24. ágúst 2007 kl. 07:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellsland - deiliskipulag tengibrautar200608199
Tillaga að deiliskipulagi Helgafellsvegar (hluta) var auglýst skv. 25. gr. S/B-laga 31. maí 2007 með athugasemdafresti til 12. júlí 2007. Samhliða var auglýst umhverfisskýrsla, Umhverfismat deiliskipulags Helgafellsvegar, skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana. Fimm athugasemdir bárust: Frá Berglindi Björgúlfsdóttur f.h. Varmársamtakanna, dags. 10. júlí 2007; frá Páli Kristjánssyni f.h. Álafossbrekkunnar ehf., dags. 10. júlí 2007; frá Guðmundi A. Jónssyni dags. 11. júlí 2007; frá Valgerði Bergsdóttur, dags. 11. júlí 2007 og bréf undirritað af Páli Kristjánssyni f.h. Hildar Margrétardóttur og 15 annarra íbúa og hagsmunaaðila við Álafossveg og Brekkuland, dags. 19. júní 2007, mótt. 12. júlí 2007.%0DLögð verða fram umsögn Skipulagsstofnunar og drög að svörum við athugasemdum. Einnig verður kynnt álitsgerð Línuhönnunar, sem send verður í tölvupósti síðar í dag (mi.) Athugasemdir voru sendar út með fundarboði 205. fundar.
Tillaga að deiliskipulagi Helgafellsvegar (hluta) var auglýst skv. 25. gr. S/B-laga 31. maí 2007 með athugasemdafresti til 12. júlí 2007. Samhliða var auglýst umhverfisskýrsla, Umhverfismat deiliskipulags Helgafellsvegar, skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana. Fimm athugasemdir bárust: Frá Berglindi Björgúlfsdóttur f.h. Varmársamtakanna, dags. 10. júlí 2007; frá Páli Kristjánssyni f.h. Álafossbrekkunnar ehf., dags. 10. júlí 2007; frá Guðmundi A. Jónssyni dags. 11. júlí 2007; frá Valgerði Bergsdóttur, dags. 11. júlí 2007 og bréf undirritað af Páli Kristjánssyni f.h. Hildar Margrétardóttur og 15 annarra íbúa og hagsmunaaðila við Álafossveg og Brekkuland, dags. 19. júní 2007, mótt. 12. júlí 2007. Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar og drög að svörum við athugasemdum. Einnig kynnt álitsgerð verkfræðstofunnar Línuhönnunar. Ekki hefur borist umsögn Umhverfisstofnunar. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir sat fundinn undir þessum lið.%0DNefndin samþykkir framlögð drög að svörum við athugasemdum með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Jafnframt leggur nefndin til að tillagan að deiliskipulagi verði samþykkt skv. 25. gr. S/B-laga og skipulagsfulltrúa falið að annast gildistökuferlið. %0DFulltrúi samfylkingar, sem er varamaður í nefndinni, situr hjá við afgreiðslu málsins þar sem hann hefur ekki tekið þátt í umræðum um málið á fyrri stigum.
2. Lynghólsland, umsókn H.Ó. um nafnbreytingu á frístundahúsi200708087
Haukur Óskarsson óskar þann 10. ágúst 2007 eftir því að land hans og bústaður í landi Lynghóls verði skráð sem "Arnarból við Lynghólsveg, Mosfellsbæ." Frestað á 206. fundi.
Haukur Óskarsson óskar þann 10. ágúst 2007 eftir því að land hans og bústaður í landi Lynghóls verði skráð sem "Arnarból við Lynghólsveg, Mosfellsbæ." Frestað á 206. fundi.%0DÍ Mosfellsbæ gildir sú verklagsregla að ekki eru skráð heiti einstakra sumarbústaða og því getur nefndin ekki orðið við erindinu.
3. Þrastarhöfði, ósk um niðurfellingu göngustíga200708089
Erindi mótt. 13. ágúst, undirritað af 11 húseigendum við Þrastarhöfða, þar sem óskað er eftir því að nánar tilteknir göngustígar gegnum hverfið verði felldir út af skipulagi. Frestað á 206. fundi.
Erindi mótt. 13. ágúst, undirritað af 11 húseigendum við Þrastarhöfða, þar sem óskað er eftir því að nánar tilteknir göngustígar gegnum hverfið verði felldir út af skipulagi. Frestað á 206. fundi.%0DNefndin er neikvæð gagnvart því að fella umrædda stíga út af deiliskipulagi. Stígarnir eru samkvæmt rammaskipulagi Blikastaðalands þar sem leitast er við að auka öryggi íbúanna með því að bjóða upp á sérstakt göngustígakerfi. Stígarnir eru ekki hluti af aðalstígahverfi bæjarins, heldur ætlaðir fyrir umferð fótgangandi innan hverfis.
4. Þrastarhöfði 38, umsókn um girðingu utan lóðarmarka200708091
Júlía M. Jónsdóttir óskar þann 9. ágúst 2007 eftir leyfi til að hafa hluta girðingar (11 m kafla) um 50 cm utan suðurlóðarmarka. Frestað á 206. fundi.
Júlía M. Jónsdóttir óskar þann 9. ágúst 2007 eftir leyfi til að hafa hluta girðingar (11 m kafla) um 50 cm utan suðurlóðarmarka. Frestað á 206. fundi.%0DNefndin leggur áherslu á að lóðarveggir verði innan lóðarmarka skv. deiliskipulagi.
5. Heiðarbýli (Reykjamelur 9), beiðni um aukið byggingarmagn200708127
Auður Sveinsdóttir og Halldór Víglundsson óska með bréfi dags. 16. ágúst 2007 eftir samþykki nefndarinnar fyrir því að hús á lóðinni megi vera allt að 340 m2. Frestað á 206. fundi.
Auður Sveinsdóttir og Halldór Víglundsson óska með bréfi dags. 16. ágúst 2007 eftir samþykki nefndarinnar fyrir því að hús á lóðinni megi vera allt að 340 m2. Frestað á 206. fundi.%0DSamþykkt.
6. Miðdalsland norðan Selvatns, deiliskipulag 5 frístundalóða200708097
Hildigunnur Haraldsdóttir arkitekt óskar þann 15. ágúst 2007 f.h. landeigenda eftir afstöðu nefndarinnar til meðf. tillögu að deiliskipulagi 5 frístundalóða þar sem áður voru 2 lóðir Gunnlaugar Eggertsdóttur.
Hildigunnur Haraldsdóttir arkitekt óskar þann 15. ágúst 2007 f.h. landeigenda eftir afstöðu nefndarinnar til meðf. tillögu að deiliskipulagi 5 frístundalóða þar sem áður voru 2 lóðir Gunnlaugar Eggertsdóttur.%0DFrestað.
7. Flugvöllur á Tungubökkum, ósk um breytingu á deiliskipulagi200708140
Sigurjón Valsson fer þess á leit f.h. Flugklúbbs Mosfellsbæjar þann 14. ágúst 2007 að deiliskipulagi fyrir svæði klúbbsins verði breytt skv. meðf. uppdrætti þannig að byggingarreitur skýlis nr. 3 verði stækkaður .
Sigurjón Valsson fer þess á leit f.h. Flugklúbbs Mosfellsbæjar þann 14. ágúst 2007 að deiliskipulagi fyrir svæði klúbbsins verði breytt skv. meðf. uppdrætti þannig að byggingarreitur skýlis nr. 3 verði stækkaður.%0DFrestað.
8. Hjólreiðaaðstæður í Mosfellsbæ, Erindi Ursulu Junemann200708090
Ursula Junemann ritar nefndinni þann 8. ágúst bréf, þar sem hún vekur athygli á ýmsu sem hún telur að betur mætti fara í bænum gagnvart umferð reiðhjóla.
Ursula Junemann ritar nefndinni þann 8. ágúst bréf, þar sem hún vekur athygli á ýmsu sem hún telur að betur mætti fara í bænum gagnvart umferð reiðhjóla.%0DFrestað.
9. Dalsbú í Helgadal, umsókn um byggingarleyfi200706136
G. Helga Skowronski óskar þann 14. júní 2007 eftir leyfi til að fjarlægja gamla kaffistofu og reisa nýtt einingahús á sama stað.
G. Helga Skowronski óskar þann 14. júní 2007 eftir leyfi til að fjarlægja gamla kaffistofu og reisa nýtt einingahús á sama stað.%0DNefndin gerir ekki athugasemdir við erindið og felur byggingarfulltrúa frekari afgreiðslu þess.
10. Reykjavíkurborg, tillögur að breytingum á aðalskipulagi til kynningar.200708176
Ann Andreasen sendir f.h. Reykjavíkurborgar þann 16. ágúst til kynningar 3 tillögur að breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkur:%0D1. Hellisheiðaræð frá Hellisheiðarvirkjun að Reynisvatnsheiði. %0D2. Nesjavallalína 2 – jarðstrengur frá Nesjavallavirkjun að Geithálsi. %0D3. Kolviðarhólslína 1 – endurbygging og nýbygging, Búrfellslína 3 – nýbygging.%0D
Ann Andreasen sendir f.h. Reykjavíkurborgar þann 16. ágúst til kynningar 3 tillögur að breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkur: %0D1. Hellisheiðaræð frá Hellisheiðarvirkjun að Reynisvatnsheiði. %0D2. Nesjavallalína 2 – jarðstrengur frá Nesjavallavirkjun að Geithálsi. %0D3. Kolviðarhólslína 1, endurbygging og nýbygging - Búrfellslína 3, nýbygging.%0DFrestað.