17. apríl 2007 kl. 07:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Arnartangi 63, umsókn um stækkun húss200701323
Grenndarkynningu á tillögu að viðbyggingu lauk þann 26. mars 2007. Athugasemd barst frá Má Karlssyni Arnartanga 78, dags. 25. mars 2007. Frestað á 196. fundi.%0DNefndarmenn eru hvattir til að skoða aðstæður á staðnum fyrir fund.
Grenndarkynningu á tillögu að viðbyggingu lauk þann 26. mars 2007. Athugasemd barst frá Má Karlssyni Arnartanga 78, dags. 25. mars 2007. Frestað á 196. fundi.%0DNefndin hafnar tillögunni eins og hún liggur fyrir og felur starfsmönnum að ræða við umsækjendur.%0D
2. Bjarkarholt 3 umsókn um stækkun á gróðurhúsi200703024
Margrét Hálfdanardóttir og Benedikt Jónsson sækja þann 2. mars 2007 um leyfi til að stækka gróðurhús skv. meðf. teikningum. Frestað á 196. fundi.%0DSjá áður útsend gögn.
Margrét Hálfdanardóttir og Benedikt Jónsson sækja þann 2. mars 2007 um leyfi til að stækka gróðurhús skv. meðf. teikningum. Frestað á 196. fundi.%0DNefndin fellst á að erindið verði grenndarkynnt. Jafnframt er starfsmönnum falið að gera umsækjendum grein fyrir stöðu miðbæjarskipulags.
3. Þverholt 9, umsókn um að breyta atvinnuhúsnæði í íbúð.200703114
Ástvaldur Sigurðsson og Sandra Þóroddsdóttir óska þann 15. mars 2007 eftir því að samþykkt verði að breyta atvinnuhúsnæði á jarðhæð Þverholts 9 í íbúð. Frestað á 196. fundi.%0DSjá áður útsend gögn.
Ástvaldur Sigurðsson og Sandra Þóroddsdóttir óska þann 15. mars 2007 eftir því að samþykkt verði að breyta atvinnuhúsnæði á jarðhæð Þverholts 9 í íbúð. Frestað á 196. fundi.%0DNefndin hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki gr. 79.2 í byggingarreglugerð.
4. Rituhöfði 3, fyrirspurn um stækkun á stofu til norðurs200703151
Halldór Þorvaldsson og Sigrún Björg Ingvadóttir óska þann 19. mars 2007 eftir heimild til að byggja 19 m2 viðbyggingu til norðurs við hús sitt skv. meðf. tillöguteikningum. Frestað á 196. fundi.%0DSjá áður útsend gögn.
Halldór Þorvaldsson og Sigrún Björg Ingvadóttir óska þann 19. mars 2007 eftir heimild til að byggja 19 m2 viðbyggingu til norðurs við hús sitt skv. meðf. tillöguteikningum. Frestað á 196. fundi.%0DNefndin óskar eftir umsögn skipulagshöfundar um erindið.
5. Völuteigur 23, umsókn um byggingarleyfi fyrir loftnets- og tetramastur200703156
Guðjón H. Guðmundsson sækir þann 22. mars 2007 f.h. Björgunarsveitarinnar Kyndils um leyfi til að reisa 18 m hátt fjarskiptamastur norðvestan við húsið að Völuteigi 23. Frestað á 196. fundi.%0DSjá áður útsend gögn.
Guðjón H. Guðmundsson sækir þann 22. mars 2007 f.h. Björgunarsveitarinnar Kyndils um leyfi til að reisa 18 m hátt fjarskiptamastur norðvestan við húsið að Völuteigi 23. Frestað á 196. fundi.%0DNefndin samþykkir að grenndarkynna erindið þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
6. Urðarholt 2-4, umsókn um breytingu á innra fyrirkomulagi og afmörkun eigna á 3. hæð í húsi nr. 4200701168
Trausti S. Harðarson arkitekt f.h. Aurelio Ferro óskar þann 12. febrúar eftir að nefndin taki til endurskoðunar ákvörðun sína á 189. fundi um að hafna breytingu skrifstofuhúsnæðis í íbúðir.%0DSjá einnig áður útsend gögn.%0DDrög að svari (sbr. bókun á 196. fundi) verða send nefndarmönnum í tölvupósti á mánudag.
Trausti S. Harðarson arkitekt f.h. Aurelio Ferro óskar þann 12. febrúar eftir að nefndin taki til endurskoðunar ákvörðun sína á 189. fundi um að hafna breytingu skrifstofuhúsnæðis í íbúðir.%0DSvar nefndarinnar:%0DFyrir lóðina gildir deiliskipulag miðbæjarins, sem samþykkt var árið 2001. Nefndin lítur svo á að þar komi skýrt fram að lóðin sé ætluð undir verslun og þjónustu, sbr. bls. 9, 20 og 21 í skipulagsskilmálunum. Nefndin fellst ekki á þann skilning að sá texti eigi einungis við um þær viðbyggingar sem skipulagið gerði ráð fyrir, heldur telur hún að hann eigi við bæði um það hús sem fyrir var og hinar áformuðu nýbyggingar. Í samræmi við þennan skilning hefur nefndin talið að það samræmdist ekki skipulaginu að fjölga íbúðum í húsinu umfram þær íbúðir sem þegar höfðu verið leyfðar þar þegar skipulagið var samþykkt, og hefur hún því á undanförnum árum nokkrum sinnum hafnað umsóknum í þá veru.%0DRétt er að taka fram að nú er unnið að endurskoðun deiliskipulags miðbæjarins, sem kann að hafa í för með sér breytta stefnumörkun varðandi framtíð húss og lóðar að Urðarholti 2-4. Vonir standa til að tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi geti komið til umfjöllunar þegar á þessu ári. Nefndin telur rétt að framtíð hússins verði látin ráðast af nýju deiliskipulagi, og því sé óæskilegt að samþykkja nú breytingar á gildandi stefnumörkun, svo skömmu áður en tillaga að nýju skipulagi kemur fram. %0DMeð hliðsjón af framansögðu fellst nefndin ekki á að breyta ákvörðun sinni frá 189. fundi um að hafna breytingu á hluta 3. hæðar hússins í íbúðir.
7. Umsókn um starfsmannabúðir á Tungumelum200701289
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 195. fundi.%0DLögð verður fram tillaga að nánari skilmálum fyrir hugsanlegar vinnubúðir á Tungumelum svo og staðsetningu þeirra. (Verður send í tölvupósti á mánudag.)%0DSjá áður útsend gögn.
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 195. fundi. Lögð fram drög að skilmálum fyrir hugsanlegar starfsmannabúðir á Tungumelum.%0DStarfsmönnum falið að endurskoða drögin í samræmi við umræður á fundinum.
8. Deiliskipulag Álafosskvosar.200503257
Bæjarstjórn samþykkti 28. mars að tillögu bæjarráðs að fyrri samþykkt deiliskipulags Álafosskvosar yrði afturkölluð og deiliskipulaginu vísað á ný til nefndarinnar. Meðfylgjandi er hugmynd að breyttri tengingu Álafossvegar.
Bæjarstjórn samþykkti þann 28. mars 2007 tillögu bæjarráðs um að fyrri samþykkt á breyttu deiliskipulagi Álafosskvosar yrði afturkölluð og deiliskipulaginu vísað á ný til nefndarinnar. Kynnt var hugmynd að breyttri tengingu Álafossvegar.%0DStarfsmönnum falið að láta útfæra hugmyndina nánar sem tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
9. Mosfellsdalur, kostnaðaráætlun fyrir gatnagerð200703011
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 196. fundi. Kostnaðaráætlun var send út með fundarboði 193. fundar.
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 196. fundi. Lagt fram minnisblað bæjarverkfræðings.%0DNefndin samþykkir að einungis verði leyfð uppbygging á þegar deiliskipulögðum reitum á svæði fyrir blandaða landnotkun í Mosfellsdal. Uppbyggingu á öðrum hlutum svæðisins verði frestað þar til búið er að endurskoða aðalskipulag.
10. Í landi Laxness, fyrirspurn vegna endurbyggingar200509150
Lögð verður fram tillaga um það hvernig ljúka megi málinu.%0DTil upprifjunar fylgir bréf Emils Péturssonar frá 18.02.2006 og minnisblað skipulagsfulltrúa frá 29.09.2006
Tekið fyrir að nýju erindi Emils Péturssonar dags. 18. febrúar 2006, þar sem óskað er eftir því að afgreiðsla nefndarinnar á 161. fundi á fyrirspurn hans frá 1. september 2005 verði endurskoðuð. %0DNefndin heimilar að gerð verði tillaga að deiliskipulagi í samræmi við upphaflega fyrirspurn um tamningastöð og íbúðarhús á landinu.
11. Auglýsingaskilti við Vesturlandsveg, umsókn Helgafellsbygginga.200704045
Umsókn um að setja upp skilti með auglýsingu um uppbyggingu í Helgafellshverfi við gatnamót Vesturlandsvegar og Álafossvegar.
Helgafellsbyggingar sækja um að setja upp skilti með auglýsingu um uppbyggingu í Helgafellshverfi við gatnamót Vesturlandsvegar og Álafossvegar.%0DNefndin felur starfsmönnum að koma á framfæri við umsækjanda sjónarmiðum nefndarinnar um stærð og staðsetningu skiltis.
12. Hólabak úr landi Helgafells III, deiliskipulag200703125
Bréf frá Ívari Pálssyni hdl f.h. Áslaugar Jóhannsdóttur, dags. 16. mars 2007, þar sem fjallað er um hugsanlega gerð deiliskipulags af landinu.
Tekið fyrir bréf frá Ívari Pálssyni hdl f.h. Áslaugar Jóhannsdóttur, dags. 16. mars 2007, þar sem fjallað er um hugsanlega gerð deiliskipulags af landinu.%0DNefndin felur umhverfisdeild að ræða við bréfritara og umbjóðanda hans.
13. Erindi Landsnets varðandi aðalskipulagsbreytingu vegna háspennulínu í Mosfellsbæ200703143
Árni Stefánsson f.h. Landsnets óskar með bréfi dags. 19. mars 2007 eftir því að háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík og Geithálsi, þ.e. Kolviðarhólslína 1, Kolviðarhólslína 2 og Búrfellslína 3, verði færðar inn á aðalskipulag Mosfellsbæjar. Einnig lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags 29. mars 2007.
Árni Stefánsson f.h. Landsnets óskar með bréfi dags. 19. mars 2007 eftir því að háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík og Geithálsi, þ.e. Kolviðarhólslína 1, Kolviðarhólslína 2 og Búrfellslína 3, verði færðar inn á aðalskipulag Mosfellsbæjar. Einnig lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 29. mars 2007.%0DFrestað.
14. Akurholt 18, fyrirspurn um viðbyggingu.200703191
Gunnlaugur Björn Jónsson f.h. Árna Rafns Jónssonar og Jónínu Steinunnar Jónsdóttur spyrst fyrir um leyfi til að byggja við húsið Akurholt 18 skv. meðfylgjandi tillöguteikningu.
Gunnlaugur Björn Jónsson f.h. Árna Rafns Jónssonar og Jónínu Steinunnar Jónsdóttur spyrst fyrir um leyfi til að byggja við húsið Akurholt 18 skv. meðfylgjandi tillöguteikningu.%0DNefndin samþykkir að grenndarkynna erindið.
15. Leirvogstunga, hreinsiþró og skolpdælustöð, umsókn um byggingarleyfi200704047
Reynir Viðarsson f.h. Ístaks óskar þann 6. mars 2007 eftir byggingarleyfi fyrir hreinsiþró fyrir ofanvatn og skólpdælustöð (?) fyrir Leirvogstungu/Tungumela skv. meðf. gögnum frá Almennu Verkfræðistofunni.
Reynir Viðarsson f.h. Ístaks óskar þann 6. mars 2007 eftir byggingarleyfi fyrir hreinsiþró fyrir ofanvatn og skólpdælustöð fyrir Leirvogstungu/Tungumela skv. meðf. gögnum frá Almennu Verkfræðistofunni.%0DNefndin er jákvæð gagnvart erindinu og felur byggingarfulltrúa frekari afgreiðslu.
Fundargerðir til staðfestingar
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 132200703022F
Lagt fram.