegn því að aðkoma ökutækja verði um Tunguveg og leggur til að leitað verði annarra lausna til þess að tryggja gott aðgengi að garðinum. Hringtorgið við Vesturlandsveg ætti að anna akandi umferð en lagt er til að garðurinn verði tengdur öðrum íbúðahverfum með hjólreiða-,reið- og gögnustígum.%0D%0DFulltrúar meirihluta leggja áherslu á gott aðgengi að garðinum og beðið verði eftir hugmyndum um nánari útfærslu frá fagaðilum vegna skipulags á svæðinu.
Fundargerðir til staðfestingar
7. Trúnaðarmálafundur - 509200804022F
Samþykkt.
8. Trúnaðarmálafundur - 510200804032F
Samþykkt.