Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. maí 2008 kl. 17:15,
fundarherbergi bæjarstjórnar


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Starfs­áætlan­ir leik- og grunn­skóla200805056

      Starfs­áætlan­ir leik- og grunn­skóla lagð­ar fram. Þá var lagt fram skóla­da­gatal fyr­ir hvern og einn skóla. Fram kom eft­ir­far­andi bók­un frá for­eldr­um: "Við höf­um áhyggj­ur af því að skólslit séu áætluð á laug­ar­degi. Það er að okk­ar mati ekki fýsi­leg­ur kost­ur. Fyr­ir það fyrsta eru laug­ar­dag­ar ekki hefð­bundn­ir skóla­dag­ar. Jafn­framt telj­um við að besta lausn­in sé að hafa skóla­slit­in seinni hluta föstu­dags." Fræðslu­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að stað­festa fram­lögð skóla­daga­töl leik- og grunn­skóla, með þeim fyr­ir­vör­um sem fram komu á fund­in­um og í bréfi for­eldra varð­andi fjölda kennslu­daga grunn­skóla, sem skulu vera 180.

      • 2. Drög að sam­þykkt­um frí­stunda­sel, gjald­skrá­og regl­ur tengd­ar þjón­ustu heils­dags­skóla.200805157

        Drög að sam­þykkt­um lögð fram og lagt til við bæj­ar­stjórn að þær verði sam­þykkt­ar með þeim breyt­ing­um sem fram komu á fund­in­um, þar með tal­ið at­huga­semd­um for­eldra.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00