21. febrúar 2008 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Desjamýri, úthlutun lóða200710035
Bæjarritari fer yfir stöðu vegna lóðaúthlutunar í Desjamýri.
Kynning á stöðu málsins.
2. Erindi Umtaks ehf. varðandi lóðir að Langatanga 3 og 5200709108
Síðast á dagskrá 856. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra og bæjarritara var falið að skoða málið. Minnisblað bæjarritara er hjá lagt.
Til máls tóku: HSv, HS, JS, KT og SÓJ.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að svara Umtaki ehf.
3. Erindi trúnaðarmanna kennara í Varmár- og Lágafellsskóla200802042
Áður á dagskrá 867. fundar bæjarráðs, þar sem bæjarstjóri kynnti erindið.
Til máls tóku: HSv, JS, HS, SÓJ og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að svara erindi trúnaðarmanna í samræmi við framlagt minnisblað.
Almenn erindi
4. Vatnsskemmdir í íþróttamiðstöð að Varmá200801252
Til máls tók: HSv.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að veita viðbótarfjárveitingu vegna nauðsynlegra viðgerða í íþróttamistöðinni að Varmá. Kostnaðurinn kr. 2,5 millja. verði tekinn af liðnum ófyrirséð.
5. Veðurathugunarstöð í Mosfellsbæ200802103
Til máls tóku: HS, HSv, MM, KT og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð sé jákvætt fyrir veðurathugunarstöð og felur og bæjarstjóra og bæjarverkfræðingi framgang málsins.
6. Erindi Einingarverksmiðjunnar Borgar ehf varðandi lóð undir starfsemina200802109
Til máls tóku: HSv, HS, KT og JS.%0DErindið lagt fram og bæjarstjóra jafnframt falið að eiga fund með forsvarsmönnum fyrirtækisins eins og þeir óska eftir.
7. Erindi Blakdeildar Aftureldingar varðandi Íslandsmót BLÍ200802119
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs til umsagnar og afgreiðslu.
8. Erindi Norræna félagsins varðandi sumarstörf í Mosfellsbæ vegna Nordjobb200802128
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs til umsagnar og afgreiðslu.
9. Erindi SSH varðandi samkomulag um lengda viðveru fatlaðra nemenda í framhaldsskólum200802146
Til máls tóku: HS, JS og MM. %0DBæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag, um lengda viðveru fatlaðra nemenda í framhaldsskólum.
10. Árshátíð starfsmanna Mosfellsbæjar 2008200802121
Bæjarstjóri mun fara yfir málið á fundinum
Til máls tóku: HSv og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að leggja aukalega 1 millj. kr. til árshátiðar starfsmanna á þessu ári í tilefni af 20 ára afmæli Mosfellsbæjar.