19. febrúar 2009 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Viðbrögð Mosfellsbæjar við breyttri stöðu í íslensku efnahagslífi200810184
Formaður bæjarráðs fer yfir stöðu mála varðandi Ráðgjafartorgið.
%0D%0D%0DÁ fundinn mætti undir þessum dagskrárlið forstöðumaður kynningarmála Sigríður Dögg Auðunsdóttir (SDA).%0D %0DTil máls tóku: HS, SDA, JS, MM, HSv, SÓJ og BB.%0DFormaður bæjarráðs og forstöðumaður kynningarmála fóru yfir og útskýrðu starf og stöðu Ráðgjafarhópsins sem stofnaður var í október sl.
2. Erindi ASÍ varðandi nýtingu sundstaða í þágu atvinnulausra200901682
Áður á dagskrá 921. fundar bæjarráðs. Með fylgir minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og íþróttafulltrúa.
%0D%0DTil máls tóku: HS, HSv, MM, JS, BB og SÓJ.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að gefa þeim sem eru atvinnulausir kost á því að sækja um sundkort í samræmi við tillögur framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og íþróttafulltrúa þar um.
3. Erindi Ríkarðs M. Ríkarðssonar varðandi skiptingu á Skeggjastöðum200902099
Ríkarður Ríkarðsson óskað er heimildar til þess að skipta landinu Skeggjastöðum í 3 eignarhluta.
%0D%0DTil máls tóku: HS, JS, SÓJ, HSv og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra stórnsýslusviðs til umsagnar.
4. Erindi UMFA varðandi gistingu fyrir þátttakendur Gogga Galvaska200902113
Erindi UMFA varðandi ósk um aðstöðu í Varmárskóla vegna Gogga Galvaska mótsins.
%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs til umsagnar og afgreiðslu.%0D
5. Afskriftir viðskiptakrafna200902116
Minnisblað fjármálastjóra varðandi tillögu að afskriftum viðskiptakrafna. Fjármálastjóri sendir trúnaðarskjöl á bæjarráðsmenn.
%0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila fjármálastjóra að afskrifa viðskiptakröfur í samræmi við tillögur hans þar um.
6. Erindi KFUK varðandi beiðni um styrk200902118
KFUK óskar eftir styrk að fjárhæð 500 þúsund til viðgerðar á kirkju Vindáshlíðar.
%0D%0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að ekki sé hægt að verða við beiðni um styrk.
7. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2009200902130
Dagskrá aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
%0D%0DAðalfundarboðið lagt fram og bæjarstjóra falið að fara með atkvæði Mosfellsbæjar á fundinum.
8. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir Stjörnuna ehf.200902208
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu óskar umsagnar bæjarráðs vegna endurnýjunar umsóknar Stjörnunnar ehf. (Subway)um rekstrarleyfis.
%0D%0DBæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemdir við endurnýjað rekstrarleyfi Stjörnunnar ehf.%0D
9. Gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar, breyting200902222
Óskað er eftir að bæjarráð samþykki breytingu á gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar hvað varðar að inn komi innheimtuviðvörun í 4. grein gjaldskrárinnar.
%0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að breyta 4. grein í gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar í samræmi við ný innheimtulög og innheimtureglugerð.
10. Endurskoðun hjá Mosfellsbæ200901819
%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita endurnýjað endurskoðunarbréf við KPMG um endurskoðun fyrir Mosfellsbæ. %0D