Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

29. apríl 2008 kl. 08:00,
fundarherbergi bæjarstjórnar


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Unnur V. Ingólfsdóttir félagsmálastjóri


    Dagskrá fundar

    Fundargerðir til kynningar

    • 1. Jafn­rétti drengja og stúlkna inn­an deilda Ung­menna­fé­lags­ins Aft­ur­eld­ing­ar; Knatt­spyrnu­deild og Hand­knatt­leiks­deild.200804175

      Á fund­inn mættu til að ræða mál nr. 1; Erna Reyn­is­dótt­ir for­að­ur UMFA, Snorri Giss­ur­ar­son úr stjórn knatt­spyrnu­deild­ar UMFA og Haf­steinn Páls­son formað­ur íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar.%0D%0DArn­rún Sveins­dótt­ir nemi í fé­lags­ráð­gjöf við fjöl­skyldu­svið Mos­fells­bæj­ar kynnti nið­ur­stöðu rann­sókn­ar­inn­ar „Nýt­ing styrkja til íþrótta­iðkun­ar barna í Mos­fells­bæ - út frá sjón­ar­horni kynja­jafn­rétt­is“.%0D%0DAð lok­inni kynn­ingu fóru fram um­ræð­ur um mál­ið. Rætt var um mik­il­vægi kyn­greindra upp­lýs­inga í íþrótt­astarfi vegna for­varn­ar­gild­is íþrótt­anna. Fram kom í máli fram­kvæmda­stjóra Aft­ur­eld­ing­ar að þess­ar upp­lýs­ing­ar lægju fyr­ir í gögn­um fé­lags­ins og mögu­legt væri að fella þær inn í reglu­lega upp­lýs­inga­gjöf til bæj­ar­fé­lags­ins svo sem í árs­skýrslu fé­lags­ins.

      Almenn erindi

      • 2. Beiðni um þátt­töku í kostn­aði vegna sum­ar- og helg­ar­dval­ar barna í Reykja­dal200707154

        Sam­þykkt að greiða styrk að upp­hæð kr. 200 þús. vegna verk­efn­is­ins.%0DFjöl­skyldu­nefnd ít­rek­ar fyrri til­mæli til bréf­rit­ara um að ár­lega veit­ir fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar styrki til verk­efna á sviði fjöl­skyldu­þjón­ustu í Mos­fells­bæ. Aug­lýst er eft­ir um­sókn­um í lands­mála­blöð­um og skulu þær berast þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2, 1. hæð á þar til gerð­um eyðu­blöð­um í síð­asta lagi 30.nóv­em­ber ár hvert. Um­sókn­ir sem berast eft­ir þann tíma hljóta að jafn­aði ekki af­greiðslu. Ráð­stöf­un styrkja vegna árs­ins 2008 hef­ur þeg­ar far­ið fram. Næst verð­ur aug­lýst eft­ir um­sókn­um í styrki fyr­ir árið 2009 í byrj­un októ­ber 2008. Eyðu­blöð má nálg­ast í þjón­ustu­ver­inu og á heima­síðu bæj­ar­fé­lags­ins www.mos.is og fer af­greiðsla styrk­umsókna að öllu fram fyr­ir lok mars ár hvert .

        • 3. Er­indi Fé­lags- og trygg­inga­mál­ráðu­neyt­is varð­andi hækk­un húsa­leigu­bóta200804214

          Í ljósi breyt­ing­ar á reglu­gerð um húsa­leigu­bæt­ur nr. 118/2003 er áætluð hækk­un húsa­leigu­bóta tíma­bil­ið apríl- des­em­ber 2008 kr. 2.538 þús. að teknu til­liti til hækk­un­ar á end­ur­greiðslu Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga úr 50 í 60%.%0D%0DÍ ljósi fyrr­greinds legg­ur fjöl­skyldu­nefnd til við bæj­ar­stjórn að veitt verði auka­fjár­veit­ing til að mæta aukn­um út­gjöld­um vegna húsa­leigu­bóta.

          • 4. Er­indi Lýð­heilsu­stöðv­ar varð­andi nið­ur­stöð­ur könn­un­ar með­al leik- og grunn­skóla­stjóra200804064

            Lagt fram.

            • 5. Æv­in­týragarð­ur í Ull­ar­nes­brekku200802062

              Fjöl­skyldu­nefnd legg­ur áherslu á að börn­um verði gef­inn kost­ur á að láta í ljós hug­mynd­ir sín­ar um æv­in­týra­garð­inn. Enn­frem­ur legg­ur fjöl­skyldu­nefnd áherslu á að að­gengi fyr­ir alla verði tryggt að garð­in­um. %0D%0DFull­trúi B-lista leggst gegn því að að­koma öku­tækja verði um Tungu­veg og legg­ur til að leitað verði ann­arra lausna til þess að tryggja gott að­gengi að garð­in­um. Hring­torg­ið við Vest­ur­landsveg ætti að anna ak­andi um­ferð en lagt er til að garð­ur­inn verði tengd­ur öðr­um íbúða­hverf­um með hjól­reiða-,reið- og gögnu­stíg­um.%0D%0DFull­trú­ar meiri­hluta leggja áherslu á gott að­gengi að garð­in­um og beð­ið verði eft­ir hug­mynd­um um nán­ari út­færslu frá fag­að­il­um vegna skipu­lags á svæð­inu.

              Fundargerðir til staðfestingar

              • 6. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 57200804033F

                Sam­þykkt.

                • 7. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 509200804022F

                  Sam­þykkt.

                  • 8. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 510200804032F

                    Sam­þykkt.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45